Það er kraftur í þjóðinni

Niðurstöður sveitastjórnakosninga endurspegla kraft í íslenskri þjóð.

Fólk þarf þó að fara að átta sig á því hvað er raunverulega að gerast í Íslensku samfélagi og hverjir bera ábyrgðina. 

Það liggur fyrir að Sjálfstæðismenn bera ábyrgð á bankahruninu en sagan endar ekki þar.

Núverandi stjórnvöld hafa í raun mjög takmörkuð völd en hinn raunverulegi valdhafi er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Viljayfirlýsing sem ríksistjórnir, sjálfstæðisflokks, samfylkingar og síðar vinstri grænna hafa undirritað flytur gríðarlegt vald til Alþjóðagjaldeyrissjóðsina. 

Verndun auðlinda gegn ásælni erlendra fjárfesta er á valdi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir afsöluðu þessu valdi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn getur fært fyrir því rök að gjörningur af hálfu ríkisstjórnarinnar tefji eitt af þremur markmiðum í viljayfirlýsingunni þá hefur hann neitunarvald. Þetta gildir um hindranir ríkisstjórnarinnar á  sölu auðlinda til erlendra aðila. Ég tel að skortur á ráðrúmi ríkisstjórnarinnar í málefnum auðlindasölu skýrist af tvennu. Annars vegar að Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi beitt neitunarvaldi og hins vegar stefnu hinna svokölluðu Blairista í samfylkingu sem er ljúft að braska með auðlindir.


mbl.is Málefnavinnu að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband