Skuldasöfnun viðheldur lélegu gengi krónunnar

Hvaða áhrif hefur það á raungengi krónunnar þegar eftirspurn ríkissjóðs eftir erlendum gjaldeyri til greiðslu vaxta eru tæpir hundrað milljarðar á ári?

Rökin fyrir því að taka risalán frá AGS voru að auka þyrfti traust útlendinga á krónunni  með því að búa til platgjaldeyrisvaraforða.  

Gjaldeyrisvaraforðinn er núna tæpir 600 milljarðar og erlendar skuldir ríkissjóðs eru um 550 milljarðar.  

En árið 2005 var gjaldeyrisvaraforðinn innan við 60 milljarðar.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og misvitrir íslenskir stjórnmálamenn telja að ríkissjóður þurfi að taka erlend lán til viðbótar upp á hundruð milljarða.

Eins og kemur fram í fréttinni er greiðslubyrði ríkissjóðs vegna erlendra lána 14.5% af útgjöldum ríkissjóðs. Til samanburðar eru útgjöld ríkissjóðs Svía vegna vaxta um 2,5% af heildarútgjöldum. 

Stóra spurningin er hvernig hafa stjórnvöld hugsað sér að greiða niður þessar skuldir sem nema fjárlögum heils árs. Hvernig ætlar ríkissjóður að afla gjaldeyris til þess að greiða niður erlendar skuldir? ....Og hvernig fer þá með gengi krónunnar þegar að farið verður að spýta fjármunum úr landi....og hvernig á að fjámagna afborganir?...á að leggja niður velferðarkerfið?

Það er eitthvað arfavitlaust við þetta

 


mbl.is Halli á ríkissjóði 9,3% af landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Ingunn!

  Sé þetta rétt hjá þér , sem ég efast ekki stórum um , þá er þetta ófögur sjón , og arfavitlaus , en , því miður , þá má allt eins búast við svona , því  mér hefur sýnst að oft vanti vitið í það sem gert er t.d. hefur það (held alltaf) verið skoðun mín að við ættum ekki að taka lán , heldur takast , að fullu , á við nöfnu þína - hefði kannske bætt verðmætamat einhvers .

Hörður B Hjartarson, 23.7.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband