Draumur um aukið lífsrými?

Árni Sigfússon er kænn draumóramaður. Ég hlustaði á viðtalið við þennan sólbrúna, ljóshærða og bláeygða stjórnmálamann Sjálfstæðisflokks og boðbera nýfrjálshyggjunnar í Kastljósi gærdagsins.

Stjórnkænska Árna felst í því að framkvæma fyrst en spyrja svo. Atferli sem hefur leitt margan manninn í ógöngur. Árni hefur hent 1.3 milljarði í framkvæmdir í Helguvíkurhöfn án þess að fyrir liggji hvort álver verði reyst við höfnina. Jú einhver sagði honum að þetta væri besta hafnaraðstaða á Íslandi.

pgi0073.jpg

Árni hefur í stjórnartíð sinni selt flestar eignir bæjarfélagsins að því er sögur herma bæði leikskóla og grunnskóla en bæjarfélagið leigir síðan eignirnar til baka með samningum sem gerðir hafa verið til þrjátíu ára.  Þetta þýðir að bæjarfélagið hefur skuldbundið sig í áratugi og getur ekki brugðist við breyttum aðstæðum.

Dæmi sem nefnt hefur verið um svona leigusamning er að bæjarfélagið greiðir 700.000 þúsund á mánuði í búningsklefa fyrir íþróttakappa. Þegar Árni fær spurningar um fjármálakænsku sína þá beinir hann athyglinni að öðru.

Hann fer þá að tala um menningu, listir og íþróttir. En menning, listir og íþróttir þrífast víða á þess að menn hagi sér eins og apar í fjármálum.

 


mbl.is Óvissa um eignina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Já það segir þú satt - það var heldur dapurlegt að horfa/hlusta á blessaðan manninn , en eigum við ekki að vera hamingjusöm með hanns framkomu , hann er nú einu sinni bara sannur pólitíkus og í ofan í lag FL flokksmaður , það má ekki búast við öðru af honum blessuðum , enda er þetta flokkurinn sem flestir (að mér skilst) vilja sjá við stjórnvölinn þ.e. að fara úr öskunni í eldinn.

Hörður B Hjartarson, 1.9.2010 kl. 02:23

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stjórnkænska er orð sem fáum kemur í hug þegar nafn Árna Sigfússonar ber á góma.

Það er raunalegt fyrir Suðurnesjamenn að fá á sig óorð fyrir að hafa borið þennan glóp á gullstóli til forystu í fjármálaglópsku.

Það er ekki mikill bragur yfir forystumanni sem emjar á stjórnvöld og máttarvöld þegar hann hefur skuldsett sveitarfélagið vegna framkvæmdar sem aðrir eiga að taka ákvarðanir um og greiða auk þess að eiga ekki tryggingu fyrir orku né flutningi á orku.

Þetta er fullkomin glóska sem engir nema fullkomin fífl láta sér til hugar koma að skili öðru en því sem nú blasir við.

Hugmyndin "álver" er úrelt hugmynd, fáránlega gömul og allslaus. Hefur verið ofnotuð og ofmetin um áraraðir af geldum pólitíkusum sem krefja ríkið um úrlausnir í hverju máli. 

Árni Gunnarsson, 1.9.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband