Ömurlegt viðhorf skólastjórans til þekkingarleitar

Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir láta bóka að frekari rannsókn á einkavæðingarferlinu við sölu ríkisbankanna skili samfélaginu engu.

Þessi yfirlýsing er birtingarmynd á sífelldri viðleitni Sjálfstæðisflokksins til þess að halda þjóðinni illa upplýstri og koma í veg fyrir lærdóm af mistökum. Þetta er sérstaklega til vamms fyrir Ragnheiði Ríkarðsdóttur sem er fyrrverandi skólastjóri.

Þótt yfirlýsing hennar afhjúpi vangetu hennar sem stjórnmálamanns getum við altjent glaðst yfir að einum skóla hefur verið forðað frá stjórnvisku hennar og frekar ömurlegu viðhorfi til þekkingarleitar. 

Einkavæðingarferlið bar öll merki þess sem aflaga hefur farið í íslensku samfélagi og jafnvel sumir sjálfsstæðismenn fölna við lestur skýrslu alþingis um framgöngu ráðherranna í því máli. Góð úttekt er gerð á þessu máli http://www.svipan.is/?p=11824.  

 


mbl.is Ekki meirihluti fyrir rannsókn á einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband