Gerræði stjónmálamanna keyrt bæjarfélagið í þrot

Undanfarna áratugi hafa stjórnmálamenn makkað í bakherbergjum með auðlindir þjóðarinnar og með eignir ríkis og bæjarfélaga.

Stjórnmálamenn hafa gert stjórnsýsluna óhæfa til þess að sinna sínu réttmæta hlutverki með ófaglegum vinnubrögðum við mannaráðningar.

Klikkaðir karlar hafa gengið fram með offorsi eins og Andri Snær kallar það.

Landslög hafa verið sniðin til þess að vernda fjárglæframenn og stórglæpamenn.

Þjóðin hefur verið gerð að fórnarlambi en samfélagið á að krefjast þess að endurheimta reisn sína.

Stjórnarskráin þarf að mynda ramma um íslenskt lagaumhverfi sem tryggir að ekki sé hægt að ræna þjóðina í skjóli nætur og að þeir sem eru umboðsmenn almennings á Alþingi Íslendinga vinni að heilindum að velferð almennings. Móta þarf stjórnarskrá sem styður jákvæða og mannsæmandi þróun samfélagsins. 

Tryggjum rétt barna okkar til mannsæmandi lífs í nýrri stjórnarskrá 

Ég er að velta því fram að bjóða mig fram til stjórnlagaþing og vill kanna hvort stuðningur sé við þetta framtak mitt.

Þeir sem eru hlynnir því að ég bjóði mig fram geta sýnt stuðning sinn á þessari síðu

http://www.facebook.com/profile.php?id=713706771#!/pages/Jakobina-Ingunn-Olafsdottir-a-stjornlagabing/161385473872928?ref=mf


mbl.is Skera niður um 450 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé fyrir mér krísufund í Spunatrúðafélaginu. Klappvélin lúin úti í horni. Upp sprettur hugmyndin: Höldum fund með Tryggva Þór! Við lítum svo vel út við hliðina á honum. Köllum hann klikkuðu karlana. Getur varla klikkað.

Styð þig til allra góðra verka Jakobína.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 17:04

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir Elín

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.9.2010 kl. 17:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Er ekki á feisinu, en styð þig til góðra verka.

Borgarahreyfingin hefði betur haft þig í fyrsta sætinu, ekki rithöfundinn.  Þekking versus lýðskrum, kona versus kall. 

Fyrsta prófið sem hún klikkaði á.

En það er allt að springa, reikna ekki með að nokkur sé að hugsa um stjórnlagaþing.  Nú er lag að mæta með spjald niður á Austurvöll, gæs sem þið í Reykjavík ættuð að grípa.

Kveðja að austan.

PS. Byrjaði ekki flauelsbyltingin svoleiðis, fyrst kom einn, svo kom þjóðin.

Ómar Geirsson, 21.9.2010 kl. 09:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Omar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.9.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband