Örvinglað landráðafólk

Nokkuð hefur borið á örvinglan meðal þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot með athöfnum og athafnaleysi.

Reiði hefur hreiðrað um sig meðal Sjálfstæðismanna sem hyggjast einelta tiltekna þingmenn með fýlusvip. 

Það hlýtur að vera sérlega sársaukafullt að vera sniðgengin af fúlum Sjálfstæðismanni í vinnunni. 

Ekkert er hræðilegra en sjálfstæðismaður sem þarf að standa skil á gjörðum sínum eða axla ábyrgð.  

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir sáu aumur á Geir Haarde og vildu ekki senda hann fyrir landsdóm.

Sjálfstæðismenn munu því áfram brosa til Jóhönnu og Össurar.  

 


mbl.is Ískalt viðmót á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: predikari

Fólk þarf að mínu mati að hætta að vera reitt við sjálfstæðismenn af því að þeir eru sjálfstæðismenn. Þessar atkvæðagreiðslu voru að mínu mati hrein skömm fyrir þá aðila sem ákváðu að velja úr hverja þá vildi kæra og hverja ekki, sjálfstæðismenn og vinstri grænir mega þó eiga það að þeir sögðu allavega af eða á. Ekki "alla nema mína menn" sem er með því ömurlegra sem ég hef séð á íslensku þingi.

predikari, 30.9.2010 kl. 08:39

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Össur, Ingibjörg, Kristján Möller og Þórunn Sveinbjarnardóttir sátu ásamt Geir í ríkisstjórninni sem stóð hrunvaktina.

Auðvitað átti að krefjast hjásetu þessa fólks og allra annara fyrrum ráðherra við atkvæðagreiðsluna.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 08:42

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið nóg komið af skrípaleik á alþingi stöðvum þetta haustþing!

Sigurður Haraldsson, 30.9.2010 kl. 08:59

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Prédikari

Allir sem greiddu atkvæði sögðu annað hvort af eða á. Það virðist pirra þig að einhverjir samfylkingarmenn sýndu Jóhönnu óhlýðni.

Ég er ekki reið út í sjálfstæðismenn. Ég tel þá einfaldlega vera spillta og ónýta stjórnmálamenn en óska þeim alls góðs á öðrum vettvangi en stjórnmálum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.9.2010 kl. 09:12

5 identicon

Ja hérna ,nú meiga þingmenn ekki lengur kjósa eftir sannfæringu sinni.Nú ætla þingmenn sjálfstæðisflokksins að nota eineltið til að sýna vanþóknun sína á þeim sem hafa sjálfstæða hugsun og fara ekki eftir flokkslínum.Það er með ólíkindum að sjálfstæðisflokkurinn skuli mælast trekk í trekk með um það bil 33-35% prósent fylgi í skoðanakönnunum,þegar innan hanns eru eistaklingar sem hafa gerst brotlegir við landslög,þjófnað og skattaundanskot.Einn hefur tekið út sinn dóm og er það vel.Annar klínir ósómanum á endurskoðandan sinn sem er dáinn og er ekki til svara.Svo allir hinir sem eru arkitektar af hruninnu,sem eru stikk frí.Hvernig má það vera að sjálftökuflokkurinn skuli mælast með þetta fylgi,er okkur ekki viðbjargandi eru Íslendingar með Alzheimer genið,eða eigum við þetta bara ekki skilið.Hvernig er hægt að elska brennuvarginn og líta niður á slökkviliðsmanninn.

smari arnfjörð (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 09:44

6 identicon

Mikið er nú gott að vita að Jakobína telur mig vera spilltan einstakling og að ef ég á einhverjum tíma ætlaði að fara út í stjórnmálamennsku þá væri ég ónýtur á þeim vettvangi þar sem ég Sjálfstæðismaður.Fyrir mína parta þá treysti ég mér ekki til að gefa út viðlíka yfirlýsingar, og Jakobína gerir, um fólk í öðrum stjórnmálasamtökum en er þess í stað tilbúinn til þess að fullyrða að í röðum allra flokka er að finna hið besta fólk.Það er mín skoðun að fólk sem dregur annað fólk í dilka, með jafn afgerandi hætti og Jakobína gerir í þessari blogg færslu sinni, hvort heldur er á grundvelli pólitískra skoðana, trúmála, kynþætti eða kynhneigð, ætti að fara í gaumgæfilega naflaskoðun og huga betur að orðum sínum og yfirlýsingum í framtíðinni.

Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 09:59

7 identicon

Allir fjórflokkarnir eru meðsekir og ættu heldur að leiðrétta og setja ný lög sem koma í veg fyrir svona svindl gangi endalaust upp. Stefja græðgisvæðinguna og flytja hana nær heilbryggðri skynsemi.

Setja lög sem gætir eingra tvímæla og henda út þessum lagaprófessorum út sem eru að skrifa lög sem fáir skilja.

Stundum dettur manni í hug að þeir gera í mörgum tilfellum flókin og erfið lög til að gera réttarkerfið flóknara og þar með verður það dýrara sem sagt tekur leyngri tíma = x verð lögfræðitíma. Veit ei hvað þeir taka á tímann og langar ekki að vita það. Og jafnvel til að hafa hol sem þeir geta notað í eigin þáu þegar þörf krefur fyrir skjólstæðinga sína til að flækja mál og ruggla anstæðinginn.

Áfram Ísland…Einga fílupokastæla. Reynum heldur að ná í eins mikið og hægt er af stolnu fé..!!!! ..Með lögum skal land ”byggja” en ekki  ”leggja í rúst” eins og verið hefur.

Ingolf (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 10:08

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Helgi Magnússon ég fullyrði að álit mitt á þingmönnum sjálfstæðisflokksins stafar ekki af pólitískum skoðunum, trúmálum, kynþætti eða kynhneigð. Ég er einfaldlega á þessari skoðun vegna þess að þetta fólk kemur sífellt fram í fjölmiðlum og gasprar eins og það hafi hvorki snefil af dómgreind né mannlegri reisn eftir það sem undan er gengið.

Sífelldur barnaskapur sjálfstæðisþingmanna á borði við þann sem borinn er fram í þessari frétt gengur einfaldlega fram af fólki sem vill sjá viti borna einstaklinga á Alþingi Íslands.

Ég tek annars undir það að það eru spilltir einstaklingar í röðum þeirra sem skipa forystu allra stjórnmálaflokka. Sú staðreynd að þingmenn skildu taka sér dómsvald og sýkna hluta landráðaráðherra ber þess glöggt dæmi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.9.2010 kl. 10:19

9 identicon

Þegar endurskoðendur skrifa undir aðrar eins fjarstæður er ekkert skrítið að allt og allir falli í gildru. Og svo ætlar VG og nokkrir SF menn eyða peningum sem væru betur varið i sjúkrahus , leikskola eða aðra opinbera starfsemi.

Er ekki nógu mikið farið í súgin í öllu þessu þrasi um tvíræð réttarhöld. Lögfróðir menn eru óvissir og með líka margar skoðanir sem þeir eru margir.

Ingolf (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 10:25

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tilgangur með dómstólum eru að eyða óvissu. Ef óvissa væri ekki fyrir hendi væru dómstólar óþarfir.

Sjúkrahús, leikskólar og önnur opinber starfsemi blómstrar ekki í samfélagi sem rekið er af spilltum stjórnvöldum. Það á að vera forgangsatriði að skapa lærdómsumhverfi fyrir spillta stjórnmálamenn í kjölfar hrunsins.

Óheppilegur lærdómur felst í því að menn sleppi átölulaust frá glæpsamlegri hegðun. Menn þurfa greinilega að læra að þeir geti ekki boðið samfélaginu upp á hvað sem er.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.9.2010 kl. 10:56

11 identicon

Þú hefur greinilega ekki athugað hvernig landsdómur virkar. Nokkrir þingmenn setjast niður á bakvið luktar dyr, lesa einhverja skýrslu og draga óljósar ályktanir af þeim og koma svo fram með almenn ákæru atriði svo sem "að hafa valdið bankahruni". Aukinheldur er "sakborningum" ekki einu sinni gefinn kostur á andófi eða mótmælum við ákærunum. Hvernig á maður að mótmæla því að hafa valdið bankahruni? Getur þú það? Það er ástæða fyrir því að menn efast um gildi þessara 100 ára laga, fyrir 100 árum síðan var varla til menntakerfi á íslandi.

Hehe (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 22:35

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hehe þakka þér fyrir innlitið. Þú segir að fyrir hundrað árum hafi varla verið til menntakerfi á Íslandi. Vissulega er til menntakerfi á Íslandi í dag en sú staðreynd vekur einmitt upp spurningar hvers vegna menn skilja ekki hugtakið ábyrgð og hverning hún á að aukast eftir því sem menn klifra hærra upp í metnaðarstiganum. Ég veit ekki með þig en ég veit alveg örugglega að ég ber ekki ábyrgð á bankahruninu einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki vald til þess að beita áhrifum gegn hruninu. Það hafið forsætisráðherrann hins vegar þótt hann sprikli nú og þykist hafa verið í stöðu hins venjulega Jóns hvað varðar aðgang að upplýsingum og áhrifum.

Geir Haarde sýndi ótrúlegt skeitingarleysi þegar hann hunsaði viðvaranir og keyrði fram af bjargbrúninni með bros á vör. Afneitun hans í kjölfarið er ótrúlega lítilmótleg. Maður spyr sig hvar eru hetjurnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.10.2010 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband