Léleg menntun á Íslandi vel varðveitt leyndarmál

Menntunarstaða Íslands, í samanburði við aðrar þjóðir OECD, er 11% undir meðaltali.

Ísland lendir í 29. sæti þegar kemur að árangri. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu stofnunarinnar um menntamálin, segir í frétt í Viðskiptablaðinu.

 

Brottfall er hærra en þekkist á öðrum Norðurlöndum og er jafnvel talið vera hæst í Evrópu. Það verður varla komist hjá að horfast í augu við að undirliggjandi er alvarlegt vandamál í íslenskri skólamenningu og almennu viðhorfi til menntunar.

Á tyllidögum er gjarnan talað um menntaða þjóð.

Snobbað er fyrir fínum samkomum á vegum háskólanna og fólk segir gjarnan það sem það telur óhætt að segja. Það vantar þó töluvert upp á að fólk segi það sem þarf að segja.


mbl.is Aldrei fleiri brautskráðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband