Margir fitnað á hinu "fína" góðæri

Afraksturinn af snilldarverkum sjálfstæðisflokksins undir stjórn Davíðs Oddsonar sýnir sig æ betur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson vildi ekki sjá fé án hirðis og margir virðast í kjölfarið hafa lagt fyrir sig hirðmennsku og hirt fé þar sem þeir gátu. 

 

 Hanna Birna seldi Hs Orku til Magma Energy og taldi golfara vera einn af mikilvægustu skjólstæðingum velferðarkerfisins í Reykjavík. 

Dagur Eggertson boðar viðvarandi hallæri í borginni, hækkað útsvar, hækkun gjalda og minni þjónustu. Ég velti því líka fyrir mér hvort hann ætli að skila fénu sem hann hirti fyrir að sitja fimm fundi, áttahundruð og fimmtíu þúsund. 

Jóhanna virðist einhverntíma hafa haft áhuga á málefnun heimilanna eða er þetta bara auglýsingarskrum:

 

Þóknun hefur verið hækkuð við varaborgarfulltrúa og svo virðist vera sem menn vilji fjölga borgarstjórum. 

 

Samfylkingin virðist hvergi standa sjálfstæðisflokknum að baki í ruglinu og Besti flokkurinn kemur á harðahlaupum í kjölfarið og klórar sér í hausnum.

 

Ég hef boðið mig fram á stjórnlagaþing enda er óþolandi að horfa upp á hvernig landinu er stjórnað.

Það hlýtur að vera hægt að berja saman stjórnarskrá sem gerir stjórnmálamenn ábyrga, takmarkar misbeitingu og yfirgang. 

 Hannes Hólmsteinsson um einkavæðingu bankanna.

 


mbl.is Stendur við útreikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband