Rányrkja fjármálakerfisins

Sjálfbærir bankar stuðla að verðmætasköpun í samfélaginu fremur en að þjóna rányrkju bankaeigenda.

Nú, tveimur árum eftir hrun fjármagnsmarkaðanna, taka þrír bankar við Náttúru- og umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs.Cultura Bank í Noregi, Ekobanken í Svíþjóð og Merkur Andelskasse í Danmörku. Þeir fá umhverfisverðlaunin fyrir sjálfbæra bankastarfsemi.

Verðlaunin verða afhent á Íslandi þann 3. nóvember sem er táknrænt því Ísland er það land sem meira en nokkurt annað hefur fundið fyrir því hversu mjög skortir á að

stjornlandsbanka2007_jpg_550x400_q95

 bankakerfið sé sjálfbært. Verðlaunahafarnir færa hér rök fyrir því að tími sé kominn til að huga að nýju að grundvallarverkefni bankanna; Að skapa verðmæti fyrir þjóðfélagið, ekki einungis örfáa hluthafa, og þar með draga úr hættu á annarri fjármálakreppu. sjá: http://www.norden.org/is/a-doefinni/greinar/samfundsnyttig-bankvirksomhed-2013-utopi-eller-realitet

Það er merkilegt að spurt sé hvort bankar sem ekki ræna samfélagið séu draumsýn eða hvort þeir geti verið raunveruleiki.

Sýnir vel firringu manna sem eiga erfitt með að trúa því að fyrirtæki geti þjónað almennri velsæld. 

Myndin sýnir bankastjórn Landsbankans sem skipulega vann að því með markaðsmisnotkun að hlunnfara almenning.  


mbl.is Engin skref stigin fyrr en í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Daginn sem fólk hættir að láta ljúga að sér, þá sjáum við fram á endalok auðræningja.

Og skuldaþrældómurinn ásamt ófriðarbáli öfgafólks mun sjá til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband