Samfélagsleg afturför og hnignun

það er skelfilegt að upplifa samfélagslega afturför og hnignun. 

Þegar ég var að stíga inn í mín fullorðinsár einkenndist tíðarandinn af

DV1003107559_03_jpg_620x800_q9521

 bjartsýni.

Áfangastaðurinn réðst af þeirri leið sem valin var og ungt fólk var kvatt til dáða.

Jafnvel þótt að sum ár væru verri en önnur vegna aflabrests vann kerfið með fólki.

Fólk lagði fyrir, keypti sína fyrstu íbúð og greiðslubyrðin rénaði á nokkrum árum.

Hvernig er komið fyrir samfélagi sem sendir ungt fólk í biðröð eftir mat.

Stjórnmálin eru ónýt

Fjórflokkinn út og skynsemina inn takk

 http://www.facebook.com/pages/Jakobina-Ingunn-Olafsdottir-a-stjornlagabing/161385473872928


mbl.is Sífellt fleiri þurfa aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er sama þjóðfélagið og sendir ungt fólk í biðröð eftir playstation Jakobína

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2010 kl. 18:57

2 identicon

Það er búið að reyna að breyta þessu kerfi Jakobína. 90% fólks kýs bara alltaf fjórflokkinn.  Skynsemin er ekkert á leið til landsins.

Björn I (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:04

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Jóhannes en spurning hvaða biðröð fólk lendir í.

Björn ég held að það sé ekki vel að marka skoðanakannanir um þessar mundir. Helmingur fólk gefur ekki upp afstöðu enda um lítið að velja.

Ég upplifi að meginþorri fólks sé búið að fá upp í kok af fjórflokknum. Innanbúðarmenn þar munu þó alltaf reyna að smala til sín en spurning hversu smölunarhæft fólk er um þessar mundir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2010 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband