Þannig er lýðræðið

Icesave er krafa um að íslensk alþýða beri skaðann af viðskiptum Landsbankans í útlöndum. Viðskiptin fóru fram á milli fólks sem vildi græða

22564_251241059883_643834883_4331393_6078327_n

 á háum vöxtum og viðskiptabanka sem vildi laga lausafjárstöðu sína eftir að eigendurnir voru búnir að skafa innan úr honum. 

Upphaflega átti að leyna innihaldi Icesave samningsins ekki bara fyrir þjóðinni heldur líka fyrir þingmönnum.

Framferði ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar er birtingarmynd alls þess sem er vont við yfirgang valdhafa sem búa yfir takmarkaðri samkennd með þjóðinni.

Í framhaldi af afhjúpun innihalds samningsins var nánast eins og Hollendingar og Bretar væru komnir inn á Alþingi Íslendinga. Þar var ráðskast með þingmenn og þeim hótað. Vilji Hollendinga og Breta var heilagur.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave er dæmi um birtingamynd lýðræðis þar sem þjóðin tekur ráðin af huglausum stjórnmálamönnum.

Tryggjum málsskotsréttinn og lýðræðið 


mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar værum við stödd ef við hefðum nú t.d. verið svo óheppin að kjósa núverandi forseta Kirkjuþings fyrir forseta?

Serafina (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 15:03

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þá spurningu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2010 kl. 15:07

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samkvæmt Stjórnarskránni er forsetinn umboðsmaður almennings. Sem betur fer höfum við núna mann í embætti sem skilur stjórnskipun landsins og stendur því með þjóðinni, gegn innlendum valda-aðli. Nýgjustu yfirlýsingar forsetans gefa fólki vonir um að atlögu Icesave-stjórnarinnar verði hrundið.

 

Ekki má þó sofna á verðinum, því að Sossarnir hafa áform um að veikja fullveldi lýðsins. Ætlun þeirra er að útvatna svo ákvæði Stjórnarskrárinnar, að hún gagnist almenningi ekki til varnar. Þessu verða menn að svara og staðfesta að fullveldið er í höndum almennings, en ekki Alþingis. Ekki má gefa færi á að auka vald Alþingis. Hafna verður þeirri oftúlkun, að þingræði merki meira en að Alþingi ræður lagasetningu og eftirliti með ráðherrunum.

 

Fullveldi merkir endanlegt og ótakmarkað vald til að ráða stjórn landsins. Stjórnskipulag landsins nefnist lýðveldi, vegna þess að fullveldið er hjá lýðnum. Í konungsveldi er fullveldið hjá konungnum. Þeir sem neita að skilja svona einfaldar skilgreiningar ættu að fara í heila-rannsókn. Nokkrar staðreyndir varðandi stjórnskipun Íslands:

 

 
  1. Fullveldið er hjá þjóðinni og þess vegna nefnist stjórnskipunin lýðveldi.
  2. Forsetinn er umboðsmaður þjóðarinnar.
  3. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn.
  4. Alþingi ræður lagasetningu, innan ramma Stjórnarskrárinnar og hefur eftirlit með störfum ráðherra. Í þessu er þingræðið fólgið og ekkert umfram það. Að ríkisstjórn er þingbundin merkir að hún er bundin af ákvörðum Alþingis, í formi lagasetninga.
  5. Sem fullveldishafi er lýðurinn með endanlegt og ótakmarkað vald til að breyta eða stöðva ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórnar. Þjóðin og umboðsmaður hennar forsetinn geta í öllum tilvikum stöðvað lagafrumvörp og aðra gerninga ríkisstjórna, meðal annars ólöglega samninga eins og Icesave-kúgunina.
  6. Til að staðfesta vilja þjóðarinnar, er þjóðaratkvæði eina leiðin. Þetta gildir ekki bara um lög frá Alþingi, heldur ekki síður um breytingar á Stjórnarskránni.
  7. Þjóðin getur ákveðið að gjaldmiðill þjóðarinnar skuli vera alvöru gjaldmiðill, sem merkir að hann er ávísun á alvöru verðmæti. Í þessu samhengi eru einu alvöru verðmætin gull eða alþjóðlegir gjaldmiðlar. Þetta skipulag gjaldmiðilsins verður að festa í Stjórnarskránni.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2010 kl. 16:31

4 identicon

Ég greiði ALDREI gjaldþrot mannsins í næsta húsi !

 Þjóðin mun ALDREI greiða Icesave !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 17:48

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Flott lið sem hefur mætt hjá þér í dag Jakobína, munið bara strákar að setja 7319 á kjörseðil ykkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband