Slagur milli velferðar og þarfir fjármálakerfis

Virðing fyrir manngildum er grundvöllur að góðu samfélagi. Þegar valdið verður einangrað og afskekkt

Mynd-1_crop-minni lítil númer er mannlífinu hætta búin. Einkenni á slíku fyrirkomulagi er leynd af ýmsum toga. Leynilegir þræðir liggja um samfélagið sem birtist í furðulegum ákvarðanatökum t.d. við mannaráðningar eða sölu á bönkum. Skeytingarleysi gagnvart einstaklingum er annað einkenni á afskekktu valdi. Valdhafinn er fjarlægur og býr ekki yfir umhyggju gagnvart skjólstæðingum, neytendum eða borgurum.

Þegar valdið kemur frá þjóðinni og er í sífelldri endurnýjun hefur það áhrif á ferli. Sá sem fer með valdið þarf að huga að endurnýjun þess. Það beinir athygli hans að þeim sem færa honum valdið.

Þrískipting valdsins felur í sér að valdið er skoðað út frá þremur hugtökum. Út frá því hvernig stefna er mótuð og reglur settar um framkvæmdina (löggjafarvaldið). Út frá því hvernig stefnan er framkvæmd (framkvæmdarvaldið) og síðast út frá því hvernig brot gegn reglum um framkvæmd eru meðhöndlaðar (dómsvaldið).

Þetta eru þrjár af meginstoðum samfélags en ekki eina birtingamynd valdsins. Valdið á að þjóna samfélaginu og virða réttindi einstaklinga. Hrun í íslensku samfélagi skýrist að miklu leyti af langvarandi misbeitingu valds og virðingaleysi stjórnmálastéttarinnar við landslög og stjórnarskrá. Valdið sem átti að vera bundið í meginstoðum réttarríkissins losnaði frá stoðunum og varð stjórnlaust í þjónustu sinni við fjármálakerfið. Þessi vandi er enn til staðar og það væri upphaf að ánægjulegri vegferð ef stjórnlagaþinginu tækist að koma böndum á valdið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 7319
Stjórnsýslufræðingur á stjórnlagaþing


mbl.is Forsetinn snýst gegn bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband