Það sem ekki er sagt upphátt

Samskipti íslenskra yfirvalda við hollensk og bresk bera þess merki að stjórnvöld þessara landa líti á skattgreiðendur sem búfé sem hægt sé að versla með í alþjóðasamningum.

Íslenskum stjórnvöldum hefur verið falið að veita Bretum og Hollendingum aðgang að íslenskum skattgreiðendum. 

Ég spyr mig hvaða hugmyndafræði býr að baki þessum athöfnum stjórnvalda. Málið gengur út fyrir alla venjulega skynsemi enda eru skynsemisrök ekki notuð í málinu heldur hræðsluáróður og illa skýrðar ályktanir. 

Ef við horfum á Alþingi Íslendinga þá sjáum við þar fólk sem annarsvegar hefur setið á þingi í áratugi og hinsvegar sem eru úr fjölskyldum sem hafa átt fulltrúa á þingi í áratugi og sumir eru hvortveggja í senn. 

Alþjóðlegt kerfi hefur verið hannað utan um athafnir og hegðun stjórnvaldsins. Vel þjálfaðir menn koma fram á vettvanginn og nota löng orð í skírskotun til kerfisins og fréttinni er gefið yfirbragð réttlætingar á því að farið sé með skattgreiðendur eins og búpening.

Í áratugi hefur farið fram á mótun hugarfars stjórnmálamanna og embættismanna sem sitja í skjóli þeirra.  Þeir vita að forréttindi þeirra byggja á því að það takist að féfletta almenning í skjóli blekkinga og leyndar. Þeir vita að samstaða þeirra sem eru markvisst að brjóta niður velmegun almennings er forsenda þess að þeir viðhaldi forréttindum sínum sem skilja stóran hluta þjóðarinnar eftir snauða.

Fjöldi fólks trúir því að núverandi ríkisstjórn sé á einhvern hátt skárri en sú sem áður sat. Jafnvel þótt að stjórnmálaflokkarnir haldi fram þeirri ímynd að þeir skiptist í fjögur lið sem berjast sín á milli þá er það ekki liðsskiptingin sem skiptir máli fyrir almenning. Raunveruleg liðskipting er á milli flokkanna og almennings. Þótt flokkarnir berjist um að vera í stjórnarforystu þá er það sameiginlegt markmið þeirra allra að smala búpeningnum, að halda þjóðinni í skefjum og að auka sinn eigin aðgang að fjármagni.

Núverandi ríkisstjórn vill þrengja að lýðræðinu með því að vega að forseta sem er fyrsti forsetinn í sögu lýðveldisins sem þorir að beita málskotsréttinum. Honum er hótað og ógnað úr ræðustóli á alþingi. 

Núverandi ríkisstjórn hefur hert á leyndinni yfir fjárframlögum (mútum) til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka.

Núverandi ríkisstjórn hefur viðhaldið kvótakerfi sem brýtur mannréttindi

Núverandi ríkisstjórn hefur barist fyrir því að festa í sessi þá hugmynd að skattgreiðendur beri ábyrgð á skuldum Björgólfs Thors

Í skjóli núverandi ríkisstjórnar svelta öryrkjar

Núverandi ríkisstjórn vinnur að því að viðhalda því fyrirkomulagi að gefa auðlindirnar til alþjóðafyrirtækja. 

Núverandi ríkisstjórn hefur unnið gegn margbreytileika í atvinnusköpun og styrkt þá ásýnd að þjóðin eigi allt undir byggingu álvera.

Fólkið sem skapar þetta ástand trúir því að í heiminum séu tvenns konar fólk. Kúgaðir og þeir sem kúga og berjast fyrir að vera í liði með þeim sem kúga til þess að lenda ekki í hinu liðinu. 


mbl.is Samningsbrotamál líklegast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tetta er alveg ret hja ter

http://www.youtube.com/watch?v=Xbp6umQT58A

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Breska stórblaðið Financial Times segir í leiðara í fyrradag að kröfur Breta og Hollendinga nemi 2 milljónum króna á mann ef Íslendingar gangi að nýjasta samningi. Blaðið tekur afstöðu með Íslandi og veltir fyrir sér hver eigi að borga fyrir björgun breskra og hollenskra banka.

Financial Times
Leiðari Financial Times telur birðar vegna Icesave vera 2 milljónir á hvern Íslending.

Financial Times telur kostnað vegna nýja Icesave samningsins vera 12.000 evrur á hvern Íslending eða 3.821.424.000 evrur. Sé það umreiknað á gengi dagsins í dag fást rúmir 612 milljarðar króna. Það gerir tæpar 2 milljónir á hvern einasta núlifandi Íslending.

Halda margir að blaðið færi fram með staðlausa stafi? Eitt virtasta viðskiptablað heims? Vitaskuld ekki. Hins vegar eru ritstjórar Financial Times lausir við linnulausan áróður vinstristjórnar á Íslandi og Ríkisútvarpsins sem talar kröfurnar niður og flytur mál Breta og Hollendinga öllum stundum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2011 kl. 12:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Magnaður pistill Jakobína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband