Það voru ekki bara Tchenguiz bræður sem misnotuðu íslensku bankanna. Björgólfur Thor skrapaði innan úr Landsbankanum. Meðal þess sem heyrst hefur um lánamál Björgólfs hjá bankanum er að félag hans Novator Pharma fékk 43 milljarða að láni hjá útibúi Landsbankans í London á fyrri hluta ársins 2007."
Vilhjálmur Þorsteinsson að díla fyrir Björgólf Thor í apríl 2008
Yfirtaka Björgólfs Thorsá Aktavís kostaði sex milljarða EVRA. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Björgólfur Thor Björgólfsson ber ábyrgð á um fjórðungi af erlendum brúttóskuldum íslenska þjóðarbúsins Fjöldi stofnana hafa tapað stórfé á fjárfestingum sem tengjast Björgólfsfeðgum. Svo virðist sem Björgólfarnir hafi fært skuldirnar á föðurinn en eignirnar á soninn. Og nú er unnið að því að íslenskur almenningur greiði skuldir þeirra.
Að Icesave meðtöldu er talið að Björgólfsfeðgar beri ábyrgð á u.þ.b. 40% af skuldum þjóðarbúsins að frátöldum skuldum gömlu bankanna.
Í fyrra var hafin rannsókn 800 hundruð milljóna króna lánveitingum frá Samson sem var í eigu Björgólfsfeðga til fjögurra aflandsfélaga á Bresku Jómfrúareyjum. Forsvarsmenn Samsonar eignarhaldsfélags geta ekki gert grein fyrir lánum eða fyrirgreiðslum fyrir meira en tvo milljarða króna til að minnsta kosti sex félaga í eigu Björgólfsfeðga á Tortóla, Kýpur og Lúxemborg sem skráð eru í bókhaldi félagsins.
Björgólfur Thor er sagður eiga mikilla hagsmuna að gæta í ýmsum fyrirtækjum hér á landi, svo sem eins og CCP, Nova og gagnveri Verne Holdings. Vilhjálmur Þorsteinsson einn helsti talsmaður Björgólfsarms Samfylkingarinnar er náinn samstarfsmaður Björgólfs og fer núna mikinn við að telja landsmönnum trú um að það sé hagur þjóðarinnar að greiða skuldir Björgólfs Thors. Vilhjálmur hefur ásamt Össuri Skarphéðinssyni viljað veita Björgólfi Thor skattaskjól á Íslandi. Greint er frá því á pressunni að talið sé að lagasetning um gagnaverið sé óeðlileg fyrirgreiðslu til handa einu fyrirtæki.
Árið 2007 stóð til að innleiða tilskipun sem hefði veitt tryggingasjóðnum undanþágu vegna innstæðna lögaðila erlendis. Stjórnendur Landsbankans settu sig á móti því og einhverra hluta var tilskipunin aldrei innleidd. Mjög hljótt hefur farið um þetta mál og það aldrei skýrt fyrir þjóðinni. Það var ráðuneyti Björgvins G sem bar ábyrgð á þessari innleiðingu.
Á meðan ráðherrar samfylkingarinnar hafa séð Björgólfi Thor fyrir tækifærum til þess að mæta til Íslands með gamla krumpaða Icesave peninga og fjárfesta hér í auðlindum er keyrður mjög harður áróður til þess að fá skattgreiðendur til þess að taka að sér þetta vandræðabarn Björgólfs Thors sem Icesavereikningarnir eru.
Vilhjálmur Þorsteinsson tryggum dílamanni Björgólfs Thors er falið að uppfræða (sumir segja heilaþvo) samfylkingarfólk og fjölskyldur þeirra.
Almenningi er talið trú um að sú stöðnun sem í raun má skrifa á viðvarandi fjárstreymi í svarthol Bankakerfisins sé Icesave deilunni um að kenna. Samþykki þjóðin Icesave lögin er hún að gangast undir það að taka á sig ábyrgð af businessdílum Björgólfs Thors. Ástandið á vinnumarkaði mun ekkert lagast við það nema síður sé.
Nálgun yfirvalda í endurreisn er kolvitlaus sem og hugmyndir sjálfstæðismanna um að byggja álver í hverjum krók og kima. Vandræðin er færð á framtíðina. Landið mergsogið af auðlindum til þess að viðhalda velmegun fámenns hóps í samfélaginu.
Segjum NEI við Icesave.
Látnir lausir á 8. tímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Athugasemdir
Jakobína Ingunn, Þakka þér fyrir greinina,þarfnast hennar sérstaklega núna.
Með bestu kveðju. Nei við Icesave.
Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2011 kl. 00:44
Nýjasta fréttin er að Gallup könnun sýni að 63% samþykki Icesave
EN bíðum nú við
Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
er útlit fyrir að fyrirtækið kunni ekki að gera skoðanakannanir
eða
þá að þeim sé mútað af Samfylkingunni.
http://www.ruv.is/frett/74-munu-kjosa-gegn-icesave-logum
Það eru mikil viðskiptatengsl á milli Samfylkingar og Capacent.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 00:55
Mikið er það gott að einhverjir skuli sjá um að halda staðreyndunum til haga! Þessi frétt um skoðunakönnunina frá því í fyrra er algjörlega ómetanleg!! Að þetta lið skuli ekki skammast sín!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.3.2011 kl. 01:01
Jakobína er skotföst með þeim rökum sem hún færir hér - hittir naglann beint á höfuðið!
Sigurlaug (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 01:10
Já það er flott að hafa þennan hlekk.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 01:15
Það er alveg óþolandi að yfirvöld skuli vera að reyna að plata fólk til að borga svindlið fyrir þessa náunga. Hvort sem það er Icesave eða skattaívilnanir eða ódýr orka. Allt er þetta svindl. Og bætist bara ofan á svindlið sem er verið að nota á þjóðina núna um að heimturnar á kröfum Landsbankans séu svo góðar að það verði lítið sem ekkert sem ríkið þurfi að borga út af Icesave verði samningurinn samþykktur! Hverjir eru að borga þessar góður heimtur á gömlu skuldunum?? Líklega íslenskir skuldarar býst ég við. Það er verið að svindla og stela af fólki upp í Icesave daglega sem sagt. Og samt vilja menn að Icesave sé samþykkt. Til hvers ef heimturnar eru að verða svo góðar að það þarf líklega ekkert að borga?? Þetta er óskiljanleg röksemdafærsla. Af hverju VERÐUR þjóðin að samþykkja samning um að borga eitthvað sem menn segja að þurfi svo ekki að borga af því að eignir búsins séu svo góðar??? Þetta er allt saman óskiljanlegt. Eftir stendur bara endalaus skítalykt af málinu.
Jón Pétur Líndal, 10.3.2011 kl. 01:32
Sjónarspilið og heilaþvotturinn hjá flestum fjölmiðlum er með ólíkindum, ætli fjölmiðlarnir fái sérstaklega borgað fyrir þessa þvælu? Fólk sem ég tala við og þekki ætlar næstum allt að kjósa á móti IceSlave samkomulaginu. ÉG skil ekki ennþá afhverju Björgólfur Thor er látinn í friði, hann ætti að borga IceSlave sjálfur ásamt vinum sínum...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2011 kl. 01:38
Já, ég hef engan talað við sem ætlar að samþykkja Icesave, en konan veit um allavega einn. Eru þetta ekki bara einhverjir feluþrælar með sjálfspíningarhvöt og fjárhagslegir barnasadistar sem ætla að samþykkja þetta.
Jón Pétur Líndal, 10.3.2011 kl. 01:44
Það er verið að telja fólki trú um að hér lagist allt ef þjóðin samþykki Icesave. Þetta eru bara blekkingar. Hér lagast ekkert fyrr en hætt er að ausa í fjármálakerfið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 01:53
Frábær grein hjá þér Jakobína. Þarna sér maður líka Friðrik Sophusson þáverandi forstjóra Landvirkunar, núverandi stjórnarformann Íslandsbanka, frænda Bjarkar en Vilhjálmur situr í fjárfestingaráði Bjarkarsjóðs Auðar Capital. Vildi koma því að því að þær upplýsingar hafa verið fjarlægðar af heimasíðu Auðar Capital. Þær hreinsuðu til stelpurnar og Vilhjálmur þegar Björk trallaði um í karaókígríninu sínu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 08:01
http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/kristjan-arason-til-capacent/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 08:09
Takk Jakobína.
Frábær grein. Eins og þín er von og vísa.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 08:48
Friðrik Sophusson sett Landsvirkjun nánast á hausinn með því að gambla með framvirka samninga. Þetta er eitt af því sem hefur farið hljótt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 10:37
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun ætla 27% að samþykkja Icesave.
?1279 voru spurðir.....747 kusu að svara.....af þeim tóku einungis 545 afstöðu og af ÞEIM ætla:
343 að segja já - 344 af 1279 er 27% en ekki 63%
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 10:43
Takk Jakobína fyrir þennan skelegga pistil.
Númi (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 12:14
Skil nú ekki alveg stærfræðiæfingarnar í kringum þessa könnun.
þetta er hefðbundin aðferðafræði. Miðað við þá sem tóku afstöðu. þetta er bara alltaf gert. þetta er nákvæmlega ekkert merkilegt!
En það er alveg hægt að reikna á hinn veginn, þ.e. miðað við 27%. Og hvað eru þá margir sem ætla að segja Nei? Örfá prósent.
Miklu frekar mætti segja sem svo, að þeir sem ætla að segja Nei, eru líklegri til að fara á kjörstað en hinir. það er þar sem gætu komið skekkjumörk.
Og þetta með fyrri svokölluðu ,,þjóðaratkvæðagreiðslu" - að þá var það ekkert atkvæðagreiðsla eða lýðræðislegt ferli á nokkurn hatt. Það var hópefling.
það var enginn fylgjandi Jáinu! Halló. það mælti enginn fyrir Jái enda lá þá þegar fyrir nýtt endurgreiðsluplan.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2011 kl. 13:57
Ómar Bjarki fólk þarf að vera illa haldið meðvirkni og ranghugmyndum um eðlilegt siðferði til þess að fara á kjörstað og samþykka að reikningur sem er í raun allt að 1.200 milljörðum verði sendur á fæðingadeildina til þess að leysa Björgólf Thor úr snörunni.
Ég trúi því ekki að allur fjöldi Íslendinga líði af slíkum dómgreindarskorti að þeir vilji leggja þessa áhættu á afkomendur sína.
Ástæðan fyrir því að Hollendingar og Bretar forðast dómstólaleiðina er sú að þeir tapa hvort sem þeir tapa eða vinna málið. Málið er of viðkvæmt og ósanngjarnt til þess að fara fyrir dómstóla.
Það verður allt vitlaust í Evrópu ef alþjóðadómstóll dæmir sem svo að skattgreiðendur í einu landi séu ábyrgir fyrir viðskiptadílum sem eru afsprengi skipulagðrar glæpastarfsemi innan fjármálakerfisins.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 14:08
þarna sérðu að slík mál henta enganvegin í þjóðaratkvæði. Fólk misir sig bara í tilfinningum og framtíðarkynslóðum.
En samt sem áður er þetta bara eins og hver önnur skuld sem ríkið þarf að axla. Í raun lítið brot af heildardæminu. Og ef allt fer svona þokkalega verður ekki um neitt neitt að ræða.
Varðandi dóma, að þá liggur fyrir dómur í ECJ þar sem augljóst er eða auðvelt er að ráða af, að ríki verða ábyrg fyrir lágmarkinu. Þó dómsstóllinn hafi ekki þurft að dæma sérstaklega um það. Auk þess er í okkar tilfelli um að ræða gróflegt brot á Jafnræðisreglu. Það eitt nægir alveg.
Og málið er þetta: Um er að ræða skuld tryggingarsjóðs. Hvað sem mönnum finnst um framferði LÍ - þá er of seint í rassinn gripið varðandi það. Bankinn starfaði með fullu leyfi og vilja ísl. stjórnvalda. Safnaði innlánum með þessar lágmarkstryggingu sem ríkið ber ábyrgð á.
það sem hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta var, að kjósa ekki Sjalla trekk í trekk, slag í slag til einveldis héra áratugum saman með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að þeir rústuðu landinu. En nei! Fólk valdi rústalagninguna. Og ætlar að koma henni til valda aftur við fyrsta tækifæri. Svo gaman þykir henni nú að borga fyrir afglöp, óreiðu og óvitahátt þeirra Sjalla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2011 kl. 14:34
Ómar. Það eru alveg jafn mikil afglöp, óreiða og óvitaháttur í stjórnvöldum Íslands núna eins og áður. Það er það sem allur fjórflokkurinn á sameiginlegt. Icesave er einmitt skýrt dæmi um þennan óvita og afglapahátt. Eins og þú réttilega bendir á þá er þetta skuld tryggingasjóðs. Ríkið ber enga ábyrgð á þeirri skuld. Því bar einungis skv. ESB reglunum að sjá til þess að settur væri upp tryggingasjóður. Það var svo bankanna að borga í sjóðinn og sjóðsins að greiða tjón sem hann tryggir. Að borga eitthvað umfram það eins og nú er hamrað á að gera er alveg dæmalaus afglapa- og óvitaháttur.
Jón Pétur Líndal, 10.3.2011 kl. 15:22
Núverndi stjórnvöld eru við þá iðju dag og nótt að moka skít eftir rústalagningu sjalla. Sjallar hafa fengið með sér nokkra pörupilta sem gera allt til að tefja skítmoksturinn og jafnvel reyna að bera hann inní rústirnar aftur.
Varðandi hvernig þetta virkar með sjóðinn, þá er þetta þannig að ríkjum ber skylda til að koma upp kerfi sem tryggir og greiðir umrætt réttindi ef á reynir. þetta eru lagaleg réttindi sem einstaklingum eru veitt og ríkjum ber skylda til að sjá svo um að þeir fái uppfyllt. Auk þess kemur Jafnræðisreglan þarna inn og í sjálfu sér er það alveg nóg. Við þurfum ekkert að ræða fyrra atriðið. Aðilar innanlands fengu vernd. Vernd uppí topp! Aðilar í erlendum útibúum eiga rétt á sömu vernd. Ekki flóknara en það. þetta er mjög einfalt.
,,Iceland is obliged to ensure payment of the minimum compensation to Icesave depositors in the United Kingdom and the Netherlands, according to the Deposit Guarantee Directive.[1] This is the conclusion in a letter of formal notice the Authority sent to Iceland today.
http://www.eftasurv.int/press--publications/press-releases/internal-market/nr/1253
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2011 kl. 16:56
nd
ransý (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 17:27
Ómar
1. Landsbankinn var í einkaeign "kjölfestufjárfestans" Björgólfs Thors sem notaði bankan fyrir fjárglæfrastarfsemi.
2. Ísland uppfyllti skilyrði um tryggingarkerfi til jafns við önnur ríki ESB. Ekkert ríkja ESB er með tryggingakerfi sem ræður við algjört hrun.
3. Talaðu við mig um ójafnræði þegar að Bretar og Hollendingar eru farnir að greiða skatt í íslenskan ríkissjóð. Það er þannig í öllum ríkjum heims að ríkissjóðir eru sameign þeirra sem búa á viðkomandi skattasvæði og eiga tilkall til hans.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 17:51
Ómar. Það er alveg rétt að aðilar innanlands fengu vernd í neyðarástandi. En það þyrfti reyndar að ræða það frekar því sú vernd var bara púra þjófnaður rétt eins og Icesave. Verndin fólst einfaldlega í því að tapi fárra var velt á alla. Það voru engin lagaskilyrði eða skynsemisrök fyrir þessari vernd. Ég vil endilega fá þau lög dæmd ólögleg. Ríkinu bar engin skylda til að verja nokkra stórríka einstaklinga fyrir tapi af eigin braski með glæpamönnunum sem þeir lögðu peninga sína inn hjá í einkabönkum glæpabraskaranna. Ef það á að tala um einhverja jafnræðisreglu þá þarf líka að verja annað tap sem hlýst af þessu hruni. Það er augljóst að það er langur vegur frá að hægt sé að bæta allt tapið í þessu. Þess vegna eiga afglaparnir í núverandi ríkisstjórn að hætta að moka skít eins og þú kallar það og fara að vinna vinnuna sína sem felst t.d. í því að koma glæpaklíkum í steininn og sækja ránsfenginn til að skila honum aftur inn í bankana. Þetta er það sem á að gera í stað þess að halda áfram að dekra við glæpamenn eins og Jón Ásgeir með því að leyfa honum að valsa hér um lausum og ausa yfir landsmenn af sjálfbirgingshætti sínum boðskap um hvað hann sé góður og saklaus. Eða að borga Icesave fyrir Björgólf "money heaven god" og veita honum margfalda sérstaka fyrirgreiðslu vegna nýrra vafasamra fyrirtækja sem hann þykist vilja koma á koppinn hér. Hafa þessir menn dáleitt ríkisstjórnina í sameiningu?
Það er ekki vinna fyrir þjóðina að tala bara um hvað allt sé erfitt út af einhverjum vitleysisgangi í öðrum. Ef núverandi ríkisstjórn getur ekki staðið á eigin fótum eða komist lengra með málin en að tala um hvað aðrir voru ómögulegir, þá er þessi ríkisstjórn aumasta ríkisstjórn allra tíma á Íslandi. Nóg eru tækifærin fyrir hana til að taka á málum, láta gott af sér leiða, gera gagn fyrir þjóðina og fá hana með sér, laga siðferði og efnahag, fást við glæpaklíkur og koma skikki á hluti. Það eru nóg önnur verkefni en að væla alla daga. Af hverju ætli þessi ríkisstjórn sé eins illa umtöluð og raun ber vitni?
Og hvað rekur þig eiginlega til að verja alla þessa vitleysu??
Jón Pétur Líndal, 10.3.2011 kl. 18:56
Það sem mörgum yfirsést varðandi Icesave er ákveðinn grundvallarmunur á því að endurheimta þá fjármuni sem hlaupið var með úr landi rétt fyrir hrun annars vegar og svo að merja fé út úr íslenskum skattgreiðendum og skuldurum hins vegar.
Fjármunirnir sem glæpagengið stakk undn er erlendur gjaldeyrir sem beint var út úr íslensku efnahagskerfi. Það er rík þörf á að endurheimta þetta fé til þess að leiðrétta skuldir ríkissjóðs við útlönd.
Ef íslenskir skattgreiðendur og skuldara eru látnir greiða Icesave þá kostar það að kaupa þarf erlendan gjaldeyri til þess að standa skil á pundum og efrum. Þetta er bein blóðtaka úr íslensu efnahagskerfi og mun seinka uppbyggingu í landinu um langa hríð.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 19:08
Hvernig var þetta?
Pabbi fær skuldir,,,verður gjaldþrota.
Ég fæ eignir og no problem?
Ragnar Einarsson, 10.3.2011 kl. 20:40
http://inntv.is/
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 20:58
O.K,,,við vitum að málið fellur sennilega fyrir íslenskum dómstólum,,
Hvað með allt hitt?,,,,,,,,, málshöfun vegna samningsbrota,,ESA EFTA ,,eða hvað þetta heitir allt saman.
Trúi einfaldlega ekki að bretar og hollendingar séu að þessu til að taka okkur í rassgatið.,,,,,,,,,,,,,..................ca. jafn margir lögmenn segja þetta sé okkur í vil og þeir sem segja þetta sé okkur á móti...og það er tilgangur lögmanna búa til ficht.
til að búa til þóknun handa sér
Ragnar Einarsson, 10.3.2011 kl. 21:17
Lögmenn tala máli sinna umbjóðenda ef þeir fá borgað fyrir það.
Ragnar Einarsson, 10.3.2011 kl. 21:20
þýðir ekkert að láta svona.
Dírektíf 94/19 er ekkert um það að koma upp sjóði. Aðalatriðið eða kjarni dírektífisins er að veita einstaklingum lagalegan rétt. Rétt til lágmarksbóta ef á reynir. þetta er í raun, eins og eg hef oft sagt, neytendavernd.
þegar ríki hafa lögleitt slík réttindi til handa einstaklingum - þá verða ríkin, þ.e. ef það eru alvöru ríki, að sjá svo til að einstaklingar fái þann rétt! Ef einstaklingar fá ekki þann rétt, þá eru þau í broti og bresti samkv. evrópulögum. Og alveg augljóst hvaða stefnu málið tekur í áliti ESA. Ef eitthvað er hefur EFTA Court fylgt strangara eftir slíkum réttindum einstaklinga en ESA.
Ofan á þetta og allt um kring kemur svo mölbrotin og fótumtroðin Jafnræðisregla. Grunnregla EEA Agreement.
þar að auki höguðu ísl. stjórnvöld og tilheyrandi stofnanir svo sem Seðlabanki sér eins og óvitar eins og kom vel fram í máli hr. Darlings í kvöld.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2011 kl. 23:17
Ps. ,,Svona gerum við fullorðna fólki ekki" mælti herra Darling.
Úff það sem maður skammst sín fyrir þetta rugl í íslendingum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2011 kl. 23:21
Ómar hlustaðu á þetta viðtal
http://inntv.is/
við Gunnar Tómasson hagfræðing
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.3.2011 kl. 00:46
Já Ómar, ég var nú hissa að hlusta á Darling segja það að Björgvin G. Sigurðsson og Jón Sigurðsson hefðu komið við fimmta mann sem nokkurs konar útsendarar Landsbankans til hans til að segja honum að allt væri í fína lagi nokkrum vikum fyrir hrun. En ekki rengi ég hann. Þetta skýrir kannski kannski af hverju það gengur svona illa að taka á málum í stjórnarráðinu. Þar eru menn enn að sendast fyrir Björgólf Thor í staðinn fyrir að vinna fyrir þjóðina. Það var líka athyglisvert að heyra Darling lýsa því hvernig honum fannst í lagi að heyra Davíð lýsa því yfir að ekki stæði til að borga skuldir óreiðmannanna í bönkunum. Honum fannst hins vegar ekki í lagi að sendinefndin sem kom til hans og ráðherrar sjálfstæðisflokksins sem hann ræddi síðar við virtust annaðhvort lítið vita eða ekkert þora að ræða málið af hreinskilni. Það var sem sagt ekki Davíð að kenna að Bretar brugðust hart við, heldur öllum hinum sem voru alveg ráðvilltir og gagnslausir í sínum störfum.
Og það er ennþá sú uppskrift sem er notuð við stjórnarfarið hér, ráðvillt og gagnslaust lið að fást við eitthvað sem það hefur engan skilning á. En heldur samt að það sé sniðugt að borga Icesave þó engin lög krefjist þess og þó sagt sé að heimturnar úr þrotabúinu séu svo góðar að það þurfi líklega aldrei að borga neitt þó ákveðið verði að gera það!! Þetta rugl talar fyrir sig sjálft.
Jón Pétur Líndal, 11.3.2011 kl. 02:30
Ómar, til fróðleiks fyrir þig og aðra sem vilja fylgjast með þessari umræðu hérna þá er hér linkur á Dírektíf 94/19 sem þú vitnar til. Lestu þetta svo þú skiljir betur um hvað það fjallar. Ég bendi þér sérstaklega á að skoða 3.gr. dírektívsins þar sem m.a. er sérstaklega tekið fram að ríkissjóðir megi EKKI taka á sig innistæðutryggingar ef vikið er frá meginreglunni sem er sú að tryggingakerfið sjálft sé ábyrgðaraðilinn. Þetta er orðað nákvæmlega svona í dírektívinu
"— kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf
eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun"
Það er því augljóst mál að það er beinlínis bannað að ríkissjóður Íslands taki á sig Icesave ábyrgðina eins og þú vilt gera og ríkisstjórn landsins. Þú ert því að hvetja til lögbrots þegar þú hvetur fólk til að samþykkja Icesave frumvarpið.
Hér er svo linkurinn sem ég lofaði. http://brunnur.stjr.is/ees.nsf/pages/2E9317F82E04988100256700004E1234/$file/394l0019.pdf
Jón Pétur Líndal, 11.3.2011 kl. 03:12
það er búið að fara 10.000X yfir þetta atriði.
Lykilorð: ,,lánastofnun".
Er tryggingarkerfi/sjóður lánastofnun eða?
Þýðir ekkert láta svona. Því miður. Þetta er allt löngu rætt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2011 kl. 14:54
Ef þú ert svona þver þá máttu borga þetta sjálfur. Ég legg til að þeir sem vilja borga Icesave fái bara að staðfesta það með því að haka við yfirlýsingu um það á skattseðlinum og fái svo bara aukaálag frá skattinum til að greiða þetta eins og þá langar að gera. Við hinir sleppum þessu bara. Verða þá ekki allir sáttir?
Jón Pétur Líndal, 11.3.2011 kl. 16:09
Takk fyrir frábæran pistil Jakobína.
Og myndirnar af gosunum segja heilmikla sögu og hana ekki fallega.
Kunna þessir gróða-punga-gosar ekki að skammast sín?
Þjóðin veit að svarið er NEI !Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 20:20
Takk fyrir góðan pistil Jakobína.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 23:21
Sko. Ég er með einfalda lausn á þessu. Þeir sem endilega vilja borga Icesave, þeir borgi. Hinir sem vilja ekki borga, borgi ekki. Er ekki bara ágætis sátt um þetta?
Aðalsteinn (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 23:48
sæl verið þið, heyrt hef ég fyrir satt að Björgólfur T Björgólfsson sé ríkasti íslendingurinn! En hann kannast ekki við að bera ábyrgð á IcesaveIII sem er hreint furðulegt vegna þess að hann er með þýfið!
Sigurður Haraldsson, 18.3.2011 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.