Jóhanna treystir ekki konum

Ég hef fylgst með mannaráðningum Jóhönnu síðan hún varð ráðherra. Hún velur í langflestum tilvikum karla í stjórnunarstöður. Þetta vekur auðvitað upp spurningar um sýn hennar á mannkynið, sýn hennar á konur og sýn hennar á samfélagið.

Nú þegar að herðir að í samfélginu hafa stjórnvöld valið þá leið að eyða kvennastörfum en reyna að skapa störf sem karlar sækjast eftir. Mannvirkjagerð helst þeirrar tegundar sem flytir inn erlenda karla til starfa er það sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn.

Störf sem auka gæði þjónustu og velferðar eru undir hnífnum s.s. störf í menntakerfinu og í heilbrigðisgeiranum.

Jóhanna Sigurðardóttir fékk ekki atkvæði þeirra sem kjósa svona samfélag og því ætti hún að hugsa sinn gang.  


mbl.is Jafnréttislög brotin við ráðningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna er í karlaleik. Löngu ljóst hvert hún sækir sínar fyrirmyndir. Hún vildi fá hægri hönd Sigurðar Einarssonar sem sína hægri hönd. Einar Karl aðstoðarmaður varð Einar Karl upplýsingafulltrúi. Hagkvæmnin fólst líklega í því að hann gat endurnýtt ræðurnar hans Sigurðar fyrir Jóhönnu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband