Stöðurveitingar valdatæki flokkanna

Búsáhaldabyltingin blés von í brjóst þjóðar sem haldin var langvarandi deyfð gagnvart viðvarandi spillingu. Spillingin var svo inngróin í stjórnmálin að einstaklingar hafa mátt sín lítils gegn valdinu. Í tíð sjálfstæðisflokksins efldist í landinu mikið karlaveldi sem ríkti í stjórnsýslunni‚ í fjölmiðlum‚ hjá dómsvaldinu og í stjórnmálum. Dómstólar hafa ekki dæmt konum í vil vegna ráðninga í aðrar stöður en hjá Háskóla Íslands. Það hefur verið þegandi samkomulag um það meðal valdhafanna að stjórnmálastéttin ætti stjórnsýsluna og að stöðuveitingar væru valdatæki flokkanna.

Þetta er hluti af íslenskri stjórnmálamenningu.

Flokkarnir skipta með sér embættum og láta sig mannréttindi litlu varða. Jóhanna Sigurðardóttir er engin undantekning hvað þetta varðar. Frá því að Jóhanna tók við ráðherraembætti árið 2006 hafa 6 af hverjum 7 sem hún ræður í embætti verið karlmenn. Í karlasamfélaginu eru það karlar sem plotta og í þessu samfélagi er ekki pláss fyrir konur. Því miður er feministafélagið hluti af þessum valdastrúktúr. Þar plotta konurnar í forystunni um að koma sínum konum að og láta sig almenn málefni kvenna litlu varða.

Dómsvaldið gerði jafnréttislögin að bitlaus með því fordæmisgefandi dómum sem sýknuðu stjórnmálamenn af brotum á jafnréttislögum við skipun í embætti.

Jóhanna Sigurðardóttir ber pólitíkska ábyrgð á ráðningum í forsætisráðuneytinu. Faglegir ráðgjafarar eru eingöngu ráðgjafar og ekki ábyrgir fyrir stjórnvaldsákvörðunum. Það er því fremur ómerkilegt að vísa á mannauðsráðgjafa og reyna með því að fyrra sig ábyrgð.

Varla getur forsætisráðherrann borið því við að hún þekki ekki lögin sem hún samdi sjálf.

Mat kærunefndar á broti Jóhönnu er bara enn eitt dæmið um firringuna sem ríkir í menningarkima stjórnmálanna á Íslandi.


mbl.is Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er draumur Jóhönnu og vina hennar...  http://www.youtube.com/watch?v=FcM8flgYnzc&feature=player_embedded   Smá ESB myndband.....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2011 kl. 01:15

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góður pistill Jakobína og þökk sé Jónu Kolbrúnu fyrir YouTube-tengilinn !

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.3.2011 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband