Í landi Anarkismans

Stjórnvöld á Íslandi hafa náð ótrúlegum árangri við að skipta þjóðinni upp í forréttindastétt og hina sem frystir eru úti. Flokkarnir tryggðu sér vald yfir því hverjir fengu vinnu hjá kananum með því að setja deild í Utanríkisráðuneytið sem passaði upp á hverjir fengu störfin. Flokkarnir gerðu fisinn í sjónum að eign örfárra aðila og nú er ríkisstjórnin farin að versla með skattgreiðendur við Breta og Hollendinga og vill fara að flytja inn útrásarvíkinga sem tengjast rússaveldi.

Velferðarkefið fer hægt og sígandi í hakkavélina. Alþjóðafyrirtæki fá aðgang að innviðum samfélagsins en þurfa ekki að standa skil á greiðslum í ríkissjóð. Íslenskir skattborgarar kosta menntun fólks en þessari menntun er oftar en ekki beitt gegn almenningi.

Lög virðast vera óþörf á Íslandi. Fámennri stétt manna tókst að setja þjóðarbúið á hausinn en þurfa ekki að svara fyrir það. Ónýtt eftirlitskerfi og mýglek lög eru ekki að vernda almenning. Alþingi er í þessum skilningi ónýtt og stjórnarráðið ónýtt.

Það er táknrænt fyrir firringu samtímans að forsætisráðherrann virðir hvorki stjórnsýslu né jafnréttislög. Ég legg til þess þetta fólk fari að hysja upp um sig ella að Alþingi og Stjórnarráð verði hreinlega lögð niður


mbl.is Heildsöluinnlán forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er kjarnyrtur pistill hjá þér Jakobína og því miður sannur.

Magnús Sigurðsson, 1.4.2011 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband