SA og LÍÚ kúga ríkisstjórnina

SA og LÍÚ halda launþegum í gíslingu og ætla að þvinga stórnvöld til þess að lúta vilja sínum. Málið er ótrúlegt. Þeir eru að reyna að þvinga valdið úr höndum kjörinna fulltrúa.

Yfir 80% kjósenda vilja kvótakerfið í núverandi mynd burt. Aðför LÍÚ og SA er aðför að valdstjórninni og því ekkert annað en landráð.

Ég velti því fyrir mér hvort ég þurfi að kæra þetta lið fyrir landráð.


mbl.is Pattstaða í augnablikinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOKSINS!

Það er kominn einhver til að veita ríkisstjórninni aðhald og spyrja réttu spurninganna.

Það virðast margir gleyma því að margir vinna í fiski og miðað við að vita ekki hvað er handan við hornið er stór hluti vinnumarkaðarins í ALGJÖRRI óvissu um hvað tekur við, hvort fyrirtækin (atvinnuveitendurnir) verði gerðir gjaldþrota.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 20:49

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Verði gerðir gjaldþrota! Útgerðarmenn hafa gert sjávarútvegsfyrirtæki gjaldþrota með því að hlaða upp erlendum lánum. Útlit er fyrir að lánin hafi verið tekin til þess að koma fjármunum í erlend skattaskjól.

LÍÚ hefur ekki umboð þjóðarinnar til þess að akta eins og stjórnarandstaða og það sem fer fram á þeim bæ er argasta siðleysi og varla löglegt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.4.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband