Ný þúsdöld Íslands: nýðst á skuldurum

Verðtryggðu lánin eru ekki eingöngu verðtryggð lán heldur er reiknilíkanið sem liggur því til grundvallar einnig kúlulánabastarður sem belgir út höfuðstól íbúðarlána. Hluti nafnvaxta eru lagðir við höfuðstól og bera síðan vexti. Þetta er ekki gert á ársgrundvelli heldur þriggja mánaða og mánaðar grundvelli. Hvergi annar staðar í heiminum eru eignir reiknaðar af fólki með þessum hætti. Þessi lán eru ekki valkvæð heldur lögboðin. Fólk er þvingað til þess að taka lán sem kerfisbundið étur af eigið fé þeirra í fasteigninni.

Fram til ársins 2000 var ástandið þó þolanlegt vegna þess að vaxtabætur bættu heimilunum upp þetta tap að nokkru. Um þetta leyti eða í aðdraganda einkavæðingar bankanna virðist hafa runnið æði á valdhafa sem fundu krókaleiðir til þess að hafa vaxtabæturnar af fólki. Án þess að fyrir lægi lagaheimild til skattahækkunnar var fasteignamatið sem er álagningargrunnur vaxtabóta hækkað. Fram til þessa hafði fasteignamatið einungis verið hækkað í samræmi við vísitölu. En nú skyldi fara bakdyramegin til þess að hafa fé af almenningi og með handafli var fasteignamatið hækkað langt umfram vísitölu. Hækkun á fasteignamati virðist þó hafa verið handahófskennd og hækkaði mismikið hjá fólki. Fasteignamatið hækkaði um allt að 30% og vaxtabæturnar þurrkuðust út hjá mörgum og það óháð tekjum.

Óvænt aukaverkun af þessum leikfimisæfingum fjármálaráðherrans var að borgin naut góðs af. Fasteignamatið er einnig álagningargrunnur fasteignagjalda og því ruku þau upp og þar með tekjur borgarinnar. En fjármálin hjá fjölskyldum fóru úr skorðum þegar bæturnar þurkuðust út en valdhafarnir ypptu bara öxlum.

Þar sem ekki lá fyrir heimild í lögum fyrir þessum leikfimisæfingum eiga sennilega flestir íbúðareigendur inni vaxtabætur frá ríkinu frá þessum árum. Jafnvel líka ofgreidd fasteignagjöld. Það er að segja þeir sem urðu fyrir skerðingum/hækkunum af þessum völdum.

Verðtryggðu lánin eru nú til skoðunnar hjá ESA en ég veit ekki hvaða þýðingu það hefur því ríkisvaldið hefur haft tilhneigingu til þess að hunsa tilmæli sem koma erlendis frá. Álit alþjóðasamfélagsins virðist skipta valdhafa litlu þegar þeir eru að brjóta mannréttindi á almenningi.

mbl.is Illugi Gunnarsson: Skuldir heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ein helsta röksemdin gegn því að afnema verðtryggingu er að slíkt myndi brjóta eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Gott og vel en maður hlýtur að spyrja sig hvar þessi stjórnarskrá er þegar fjármálastofnanir leyfa sér, með blessun stjórnvalda, að reikna sér hlut almennings í íbúðum sínum þ.e. taka yfir þann hlut almennings sem hann sannarlega átti í húsnæði sínu. Svo má einnig spyrja hvar stjórnarskráin sé þegar sömu stofnanir reikna sér sífellt stærri hlut í framtíðartekjum almennings algerlega á skjön við upphaflegar greiðsluáætlanir?

Já hvar er blessuð stjórnarskráin þegar kemur að hag almennings?

Kveðja að norðan.  

Arinbjörn Kúld, 20.2.2012 kl. 21:51

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Akkúrat kjarni málsins Ari

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.2.2012 kl. 22:40

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru þessar endalausu túlkanir sem er verið að gera sem hreinlega eru búnar að kippa upprunalegu hugmyndinni um lýðræði úr sambandi. Þá má ekki leyfa lögfræðingum að leika sér að stjórnarskránni eins og þeir vilja...

Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 17:31

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það verður að koma þessari verðtryggingu lána fyrir kattanef með góðu eða illu.

Útlendingar sem ég hef hitt á förnum vegi hér heima og erlendis botna bara ekkert í þessu kerfi, ef það berst í tal. Allir tala um arðrán eða kúgun í þessu sambandi.

Hvers konar lýðveldi er það sem býr svona að þegnum sínum?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 24.2.2012 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband