"Vinstri flokkarnir" tóku við rústum samfélags

Í tíð sjálfstæðisflokksins notað hann skattakerfið til þess að auka mismunun í ráðstöfunartekjum fólks.

Á árunum 1996 til 2004 jókst launamismunun um 16,1% fyrir skatt en um 39,4 eftir skatt. Róðurinn þyngdist verulega hjá venjulegu fólki á þessu tímabili en hinir betur settu höfðu það sífellt betra. Í íslensku samfélgi er ekki margt sem minnir á hið noræna velferðarmódel. Það er sjálfstæðisflokkurinn með sína ölmusu og aumingjahyggju sem á ber full ábyrgð á því. 

Mælikvarðarnir sem notaðir eru á stjórnkænsku stjórnmálamanna eru ónýtir til þess arna. Hagvöxtur segir lítið um það hvernig fólkinu í landinu líður, hversu öflugt velferðarkerfið eða hversu sanngjarnt skattkerfið er. 

Landframleiðsa á Íslandi mælir að stórum hluta hráefni sem er influtt unnið og flutt út aftur og arðsemin líka í formi vaxtagreiðslna til móðurfyrirtækja.

Sjálfstæðirflokkurinn er höfundurinn að þessu samfélagi og ef vinstri flokkarnir hafa brugðist á einhvern hátt þá er það að snúa niður af því sem sjálfstæðirflokkurinn gerði í sinni valdatíð. 

 


mbl.is Hægt að skapa gott og gjöfult líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð vertu. Vinstri flokkarnir eru alveg jafn markaðssæknir og hægri flokkarnir. Af hverju þurfa foreldrar að borga dagforeldrum fyrir barnagæslu? Er þetta ekki aukaskattur á foreldra? Af hverju þessi andstaða við heimgreiðslur til foreldra? Af hverju mega þeir ekki hafa val?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 15:17

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er siður ærlegra að fara vel með einfeldninga.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.3.2012 kl. 15:58

3 identicon

Vinstriflokkarnir hafa ekki undið ofan af neinu því drullumakeríi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið á vegna þess að þeir:

a) eru ekki vinstri flokkar

b) hafa ekki áhuga á því

c) hafa ekki hagsmuni af því

Mér er til efs að nokkur stjórnmálamaður sem nú situr á þingi geti gengist við því að vera sósíalisti. Og ef einhver gerir það þá er hann annað hvort að:

a) ljúga

b) segja ósatt

Hér vantar fólk í framvarðarsveit stjórnmálanna sem hefur hugsjónir fjöldann en ekki ambisjónir fyrir sjálft sig! Á því er skortur.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 18:53

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á þessum árum 1996-2004,réði ríkisstjórn litlu,þá voru fjölmiðlakóngar með sprotann.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2012 kl. 23:54

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ríkisstjórnir hafa alltaf ráðið því sem þær vilja ráða

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.3.2012 kl. 08:16

6 identicon

Vel á minnst. R listinn breytti Félagsbústöðum í hlutafélag og bar út skjólstæðinga í kjölfarið. Formaður bústaðanna lét hafa það eftir sér að hann vildi kenna fólki að græða á félagslegu leiguhúsnæði. Félagið tók myndarlegt kúlulán sem bólgnaði allhressilega. Íbúðum fækkaði og utangarðsfólki fjölgaði. Þegar svo er komið þykir fulltrúa VG í borgarstjórn vænlegast að amast við "gildishlöðnum lífsskoðunarsamtökum" sem veita heimilislausum húsaskjól. Svona vinna vinstri menn. Verkin tala.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband