Pistillinn sem Fréttablaðið vildi ekki birta

Ég vaknaði í morgun

 ...og frétti að sex milljarðar hefðu horfið á Sauðakróki. Jón Sigurðson nefndi eitthvað við Björgvin Sigurðson og Davíð Oddsson spjallaði við vin sinn Geir Haare í kjafasögustíl um aðstoð sem var boðin fram af breska seðlabankastjórnaum fyrir hrun. Fundargerðir og þess háttar er ekkert sem sem þarf að velta fyrir sér í máli á milli vina og seðlabanki Breta var hunsaður. Við vinirnir getum alveg gert svoleiðis, segjum bara brandara og fáum okkur svo kaffi. Menn veitast að Þór Saari vegna þess að hann glamrar á takkaborðið en gefa rangfærslum Jóns Sigurðsonar minni gaum. Það vakti athygli mína þegar Helgi Seljan færði fram röksemdir í Kastljóinu um "fyrir og eftir hrun". Það mátti skilja á orðum hans að atburðir hefðu mismunandi merkingu eftir því hvort rekja mætti þá til hrunsins eða ekki. En menn tala oft eins og hér hafi allt verið í fínu lagi og svo kom allt í einu hrun. Og svo kom eftir hrun og Steingrímur fór að bjarga efnahagslífinu. En hver fór að bjarga fólkinu?fightthepova.jpg

Ég sé hrunið öðruvísi en Helgi Seljan túlkaði það í Kastljósi í viðtali við Þór Saari þegar hann tók sem dæmi svindlarann sem rústaði húsinu sínu. Hann sagði að þessi maður hefði hvort sem er verið orðinn gjaldþrota fyrir hrun en skiptir það máli? Hrunið hlekkur í  langri atburðarrás sem hefur haldið áfram eftir hrun. Sagan heldur áfram og litast af því að ráðherrar úr hrunstjórninni tóku við og hafa beitt kapitalískri nálgun við sín viðfangsefni. Össur reddar vinum sínum í úr hrunstjórninni djobb í útlöndum því ekki má þetta fólk skorta en heimilin skulu blæða eins og Jóhanna fullyrti í Financial Times. Jú þeir eru reiðir en þeir skulu sko fá að borga sagði konan. Það er enginn vinstri flokkur inni á þingi nema að kalla mætti Þór Saari og Lilju Móses Vinstri flokk. Göldrótt forréttindastéttin veður upp í landinu og lætur milljarða hverfa hér og þar. Þessi staðreynd er í skarpri andstöu við vinstrisýn á samfélagsgerð. Merkilega þá sýna kannanir 90% íslendinga kalla á félagslegan jöfnuð. Kosningakerfið, lög sem heimila mútur, sjálftaka þeirra sem hafa völdin, klíkuráðningar í hæstarétt og stjórnsýsluna allt eru þetta árásir á viðleitni til þess að halda uppi félagslegum jöfnuði.

Ég rakst nýlega á áhugaverða nálgun á skilgreiningunni vinstri/hægri í pólitík. Þessi skilgreining kemur úr búðum Lipset et al. (1954) en hans skýring er svona (lauslega þýtt úr ensku): „Með vinstri skulum við meina, að tala fyrir félagslegum breytingum í átt að auknum jöfnuði, pólitískum, efnahagslegum og félagslegum: með hægri skulum við meina at styðja hefðina, sem er meira og minna stigveldi í skipulagi og standa gegn breytingum um aukinn jöfnuð“. Hefðin í þessari merkingu er er hið gamla skipulag þar sem almúginn og vinnuþýið bugtar og beygir fyrir prestinum, hreppstjóranum og kónginum. Enda hefur Davíð oft verið kallaður kóngur.

Hannes Hólmsteinn kom með ágæta skilgreiningu á þeim sem kjósa Sjáfstæðisflokkin en nú má finna skýringar hans á YouTube. En þar segir hann að sjálfstæðismenn séu menn sem fylgja leiðtoganum en vinstri menn séu menn sem hugsi um pólitík og mæti á fundi. Ég á ekkert erfitt með að túlka þessi orð þannig að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu heimskir og þrælslundaðir Íslendingar sem fatta ekki að foringinn sinnir bara hagsmunum 10% þjóðarinnar og gefur skít í hina hvort sem þeir hafa kosið flokkinn eða ekki. En Sjálfstæðisflokkurinn vinnur að sérhagsmunum en ekki hagsmunum almennings og þetta gerir hann leynt og ljóst. Hitt er orðið nokkuð ljóst að auk Framsóknarflokksin þá hefur Samfylkingin og Vinstri græn einnig valið hunsa vilja almennings um félagslegan jöfnuð. Vinstrimennirnir þessir sem ekki hafa orðið þrælslundinni að bráð og búa yfir sjálfstæðri hugsun flýja nú þessa flokka í umvörpun. Miðað við fylgi flokkanna eins og það er í dag þá eru allir þeir sem sitja heima eða skila auðu að veita Bjarna Ben atkvæði sitt. Ég hvet fólk til þess að beita lýðræðislegum réttindum sínum í næstu kosningum og nota atkvæði sitt til þess að koma fjórflokknum í stjórnarandstöðu. Leggja atkvæði sitt á félagslegan jöfnuð.

Það er í anda nýfrjálshyggjunnar að rétta ölmusu (sem nú eru kallaðar sértækar aðgerðir eða matargjafir) en það er í anda félagshyggjunar beita kerfisbundið jöfnuði sem er almennur og miðar ekki að sérvöldum einstaklingum. Þeir sem voru við völd síðustu áratugi settu á allskonar kerfi sem stuðluðu að ójöfnuði. Þar má nefna kvótakerfið og verðtryggingarlíkanið sem færir kerfisbundið eigið fé heimilanna yfir á fjármagnseigendur. Stóriðjunni er leyft að hirða rentuna af vatnsfallsauðlindinni. Stóri glæpurinn er þó einkavæðing bankanna. Hvernig gengur að rannsaka það, Jóhanna? Eða er réttarríkið nú þannig statt að ekki má rannsaka menn fyrr en sekt þeirra er sönnuð eins og Bjarni Ben vill halda fram. Hrunið var eingöngu einn liður í skelfilegri atburðarrás sem yfir hundrað fyrrverandi og núverandi þingmenn bera ábyrgð á.

Stærsti glæpur þingmanna er hvernig þeir hafa kerfisbundið tekið lýðræðisréttinn af almenningi og spyrnt við fótum við að færa samfélagið í lýðræðishorf. Þei reyna að halda nýju fólki úti með kosningalöggjöf sem veitir hinu ríkjandi valdi forréttindi í kosningum. Einn núverandi ráðherra virkar oft á mig eins og Björgólfur Thor sitji einhversstaðar á bak við hann og kippi í spotta. Núverandi ríkisstjórn hefur innleitt nýja mútulöggjöf sem heimilar þingmönnum að taka við mútum. Það er dálítið merkileg árás á glæpina því í stað þess að uppræta þá hafa íslensk stjórnvöld lögleitt þá. Töluverður hluti þeirra þingmanna sem nú sitja á þingi eru keyptir rétt eins og hluti fræðamanna í háskólum og sumir fjölmiðlamenn eru keyptir.

Það vakti furðu mína þegar ég sá hvernig Eimskipasjóðnum var stjórnað en hann var gjöf til fátækra nemenda sem vildu stunda nám í Háskóla Íslands frá Vestur-Íslendingum. Hvers vegna sitja ekki eingögnu fátækir nemar í stjórn þessa sjóð? Geta prófessorar sýnt fram á að þeir eigi löglega aðkomu að stjórnun þessa sjóðs frekar en Björgólfur Guðmundsson eða Björgólfur Thors sem voru mærðir fyrir að sleppa þessum sjóð úr gíslingu Eimskipafélagsins?

En hvað um það valdastéttin á íslandi beitir almenning ofbeldi og spjöllum hvar sem hún getur komið því við. Flokkarnir hafa skipt á milli sín fjölmiðlunum en nú virðist valdið hrætt. Það beitir fyrir sig bæði Silfri Egils og Kastljósi til þess að sækja að nýjum stjórnmálaöflum.  Maður finnur fyrir titringi fólks sem alla ævi hefur nærst á ríkisspenanum.


mbl.is Svartsýni eykst meðal landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband