Hvers vegna er Herdís sterkasti frambjóðandinn?

Ég tel að Herdís sé hæfasti frambjóðandinn ekki vegna þess að hún er kona sem á börn heldur vegna þess að hún er einstaklingur sem hefur þekkingu og þroska til þess að stuðla að auknu lýðræði og mannréttindum.

Framundan eru kosningar til embættis forseta. Helmingur frambjóðenda eru konur. Í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi hefur verið lögð rík áhersla á að koma konum til valda á æðstu þjóðfélagsstigum. Persónulega finnst mér þessi áhersla vera byggð á misskilningi. Almenningur á Íslandi hefur ekki sett sig á móti valdabrölti kvenna og treystir gjarnan konum í embætti.198328_4063974206627_957131264_n.jpg

Það eru hugsjónir frambjóðanda og færni til þess að fylgja þeim eftir en ekki kyn sem skiptir höfuðmáli. Það eru íslenskir valdhafar umfram aðra sem halda konum niðri og búa þeim óréttlátt samfélag. Þrátt fyrir að hlutdeild kvenna í ráðherraembættum og á þingi sé viðunandi þá er ekki að sjá kvenkyns valdhafar beiti sér fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í samtímanum, þar sem launamunur kynjanna er að aukast og ríkisstjórnin stefnir á verkefni sem færa auknar tekjur til karla en fækka kvennastörfum.

Samfélag sem byggir á gildum sem meta verðleika umfram klíkutengsl er samfélag er réttlátt fyrir alla. Á fyrirhrunstímanum var litið á vanþroska og kæruleysi sem kost við mannaráðningar.  Starfsmenn sem hægt var að móta að þörfum eigendanna og spurðu ekki áleitinna spurninga gáfu viðskiptavinum vondar ráðleggingar og reyndu að tæla þá til þess að taka vondar ákvarðanir.

Á Íslandi hefur virðingarleysi fyrir mannréttindum verið stefnumótandi í löggjöf og ákvörðunum stofnanaræðisins. Íslenskir fjölmiðlar og háskólasamfélag hafa ekki vakið athygli á þessu ástandi með vandaðri umræðu heldur hefur umræðan einkennst af pólitískum rétttrúnaði þar sem menn fylkja sér í lið og upphefja forheimskunarsönginn.551031_454972644514338_350368774974726_1772730_947630048_n.jpg

Kosturinn við Herdísi er að hún skilur merkingu hugtaka eins og t.d. mannréttindi, lýðræði og tjáningafrelsi enda hefur hún tekið þátt í móta umræðuna um áhrif þessara þátta í mannlegu samfélagi á alþjóðavettvangi. Herdís skilur að barátta fyrir því að efla áhrif þessara þátta og skapa betra samfélag mun ætíð kalla á ófrið í vissum kimum samfélagsins þar sem forréttindin eru hyllt af þeim sem fá aðgang að þeim.

Þægðin er hættuleg réttlætinu. Þægðin er frænka þöggunar sem er öflugt kúgunartæki forréttindahafanna. Þóra ætlar að fara um landið og boða jákvæðni, gleði og endalok útrásartímabilsins. Þetta hljómar fallega en afleiðingarnar af útrásartímabilinu munu vara í kynslóðir hvað svo sem öllum boðskap líður. Það má svo sem boða jákvæðni og gleði en sönn gleði á sér uppsprettu í frelsi og góðum aðbúnaði en ekki í boðskap.

Til þess að öðlast innri frið sem er forsenda gleðinnar þurfum við að læra að standa með okkur sjálfum og meðtaka boðskap sem elur ekki á ruglandi ósamræmi. Íhaldsemi og framsækni eru t.d. andstæður og einstaklingur sem hyggst verja hvortveggja sendir ruglandi skilaboð.

Ég treysti Herdísi best til þess að vinna að framförum í mannréttinda- og lýðræðismálum á Íslandi. Þetta traust á rætur í þeirri sannfæringu minni að Herdís skilji þá hugmyndafræði sem beitir þessum hugtökum. Herdís skilur það afl sem felst í því að einstaklingar fái hlutdeild í traustum upplýsingum og heiðarlegri umræðu. Það er ekki umræðan sjálf sem þarf að vera glöð heldur þarf umræðan að styrkja þær stoðir sem eru forsendur gleðinnar.551709_4127198587197_1005536239_n.jpg

Hugrekkið til þess að horfast í augu við eigin vilja og beita honum í frjálsu samfélagi er einn hornsteinum lýðræðisins. Það þarf persónuþroska og þekkingu til þess að takast á við lýðræðisframfarir af styrk. Mannréttindi fela í sér varnir fyrir einstaklinga gegn valdinu sem oft verður blint og hrokafullt og aftengir sig hinu mannlega.

Til þess að takast á af ábyrgð við hlutverk forseta þarf bæði persónuþroska og djúpan skilning á eðli valdsins og réttindum almennings. Það þarf hug til breytinga en einnig hvatningu til almennings sem þarf að takast á við þann skaða sem tímabil útrásarinnar skildi eftir sig í þjóðarbúinu. Við þurfum forseta sem treystir almenningi til þess að finna sína eigin gleði í samfélagi sem ber virðingu fyrir rétti einstaklinga og er tilbúin í baráttuna um að efla samtakamátt almennings gegn fámennri klíku arðránsstéttar.

Ég finn mína gleði í frjálsum vilja og heiðarlegri umræðu. Ég ætla ekki að kjósa Herdísi vegna þess að hún er kona heldur vegna þess að ég tel að hún beri af öðrum frambjóðendum og hafi þekkingu og persónuþroska til þess að efla mannréttindi og lýðræði umfram aðra sem bjóða sig fram til verksins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
mbl.is 3.325 búnir að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

... ég kýs hana af því að hún er kona og af því að hún er lang fallegasti frambjóðandinn ....

Óskar Arnórsson, 18.6.2012 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband