Breytti Ólafur einhverju?

Nafni minn Jakob Jónsson segir í ágætum pistli á visir.is:

En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu.

Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn.bilde_jakob.jpg

Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla.

Pistill Jakobs í heild sinni hér


mbl.is Ólafur Ragnar heldur forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Batnandi mönnum er best að lifa Ingunn mín. Ólafur hefur viðurkennt að honum hafi orðið á mistök og beðist afsökunnar á þeim.  Hann er sennilega eini maðurinn í hruninu sem hefur gert það.  Og fyrir það á hann heiður skilinn.  Herdís er flott og skelegg kona.  Ég hef fulla trú á því að hún myndi skila sínu hlutverki vel.  En eins og er þá erum við að velja sama forsetann aftur, og á grundvelli þess að eftir því sem á undan er gengið þá hefur hann sýnt að hann stendur með þjóðinni.  Þess vegna treystum við á hann næstu fjögur árin, ég þar á meðal.  Þannig er þetta bara í dag.  Og grundvöllurinn er einmitt vantraust á ríkjandi ríkisstjórn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2012 kl. 21:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir sem fara með völd í samfélaginu eru í sterkri stöðu til þess að bæta mannréttindi. En valdið spillir og eftir langa setu við völd yfirgefur eðlileg dómgreind valdhafann og hann verður upptekinn af því einu að byggja enn við þau virki sem vernda vald hans. Því öflugara sem valdið verður því meiri verður hættan á því að brotið sé gegn réttindum einstaklinga. Það er þess vegna sem hugtakið mannréttindi er mikilvægt í umræðunni um það hvernig við viljum skipa helstu valdastofnanir landsins og í umræðunni um embætti forseta Íslands.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.6.2012 kl. 21:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Jakobína mín, en málið er að völd forsetans liggja einmitt í því að geta vísað málum til þjóðarinnar, auk þess er hann þjóðkjörinn.  Hans vald liggur því í því að geta vísað málum til okkar.  Meðan vald ríkisstjórna og alþingis er annars eðlis.  Þar brýtur á.  Að mínu mati hefur Ólafur sýnt að hann hlustar á þjóðina og hagar sér samkvæmt því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2012 kl. 21:54

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ólafur hefur sýnt á sér margar hliðar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.6.2012 kl. 21:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það veit ég mæta vel.  Og ég þekki margar, en þegar hann sýnir að hann tekur mark á fólkinu í landinu fyrirgefst margt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2012 kl. 22:11

6 identicon

maður sem gerir sig sekan um mistök líkt og Ólafur Ragnar Grímsson getur hæglega gert svipuð mistök aftur viljum við það er ekki kominn timi á að aðrir fái tækifæri til að gera rétt eða gera mistök öllum getur orðið á en sá sem gerir sig sekan um dómgreindarleysi á ekki skilið að vera endurkjörinn sem forseti Íslands, við hljótum að krefjast þess að forsetinn hafi dómgreynd sem við getum treyst til að greyna á milli rétts og rangs, hafi menn ekki slíka dómgreynd til að bera verður að hafna því að sá hinn sami gegni embætti forset Ísands. Hvernig eigum við að vonast til að slíkur forseti gæti hagsmuna þjóðarinnar og nýti málsskotsréttinn á þann hátt sem sæmandi er. Ég kalla það ekki sæmandi forseta að nýta málsskotsrétt gegn 70 % þingstyrk þegar stór hluti þjóðarinnar er í áfalli vegna allsherjar fjármálahruns og telur að ekki þurfi að greiða þann skaða sem bankahrunið olli sem er alrangt og ekki öll kurl komin þar enn til grafar.

brynkis (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 22:41

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í Icesave málinu kom fram að ekki mátti ræða suma hluti eins og innistæðurnar í Englandsbanka sem Bretar frystu með beitingu hermdarverkalaganna. Í staðinn var málið blásið upp og gert að einhverju tilfinningamáli.

Ólafur gjörnýtti sér þessa aðstöðu og hugðist jafnvel bæta vígstöðu sína í væntanlegum kosningum. En honum yfirsást að með neituninni öðru sinni klauf hann þjóðina.

Hvernig hann hyggst sameina klofna þjóð að nýju skal ósagt látið. Valdið spillir og sennilega er ÓRG engin undantekning.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 22.6.2012 kl. 10:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var ekki Ólafur sem klauf þjóðina, það voru Jóhanna og Steingrímur.  Það gerðu þau bara á fyrstu mánuðum samstarfsins með ESB aðlögunarviðræðunum, sem okkur var talin trú um að væri verið að sækja um aðild og aðildarviðræður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2012 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband