Hverju skilaði stjórnartíð sjálfstæðisflokksins

Gjaldþrota seðlabaka, gjörvallt bankakerfið fór á hausinn, flestir businessmenn urðu glæpamenn, hundruð barna hafa misst heimili sín, minni og meðalstór fyrirtæki eru gjaldþrota eða berjast í bökkum, 50 ríkisfyrirtæki voru einkavædd með leynd og lentu flest í höndum vina eða stjórnmálamanna, stöndug fyrirtæki eins og Landsvirkum og Orkuveitan töpuðu gríðarlegum fjárhæðum og römbuðu á barmi gjaldþrots, heil kynslóð Íslendinga var gerð að öreigum, þúsundir starfa töpuðust og þetta virðist Bjarni líta á sem stjórnvisku.

Hann vill lækka skatta en skattarnir fara til þess að mennta börnin okkar og að sinna sjúkum. Hann vill að með lækkun skatta verði hrægammasjóðum gert auðveldara fyrir að innheimta ólögmætan kostanð af íslenskum heimilum (verðtrygginguna).

Nú og til þess að kóróna viskuna vill Bjarni rétta fólki hjálparhönd. Mín reynsla af hjálparhöndum sjálfstæðisflokksins er að yfirleitt lenda þær í vösum mínum og annarra þar sem þær hjálpa mínum peningum yfir í vasa hinna sem njóta velþóknunar sjálfstæðisflokksins.

 


mbl.is Nauðsyn að lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo bara tímaspursmál hvenær Spánn, Portúgal, Grikkland, Írland og önnur gjaldþrota evruríki átti sig á því sem frú stjórnsýslufræðingurinn hefur á hreinu, þetta er allt saman Sjálfstæðisflokknum að kenna.

Þegar þessi lönd hafa sökudólginn á hreinu, þá er næsta skref að þau líti á lausnina, og sjái hversu vel vinstristjórninni hefur miðað við að lagfæra kjör þeirra sem urðu svona illa úti eftir Sjálfstæðisflokkinn.

Það er náttúrulega búið að taka bankana frá hrægammasjóðum, ekki var samið við AGS, búið að afnema verðtrygginguna, búið að aðstoða þá sem urðu illa úti.......

Afrek vinstristjórnarinnar í þágu þjóðarinnar eru náttúrulega of löng til að lista upp, og þjóðin kemur til með að verðlauna flokkana með því að tryggja þeim öruggan meirihluta næstu 4 ár.

Ef það tekst ekki, þá er það náttúrulega þessum helvítis Sjálfstæðisflokki að kenna.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 13:26

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flott grein Jakobína: Þetta stjórnartímabil sem átti að byggjast á að "moka framsóknarflórinn" og eyða spillingu en fór nákvæmlega í þver öfuga átt. Í stað þess að afnema kvótakerfið og spillingu framsóknarmanna tók Davíð að sér að verða Guðfaðir kvótans og stóð að því að rikisbankarnir voru þvingaðir til að taka kvótann að veði og síðan að afnema frjálsar handfæraveiðar.

Síðan hófst versti kafli íslensk samfélags þar sem spillingin og einkavinavæðing tók yfir allstaðar í þjóðfélaginu og endaði með hruni. Skil ekki fólk sem er til í að endurtaka þessa vitleysu.

Ólafur Örn Jónsson, 17.2.2013 kl. 14:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sá einn af forsprökkum niðurrifsaflana í Silfrinu áðan,Þorvald G.Hann geiflaði sig og lagði þunga áherslu á að hafa hér strangt fjármálaeftirlit. Hví ósköpunum tuktaði hann ekki Björgvin viðskiptaráðherra og Jón Sigurðsson forstjóra FME og stjórnarmann í Seðlabankanum,í seinustu stjórn,ekki getur Sjálfstæðisflokkurinn litið eftir þessum skussum.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2013 kl. 14:54

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sumir virðast vera mjög uppteknir af því hvað þessi eða hinn flokkurinn hefur gert. Onýtt kerfi, stjórnmálamenn á kafi í braski, ónýt löggjöf og vitleysingar sem kalla gagnrýnendur svín er vandamál dagsins í dag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2013 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband