Bjargað heimskreppan okkur frá verri örlögum?

Í MBL er vitnað í norska hagfræðinginn Harald Magnus Andreassen sem segir m.a.:

"Það er ekki hægt að kenna alþjóðlegu fjármálakreppunni um ófarir Íslands. Það eru tvö og halft ár síðan ég skrifaði um stöðuna á Íslandi og benti þar á að eitthvað undarlegt ætti sér stað."

Hann segir einnig:

"Að vissu leyti má segja að það hafi verið gott að þessi spilaborg hrundi núna en ekki eftir tvö til þrjú ár. Þá hefði þetta orðið ykkur enn dýrkeyptara. Það hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu, en þið voruð heppin að hrunið varð núna.“

Orð þessa ágæta manns stangast mjög á við málflutning forsætisráðherra sem sífellt bendir á heimskreppuna sem sök þess ástands sem ríkir hér á Íslandi nú.


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær vöknum við eiginleg af þessu ógeði. Við erum mötuð af fjölmiðlum í eigu þessa sama fólks og kom okkur í þessar ógöngur. Við leyfum þessum sömu mönnum að sópa drullunni sinni undir gólfteppið á meðan þeir þykjast vera að lagfæra ástandið. Og skiljum svo ekkert í neinu þegar fréttir berast að utan að hlutirnir eru ekki eins og okkur er talið í trú um. Fólk erlendis hristir höfuðið yfir máttleysi okkar almennings að gera ekkert í málunum.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:02

2 identicon

Enda er forsætisráðherra lygari. Það eina sem að heimskreppan gerði var að sporna við því að bankarnir gátu haldið vitleysunni áfram. Ástæða heimskreppunnar er að stórum hluta undirmálalánin í BNA, og eins og ríkisstjórn og bankarnir hafa viðurkennt, áttu íslensku bankarnir engin viðskipti með þau lán.

Þetta ástand er algjörlega sjálfskapað og það er með ólíkindum að þessir menn sitji enn við stjórnvölin.

Undirmálalánin í BNA höfðu þau áhrif að bankar áttu í miklum erfiðleikum með að endurfjármagna sig af því að fólk gat ekki borgað af lánunum sínum, þannig að bankarnir tóku eignir sem að þeir gátu síðan ekki selt áfram upp í skuldirnar.

Íslensku bankarnir aftur á móti stunduðu það grimmt að fjármagna langtíma skuldbindingar með skammtímalánum. Þetta að sjálfsögðu jók virði bankanna gríðarlega sem að gerði þeim kleyft að skammta sjálfum sér þessi títtnefndu ofurlaun. Alheimsfjármálakreppan hafði það síðan í för með sér að skammtímalán urðu af skornum skammti og bankarnir gátu ekki endurfjármagnað sig, þ.e. útlán þeirra og innistæður nægðu ekki fyrir afborgunum á þessum lánum (m.ö.o. "spilaborgin" hrundi með öllu volæðinu sem á eftir fylgdi).

Bankarnir brugðust, fjármálaeftirlitið brást, Seðlabankinn brást, ríkisstjórnin brást, Alþingi brást, eiginlega allir sem að áttu að sjá til þess að þetta gæti ekki gerst, leyfðu þessu að gerast. Þess vegna finnst mér með ólíkindum að fylgi Samfylkingarinnar og VG hafi aukist. Er fólk virkilega svona trúgjarnt?

Maynard (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:54

3 identicon

Já, þetta dæmi hérna var dæmt til að hrynja fyrr eða síðar. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið væri hérna ef bankarnir hefðu getað vaxið og margfaldað skuldir sínar í 1-2 ár í viðbót.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:28

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er ótrúlegt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband