Góður jarðvegur fyrir breytingar

Ráðamenn geta ekki lengur vaðið áfram og treyst á doða íslenskra borgara. Almenningur fylgist nú af mikilli athygli með því sem er að gerast í stofnunum og meðal ráðamanna. Frasarnir duga ekki lengur og við sitjum uppi með ráðamenn sem eru berskjaldaðir í aðstæðum sem krefjast dýpri hugsunar en þeim er lagið að beita.

Flestir þeirra sem eru í forystu eiga það sammerkt að þeir hafa aldrei migið í saltan sjó (svo maður haldi sig við sjómannamálslíkingar), þeir líta niður á þá sem flaka fiskinn en vilja samt að fiskurinn sé flakaður.

Í dag ríkir í íslensku samfélagi andrúmsloft réttlátrar tortryggni. Fólk er réttilega með allar varnir uppi og fylgist með vakandi auga með því sem er að gerast í kring um það.

Þetta finnst stjórnmálamönnum óþægilegt enda vanir því að geta komið fram með frasanna og friðþægt þjóðina og síðan haldið áfram við sérhagsmunagæslu.

Það ástand sem ríkir nú í samfélaginu er góður jarðvegur fyrir umbætur. Missum ekki af þessu tækifæri. Almenningur kallar á breytingar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hver, hverjir og hvenær?

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð spurning og vonandi verður henni svarað

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband