Treysti á íslenskt efnahagslíf?

thorgerdur-katrinFréttir herma nú að menntamálaráðherra hafi í janúar stofnað hlutafélag um skuldir sínar. Það vantar ekki framsýni innan ríkisstjórnarinnar þegar um persónulegar varnir er að ræða.

Þegar fólk stofnar hlutfélag um athafnir sem tengjast viðskiptum með lántökur og hlutabréfakaup er það til þess að halda áhættunni frá öðrum eignum, t.d. húsnæði og bifreiðum.

Því miður geta almennir borgarar ekki varið eignir sínar með þessum hætti.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning hvort þarna er um hið klassíska kennitöluflakk að ræða og hvort innherjaupplýsingar hafi komið við sögu?

Magnús Sigurðsson, 4.11.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við kerlingarnar erum alla vega og mishæfar rétt eins og karlar og viljum að það speglist með sanngjörnum hætti í stöðuveitingum og stjórnmálum. Körlum þætti súrt ef þeir væru allir sendir á kvíabryggju í hvert skipti sem Árni Johnsen gerir eitthvað af sér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Magnús auðvitað er þetta gör-drullugt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Páll Jónsson

Umm... af hverju getur venjulegt fólk ekki gert nákvæmlega þetta? Það kostar vissulega peninga að setja á stofn einkahlutafélag en þetta er samt eitthvað sem flestir geta gert.

Í staðinn þarf að fylgja formskilyrðum og frelsi til að ráðstafa eignunum verður eitthvað takmarkaðra en þetta eru engin eldflaugavísindi. Ekki dytti mér annað í hug ef ég ætlaði að fara út í hlutabréfakaup með lántökum en að stofna félag.

Er það ekki bara basic eins og menn segja?

Páll Jónsson, 4.11.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já en boðskapurinn er að með þessu viltu græða en setur áhættuna á aðra.

Hvers vegna eiga innlánseigendur og almennir viðskiptavinir að greiða skuldir menntamálaráðherra sem lifir í allsnægtum og fer í Kínaferðir á kostnað almennings.

Af hverju á bankinn að samþykkja að lána hlutafélagi sem býður vafasöm veð?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:38

6 Smámynd: Tori

Allir geta stofnað hlutafélög, sem eiga fyrir því. Það er ekki málið. Málið er hver vissi hvað var framundan ef ekki ríkisstjórnin. Bankamálaráðherra staðfesti þetta í viðtali.

Innherjaupplýsingar?

Tori, 4.11.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Páll Jónsson

Grunnhugmyndin með hlutafélögum er auðvitað sú að menn geti takmarkað áhættu sína við það fé sem lagt er í félagið. Það er ekki misnotkun að nýta sér þetta, bara notkun. Í staðinn verða framkvæmdar hugmyndir sem enginn einn aðili myndi treysta sér í.

Gagnaðilar félagsins vita fullvel að þeir geta ekki gengið að hluthöfum svo það er engan verið að plata.

Ég fellst algjörlega á punktana um innherjalyktina af þessu og vafasöm veð en það er óþarfi að mála hlutafélagaformið sem óæskilegt græðgisbatterí.

Páll Jónsson, 4.11.2008 kl. 18:56

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það eru þeir sem misnota hlutafélagaformið sem koma óorði á það!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 19:59

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er skrýtið og í rauninni getur hún ekkert annað en variið sig svona eða þagað. Varla segir hún af sér?

Vilborg Traustadóttir, 4.11.2008 kl. 21:29

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei varla

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:23

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Bara ein sönnunin enn fyrir því að þetta fólk er að vinna að eiginhagsmunum en ekki hagsmunum þeirra sem veittu því umboðið til að gegna embættunum sem það misnotar á þennan hátt.

Siðblindan er þvílíkt að menntamálaráðherra tekur sér það vald að segja: „Skammist ykkar að vera að hnísast í mál okkar hjóna sem kemur okkur einum við!“ Þetta lyktar af því að hún telur sig ekki vera að haga sér neitt öðru vísi en allir aðrir hefðu gert í hennar stöðu.

En eins og við vitum, og Jakobína ýjar að í svari sínu við athugasemd Bjarne, erum við ekki öll eins. Það er e.t.v. spurning að þeir sem bjóða sig fram til forystu þjóðarinnar í framtíðinni verði látnir ganga í gegnum próf sem metur hve heilbrigða siðferðiskennd viðkomandi hefur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband