Sækjast heimskir eftir því að hafa það óþægilegt?

Ég man eftir því þegar Pétur Blöndal var að réttlæta hækkun launa þingmanna og ráðherra með því að laða þyrfti hæfileikaríkt fólk í stjórnmál. Reynslan hefur nú sýnt að kenningar Péturs standast ekki. Enda gæti almenn skynsemi sagt manni að há laun geti höfðað til annarra hvata en hæfileika og gáfna.

Ég hef satt að segja velt því fyrir mér hvort skítakaup á þingi gæti varið þjóðina gegn því að þangað veljist einstaklingar með tiltekna eiginleika. Eiginleika eins og þá sem menn þeir eru gæddir sem leitt hafa þjóðina á barm örvæntingar.

Í kastljósi kvöldsins var talað fyrir því að gríðarlega mikilvægt sé að svona störf séu hálaunuð miðað við restina til þess að þau séu eftirsóknarverð. það er vegna þess að margt gáfað fólk sækir í það að hafa það frekar þægilegra en óþægilegra var einnig sagt.

Ég verð nú að játa það að ég hef ekki orðið vör við fylgni á milli gáfnafars og þess að vilja hafa það þægilegt. Hins vegar má til sanns vegar færa að margir þeir sem sækjast hart eftir þægindum fyrir eigin hönd er ekki sérlega annt um heill hins almenna borgara og tiltölulega reiðubúnir til þess að fórna almannaheill fyrir eigin hag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Vandamálið er að hluta það að launin eru ekki miðuð við menntun og spurning hvort að það ættu ekki að vera launa flokkar miðað við reynslu og menntun en ekki hvað þingmenn geta stýrt mörgum nefndum. Þá fengjust menn til að sleppa góðri vinnu til  að sitja á þingi 4 til 8 ár og taka ekki meira að sér en þeir komast yfir.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.11.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála Skúlason um að það þurfi að takmarka hvað menn geti setið mörg tímabil á þingi. Já Jón það er eitthvað að því fyrirkomulagi sem er til staðar núna. það er of nefndahvetjandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Með því að hafa launin há löðum við gráðugt fólk að þinginu....

Vilborg Traustadóttir, 21.11.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef fengi hörð viðbrögð frá þingmönnum við þessum pistli

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:36

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína og takk fyrir. 

Á þessum örlagatímim hlýtur það að vera heiður að fá hörð viðbrögð úr þeirri átt. 

"keep on running"

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband