Skíturinn í tannhjólum viðskiptalífsins

  bilde

Þegar litið er til atburða undangenginna mánuða má hverjum manni vera ljóst það umhverfi sem ríkisstjórnin hefur skapað íslensku viðskiptalífi er rotið. Misvitrir einstaklingar hönnuðu lagaramma, eftirlitskerfi og boðuðu hugarfar sem festi í sessi spillingu sem vart á sér líka í hinum vestræna heimi.

Fjölmargir einstaklingar í stjórnarráðinu hafa látið græðgina ráða för og flækst í spillingarnetinu. Frá því að bankarnir hrundu hafa valdhafar markvisst reynt að drepa niður umræðu sem beinir athyglinni að spillingu í þeirra hópi. Það má ekki leita sökudólga eða persónugera hlutina.

Aðilar sem tala fyrir þessum öflum eiga greiðan aðgang í fjölmiðla. Hinn raunverulegi skítur sem settist að í tannhjólum viðskiptalífsins situr þar fastur enn en valdhafar rembast nú við að fægja yfirborð maskínunnar til þess að slá glýju í augu almennings.

Tilgangur minn með mínum skrifum er ekki að vekja upp "sómasamlega" umræðu heldur beitta umræðu. Tilgangur minn með skrifum mínum er ekki að styrkja pólitíska stöðu mína því hún er ekki til staðar. Tilgangur minn með skrifum mínum er ekki að slá glýju í augu fólks því af því hef ég enga hagsmuni.

Tilgangur minn með skrifum mínum er að vekja fólk til umhugsunar um samhengi þess að hagsmunir almennings hafa verið fótum troðnir til þess að verja hagsmuni fárra.

Þeir sem taka þátt í því að fægja yfirborð maskínunnar meðan skíturinn færa að sitja fastur í tannhjólunum eru samsekir þeim sem ætla að bjóða þjóðinni að lifa áfram við ónýtt og spillt kerfi.

Framtíð Íslendinga án grundvallarbreytinga á kerfinu er ekki björt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband