Sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir

Undanfarið hef ég átt í samræðum við fólk sem er að missa aleiguna vegna stefnu og athafna ríkisstjórna, stjórnenda lífeyrissjóða og bankanna. Vel menntaðir og gáfaðir einstaklingar hafa fallið í þá pytti sem fjármálaumhverfi á Íslandi hefur búið almenningi.

Fjármálaumhverfið er sjúkdómseinkenni þess hugarfars sem valdhafar hafa boðað. Sjúkdómurinn lamar getu þjóðarinnar til þess að bjóða afkomendum sínum upp á heilbrigða framtíð.

Auðlindirnar og mannauðurinn er lífsneisti þjóðarinnar. Græðgisjónarmið fjármálamarkaðarins fela ekki í sér skilning á hinum raunverulega auð þjóðarinnar og hafa hunsað viðhald hans.

Lára Hanna bloggar um grein í Morgunblaðinu þar sem Paul Hawkins vekur athygli á mikilvægi sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir. Sjálfbærni byggir á því meðal annars að verðmætin skili sér til þeirra sem skapa þau. Auðvaldið virðir ekki mikilvægi auðlindanna fyrir afkomendur okkar. Markmið auðvaldsins er að ná verðmætunum af þeim sem skapa þau.

Fjölbreytileiki þekkingar og færni dregur úr áhættu í verðmætasköpun. Margvíslegur iðnaður sem byggir á þessum margbreytileika eykur hæfni þjóðarinnar til þess að komast af í alþjóðasamfélaginu.

Stefna ríkisstjórnarinnar sem felur í sér áherslu á einhæft atvinnulíf á Íslandi í formi fjármálamarkaðar og stóriðju hefur dregið úr áherslu á fjölbreytta menntun og þekkingu. Velferð og velmegun á Íslandi hvílir á stefnubreytingu í þessum efnum. Athafnir ríkisstjórnarinnar stefna eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindunum og þar með auðlindunum sjálfum í hættu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband