Erfðaprins nefndur til sögunnar

Eiga nú einhverjir að fara að axla ábyrgð? Hverjir eiga að taka pokann sinn og skiptir það einhverju máli?

Ekki virðist þó spilling ráða öllu um hvaða ráðherrum eigi að skipta úr. Einn ráðherra sem aldrei hefur verið tengdur við spillingu af neinu tagi var nefndur til útskipta, þ.e. Þórunn Sveinbjarnardótti.

1242300Björn Bjarnason virðist ætla að gera frænda sinn Bjarna Benidiktson að erfðaprinsi!

Menntamálaráðherra sem er sterklega grunuð um innherjaviðskipti meðal almennings virðist hins vegnar eiga að sitja áfram.

Er ekki komin tími til þess að samfylkingarkonur fari að láta af tepruskap sínum og fari fram á að ríkisstjórn og þingmenn geri hreint fyrir sínum dyrum.

Meðan það er ekki gert liggja allir undir ámæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Eða þá að ganga skrefið til fulls og sameinast Sjálfstæðisflokknum.

hilmar jónsson, 14.12.2008 kl. 19:37

2 identicon

Það kemur mér ekki á óvart að Þórunn verði látin fara. Frá því forsætisráðherrann sagði í viðtali við Sjónvarpið: "Við verðum að nýta okkar orkulindir t.d. til þess að skapa hérna ný störf" hef ég verið nokk viss um að Þórunn yrði látin fara vegna þess að hún hefur staðið í fæturna sem ráðherra umhverfisins. Þau sem ráða í ríkisstjórninni vilja falbjóða íslenska náttúru hverju því innlenda eða útlenda fyrirtæki sem vill græða pening á því að farga íslenskri náttúru og Þórunn stendur í vegi fyrir þeim. Hin táknræna Ingibjörg Sólrún lagði Kárahnjúkavirkjun lið, svona ef fólk er búið að gleyma því.

Með brotthvarfi Þórunnar er enginn í ríkisstjórninni sem mun standa í vegi fyrir mönnum eins og boðuðum fjármálaráðherra sem lagði til strax eftir bankahrunið að lög um umhverfismat yrðu afnumin vegna þess að þau væru fyrir. Svei þeim!

Helga (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband