Fréttaveita götunnar: spilling í viðskipta- og stjórnmálalífi

Fréttaveita götunnar lætur ekki að sér hæða. Bullandi sögur ganga nú um framferði stjórnmálamanna og manna í viðskiptalífi.

Leynimakk yfirvalda er nú að springa framan í þá sjálfa því almenningur fer að koma á framfæri upplýsingabrotum og þannig verða til fréttir sem eru ekki síður marktækar en yfirklór stjórnvalda. Nú ættu þingmenn og aðrir í ábyrgðarstöðum sem telja sig hafa hreina samvisku að ganga fram og krefjast þess að gert verði hreint fyrir dyrum manna. Meðan ekki er tekið á spillingarmálum munu allir sitja undir ámæli. Sögurnar sem ganga segja að 80% þingmanna hafi ekki hreina samvisku.

Spilling er ekki sama og glæpur. Spilling er til staðar þegar hagsmunir ábyrgðaraðila eru með þeim hætti að ætla megi að þeir skyggi á skynsemi hans og heiðarleika við ákvarðanatöku. Fjárhagsleg tengsl sem gera það að verkum að viðkomandi á undir högg að sækja gagnvart fjármálaöflum spilla honum þegar kemur að ákvarðanatöku sem varðar þessa aðila.

Eftirfarandi færsla birtist í athugasemdum hjá mér:

Þeir sem vilja spyrja út í viðskipti Lúðvíks og vildarkjör hans hjá Landsbanka Íslands skulu bara setja sig í samband við Davíð Oddson, hann hefur þessi gögn í höndum sér og þess vegna hróflar enginn við Davíð ÍSeðlabankanum.

Nú hefur það einnig verið staðfest að þingmaður, var um borð í Viking-snekkjunni hans Jóns Ásgeir og þeim höfðingjum sem lögðu á ráðin að arðræna íslensku þjóðina fyrir mörgum árum. Þarf hann ekki bara að fara að svara til saka eins og aðrir?

Davíð er best þekktur fyrir að afla gagna um andstæðinga sína síðan hann var unglingur, það var engin tilviljun að aðal andstæðingur hans, Þorgerður Katrín fékk viðskipti sín í Kaupþingi í hausinn rétt eftir að hún vogaði sér að segja hann vanhæfan í Seðlabankanum hér um daginn. Kjartan Gunnarsson slapp betur enda fór hann á hnén og dró ummæli sín til baka því DO hefur alveg örugglega nóg á hann líka.

Davíð má vera eins og hann er en ég tel að þjóðin vanmeti hann því hann er bara í refskák þessa dagana. Hann hefur sagt það oftar en einu sinni að hann muni fagna utanaðkomandi og erlendri rannsókn á tengslum stjórnvalda og bankanna? Hefur einhver annnar sagt það í okkar eyru, NEI?Davíð er ekki á nokkurn hátt tengdur inn í spillinguna í bönkunum, ekki heldur eiginkona hans en það verður ekki sagt um 80% þeirra sem inni á þinginu sitja. Hann bíður bara salla rólegur eftir að liðið gerir út af við sjálft sig og þá mun hann leggja allan pakkann upp á borðið. Þetta er hans taktík, það þekkja óvinir hans allt að 50 ár aftur í tímann og þettar eru engar fréttir í Davíðsborg.

Hef persónulega ekkert meira á móti Davíð frekar en öðrum sem eru ábyrgir fyrir stöðu landsins í dag, ég vil bara að menn segi af sér, að eigur glæpamannana verði frystar, þeir handteknir, dæmdir og stungið inn ef sekt þeirra er sönnuð. Sama gildir um ráðamenn sem spilltir eru. En er ekki alltaf verið að flækja málin?

Ef löggjafavaldið er máttlaust getur þetta aldrei endað nema að fólkið í landinu taki til sín völdin og afgreiði þá bara sjálfir hlutina fyrir vikið. Það er ekkert annað í boði, gerir fólk sér ekki almennt grein fyrir því ? Horfum á Grikkland í dag? Það sama er uppi á teningnum þar og hvað er að gerast þar? Opnum augun, tökum ábyrgð því þögn er sama og samþykki, þeir sem samþykkja ástandið og gera ekki neitt eru jafnsekir og þeir sem brotlegir eru. Ekki gera - Ekki Neitt!

Stjórn Baugur Group vill nota þetta tækifæri til að þakka Tryggva Jónssyni, fráfarandi forstjóra, fyrir vel unnin störf og óskar honum alls velfarnaðar á nýjum vettvangi. http://www.hagar.is/Pages/9?NewsID=397

Davíð mætti á fund með ríkisstjórninni með heilan her af lífvörðum og í lögreglufylgd. Það er ekki vegna ótta við almenning heldur vegna þess
að hann ógnar stjórnvöldum og það gerir hann það hispurslaust.

Ef við værum með ábyrga aðila við stjórn þyrfti ekki Pétur og Páll að koma þeim upplýsingum á framfæri á bloggi um viðskipti og afskriftir ráðamanna í bönkum hér á landi. Við getum bara spurt okkur sjálf hvers vegna í ósköpunum eru engir erlendir bankar með útibú hér á landi, ég meina við erum með útibú um allan heim? Er það tilviljun ? Er það líka tilviljun að nú eru allir bankarnir annað hvort í eigu ríkisins eða Jóns Ásgeira líkt og fjölmiðlarnir?

Ef við værum ekki með spillta ríkisstjórn, fjármálaeftirlit, löggjafavald, o.s.frv, þá væru menn bara að vinna sína vinnu og koma upp um þessi mál, ekki satt? Hver er þá ábyrgur fyrir áframhaldinu, er það ekki bara ég og þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það er rétt hjá þér að Davíð ber fjarri því einn ábyrgð á því sem hér hefur gerst. Hann ber þó ríka ábyrgð sem guðfaðir þessa kerfis og skipstjóri.

En það sem verra er er það að hann sýndi af sér fádæma barnaskap í öllum sínum störfum og oftrú á Chicago hagfræðina hans Hannesar og annarra vina sinna og að halda að markaðurinn leiðrétti sig sjálfur nánast án eftirlits er eitt af því sem hann er sekur um.

Ríkisstjórn hans klikkaði á að efla rækilega samkeppniseftirlit til að bregðast við nýjum veruleika, þrátt fyrir og kanski einmitt vegna rannsókna þess á olíusamráðinu og tryggingasamráðinu svo dæmi séu tekin.

Ríkisstjórn hans rak ónýtt fjármálaeftirlit. Það er ekki nóg að dylgja bara um rudda og götustráka í fjölmiðlum.

Ríkisstjórn hans klúðraði því sem klúðrað var í einkavæðingu bankanna

Hann sjálfur treysti ekki þjóðinni nægilega vel til þess að nálgast hana og ræða við hana til þess að vinna þörfum umdeildum málum fylgi (t.d fjölmiðlafrumvarpið), hann notaði einmitt þessar aðferðir sem þú lýstir hér og urðu til þess að almenningur var löngu búinn að missa traust á öllum stjórnmálum fyrir hrunið.

Davið hlustaði hvorki á þing eða þjóðina og fór sínu fram einsog sást í Íraksmálinu (stuðningsyfirlýsingu Íslends við innrás BNA og nokkurra breta í Írak)

En gleymum ekki hver var hægri hönd Davíðs og fjármálaráðherra og nú forsætisráðherra. Sá ber þunga sök 

Sævar Finnbogason, 17.12.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband