Fyrir hverja starfar ríkisstjórnin?

Stjórnun felur alltaf í sér að taka ákvarðanir með eða á móti tilteknum hagsmunum. Frá því að bankahrunið átti sér stað hafa flokkshagsmunir og hagsmunir fjárglæframanna setið í fyrirrúmi. Skuldinni er skellt á hina saklausu sem ekki geta varið sig. Almenning og afkomendur okkar.

Ríkisstjórnin hlífir fjárglæframönnum og spilltum einstaklingum í eigin röðum. Reynt er að hylma yfir staðreyndir sem varða tengsl og fjármál einstaklinga.

Ríkisstjórnin er rúin trausti vegna tengsla og persónulegra fjármálagjörninga.

Þetta segir í lögum um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða:

Gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafn­framt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis.

Ekki kemur neitt fram um spillta háttsemi, trúnaðarbrot og brest, vanhæfi, siðleysi eða pólitíska ábyrgð sem ráðamenn skauta sífellt fram hjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sjálfa sig og sína en þeir eru ekki þjóðin heldur nánasta fjölskylda og vinir Vinahópurinn getur gjarnan verið stór og sérkennilega samansettur en hann er oftast afar fjölbreyttur því hann byggist yfirleitt á heilögu vinargreiðasamkomulagi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband