Til hamingju með flott frumvarp

Ég spurði son minn hvort hann vissi hvað orðið kreppa þýddi. Jú sagði hann það er komin kreppa vegna þess að það voru menn sem voru gráðugir, sem tóku rosalega mikið af peningunum okkar, svona 10%, og fóru með þá til útlanda. Nú eigum við mikið minna af peningum sagði hann svo.

Já það er nokkuð til í því. Nú eigum við minna af peningum. Við eigum sáralitla peninga og þurfum að spyrja okkur hvernig við ætlum að komast af. Ég hef haft áhyggjur af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fram að þessu en mér hefur þótt þær skammhugsaðar. Við eigum að taka skellin strax og sársaukanum sem honum fylgir en að gera það á þann máta að byrðarnar dreifist á þjóðina. Réttlæti og samhugur þarf að vera leiðarljós við vinnslu fjárlaga og endurskoðun skattalaga.

Vinstri grænir hafa lagt fram frumvörp um breytingar á skattamálum. Þessar breytingar hafa í för með sér aukið réttlæti og hvet ég þingmenn til þess að skoða samvisku sína þegar þeir ganga til atkvæða um frumvörpin.

Fjármagnseigendur hafa komist upp með það að leggja einungis brot af því sem aðrir hafa þurft að gera til samneyslunnar. Hátekjufólk borgar hlutfallslega minni skatta þegar tekið er tillit til jaðarskatta. Nú þegar við stöndum frammi fyrir því að hluti þjóðarinnar kemur ekki til með að geta framfleitt sér og sínum verður að sjá til þess að svokallaðir "free riders" fari að standa sína plikt.

Þeir sem hafa lægri laun hafa þurft að standa undir samneyslu einstaklinga sem ríkisstjórnin hefur búið aðstæður sem bjóða upp á að þessir einstaklingar eru ekki skattskyldir nema að hluta. Þeir sem komast hjá því að greiða skatta samsvarandi því sem aðrir gera eru oft þeir hinir sömu og fá mest út úr samneyslunni og menga mest.

Ég óska því vinstri grænum til hamingju með flott frumvarp og vona að aðrir þingmenn taki við sér.


mbl.is Vinstri grænir kynna þrjú frumvörp um skattabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já tek undir með þér

Hólmdís Hjartardóttir, 19.12.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vona það með þér! Það er sko aldeilis kominn tími á að þingheimur vakni af doðanum. Það eru sennilega einhverjir að vakna en greinilega til misjafnra verka miðað við átökin sem ég hef verið að lesa um í sambandi við eftirlaunafrumvarpið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vinstri grænir verða mínir menn ef þeir átta sig á hvaða sturlun er í gangi hvað varðar stjórnun fiskveiða.

Árni Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband