Svínað á saklausu fólki

.209Eva Hauksdóttir þorir að mótmæla og fær hörð viðbrögð á bloggi sínu. Margir eru þeirra skoðunar að mótmæli megi ekki valda óþægindum. Það eru þó eðli mótmæla að vera óþægileg, vekja athygli og áhyggjur valdhafanna. Það er ekkert til sem heitir þægileg mótmæli án óþægindanna heita þau samkoma. Svona leit Baugur út árið 2007.

Eva Hauksdóttir segir: Við förum í Bónus á Þorláksmessu. Hvaða Bónussverslun sem er. Ekki með neina grímu og við getum farið eitt og eitt eða í hópum. Við semsagt fyllum búðirnar á annasamasta degi ársins, af fólki sem ætlar bara að skoða. Við getum stoppað í 20 mínútur eða allan daginn, eftir því hve mikinn tíma við höfum aflögu.
-Við röltum um í rólegheitum og tökum okkur góðan tíma til að skoða og mikið pláss.
-Við getum raðað í körfur, öllu sem við vildum kaupa ef eigendur verslunarinnar hefðu sómatilfinningu, og skilið þær svo eftir í gangveginum.
-Eða farið með fulla körfu að kassanum, hætt við að kaupa sumt eftir að búið er að slá það inn, hugsa sig svo um og hætta við að hætta við og þegar er búið að slá allt draslið inn, uppgötva þá að peningaveskið gleymdist úti í bíl.
-Þeir sem vilja geta óskað eftir að fá að ræða við verslunarstjóra til að kvarta yfir verðlaginu, verðmerkingum, því hvernig raðað er í hillurnar, því hve leiðinlegt sé að versla í mannþröng, eða bara því hve lógó fyrirtækisins sé ljótt.  -Ef einhverjum finnst vara sem hann vill kaupa vera illa staðsett getur hann tekið að sér að laga uppröðuninai. T.d. að stafla vörum í miðju gangvegarins svo verði þægilegra að komast að þeim.
-Þeir sem eiga snarvitlaus börn geta tekið þau með sér og misst stjórn á þeim. 
-Þeir sem þora ekki gera neitt sem gæti vakið óþægilegar spurningar hjá viðskiptavinum drullusokkafjölskyldunnar geta bara skoðað í hillurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Snilldarhugmynd

Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Brilliant! Spurning hvort maður eigi að nenna að bregða sér til Akureyrar ...

Björgvin R. Leifsson, 20.12.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi hugmynd er sjálfsagt í anda jólanna eða hvað. Fáránlegt og ljótt eru orðin sem koma upp í hugann.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Það segirðu satt Hólmfríður. Fáránlegt og ljótt eru meðal orða, sem koma upp í hugann þegar bónusgrísirnir eru annars vegar. Ef við lítum á jólin sem hátíð hækkandi sólar (annað er 2000 ára tímaskekkja), þá er hugmyndin svo sannarlega í anda jólanna!

Björgvin R. Leifsson, 20.12.2008 kl. 23:25

5 identicon

Ég grenjaði af hlátri. Æðislegt að fá svona lestur til að komast í jólaskap. Loksins !

Lilja Skaftadottir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband