Hvað þýðir þetta klúður fyrir þjóðarbúið?

Til er undanþáguákvæði í ESB sem hefði getað minnkað ábyrgð Íslendinga á innistæðutryggingum á innistæðum erlendis. th_lazy II

Samþykktin var sett í nefnd og gleymdist síðan þar bara.

Hverjir sitja í þessari nefnd?

Forsætisráðherra segir já "þarna var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki" eins og þetta sé ekkert mál.

Ber enginn ábyrgð á þessu?

Eftir allt það klúður sem undan er gengið og nú þegar búið er að leggja botnlausar byrðar á almenning telur forsætisráðherra að hann sé réttur maður til þess að leiða þjóðina í gegn um það sem fram undan er


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta tekur engan enda þessi vitelysa, las þetta einmitt á sínum tíma, hvað er þetta fólk eiginlega að gera þarna á þinginu. Það virðist vera að fólk missi allt vit og siðferði við að setjast þarna inn. Þingmannslaun og bitlingar geta kannski tekið á sig aukagreiðslur en við getum það ekki.

Enn og aftur, hvernig verður framhaldið þegar fólk byrjar að flýja land og kakan okkar sem eftir verðum verður enn stærri? Ég hef stórar áhyggjur af því. Ein og ekki sé komið nóg. Arg....

Rut Sumarliðadóttir, 21.12.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er eins og ALLIR hafi verið á blindafylleríi og ekki hugsað heila hugsun.

Vilborg Traustadóttir, 21.12.2008 kl. 13:03

3 identicon

Jakobína, viltu linka inn á viðtalið þar sem Geir sagði þetta?

Það þarf að birta opinberlega hverjir sátu í nefndinni. Þeirra ábyrgð er mjög mikið?

Helga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki með link inn á þetta en hann sagði þetta ef ég man rétt í kastljósi nóvember. Það kom smá klausa um þetta í mogganum og hann var spurður um þetta daginn eftir.

Síðan hefur þetta algjörlega horfið út fjölmiðlum. Mjög furðulegt því að mínu mati er þetta eitt af stærri málum hrunsins.

Ég bloggaði um þetta 20. nóvember og skrifaði orðrétt eftir Geir færslunni. Fréttin í mogganum mun hafa verið skömmu fyrr en hún var lítið áberandi á innsíðu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.12.2008 kl. 14:09

5 identicon

Takk fyrir þetta, Jakobína. Ég ætla að reyna að finna þetta í gagnasafni Moggans. Og já, þetta er eitt af stærri málum hrunsins. Mjög líklega mun þetta fólk bjóða sig fram í næstu þingkosningum og þá verður að rifja þetta upp.

Helga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 14:43

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú mátt láta mig vita hvað þú finnur út um þetta mál

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.12.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já ég heyrði manninn segja þetta...........þetta er auðvitað stóru glöpin

Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2008 kl. 21:16

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

eru...stóru

Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2008 kl. 21:18

9 identicon

Jakobína, er þetta ekki umfjöllunin í Mbl sem þú talar um? Þessi frétt er frá 20. nóv.

Skv. þessari frétt sátu í nefndinni fulltrúar frá viðskiptaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, Félagi fjárfesta, Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta og Samtökum fjármálafyrirtækja. Nöfnin þeirra eru ekki gefin upp. Mér finnst mikilvægt að viðskiptaráðuneytið gefi nöfnin þeirra upp svo að þjóðin geti þakkað þeim fyrir vel unnin störf.

Nefndin hefur enn ekki sagt af sér eða verið slegin af. Spurning hvort nefndin sé enn á launum?

Það var í ráðherratíð Jóns Sigurðssonar, þáverandi viðskiptaráðherra, árið 2006, sem athygli var vakin á því að rétt væri að nýta sér undanþáguna í EES. Viðeigandi að halda því til haga.

Núverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, skipaði nefndina (sjá hér að ofan). Spurning hvort hann sé ekki bara búinn að gleyma því???

Helga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:13

10 identicon

Fólk getur víst ekki opnað linkinn sem ég sendi hér að ofan nema skrá inn lykilorð á gagnasafnið og þess vegna afrita ég greinina hér að neðan. Vona að það sé í lagi. 
Eftir Rúnar Pálmason

runarp@mbl.is

ÍSLAND hefur ekki nýtt sér heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum í bönkum við ákveðna aðila, líkt og heimild er til í tilskipun Evrópusambandsins. Árið 2006 var athygli íslenska viðskiptaráðuneytisins vakin á að ef til vill ætti Ísland að nýta sér heimildina. Ári síðar var málið sett í nefnd. Bretar og Hollendingar eru meðal þeirra þjóða sem hafa nýtt sér öll undanþáguákvæði tilskipunarinnar.

Eins og margoft hefur komið fram er ætlunin að semja um ábyrgðir íslenska ríkisins á innstæðum á Icesave-reikningum Landsbankans. Í tilskipun ESB þar sem mælt er fyrir um innstæðutryggingarnar, og virðist ætla að reynast Íslendingum dýr, er heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga, tryggingafélaga o.s.frv. Ef heimildin er nýtt eiga þessir aðilar ekki rétt á greiðslum vegna innstæðutrygginga. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er misjafnt hversu aðildarlönd ESB hafa gengið langt við að nýta sér heimildina. Norðurlöndin hafi almennt ekki nýtt sér hana en Bretar og Hollendingar séu meðal þeirra þjóða sem nýta sér allar þessar heimildir.

Hélt fjölmarga fundi

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag fékk viðskiptaráðuneytið ábendingu um það árið 2006 að e.t.v. væri rétt að nýta heimildina. Þetta var í ráðherratíð Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins. Hinn 30. maí 2007 skipaði nýr ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, nefnd til að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar. Nefndin hélt fjölmarga fundi en hefur ekki formlega lokið störfum.
Í hnotskurn
» Í nefndinni sátu fulltrúar frá viðskiptaráðuneyti, Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, Samtökum fjármálafyrirtækja og Félagi fjárfesta.

» Um 120 sveitarfélög a.m.k. áttu innstæður í Icesave í Bretlandi og Hollandi. Fjöldi fyrirtækja og stofnana er óljós. Hvert á rétt á jafnvirði um 20.000 evra.

Helga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:19

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það er viss mótsögn í því að telja þann gjörning að borga að vera brot á stjórnarskrá lýðveldisins, í mótsögn við áðurnefnda tilskipun EES og síðan brot á alþjóðalögum, þjóðarrétti og almennu siðferði og síðan býsnast yfir því hvað fellur á tryggingasjóðinn.  Ég segi eins og Pétur Blöndal eftir vandlega yfirlegu á þessu ákvæði EES, að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að stofna tryggingasjóð innlána sem fór í einu og öllu eftir þeim ákvæðum sem tilskipun EES kvað á um.  Þessi sjóður réði ekki við alhrun en menn hafa talið sér skyllt að hafa ákvæðin rúm ef eitthvað félli á hann í framtíðinni.  

Það má vel vera að þessir menn séu aular og landráðamenn en eins og núverandi ástand er þá mun þjóðin ekki ráða við þessa EES samninga. Í dag eru vaxtagjöldin hærri en menntamálin og ennþá er hvorki vextirnir eða afborganir Icesave komið inní fjárlögin.  Í þessu samhengi skiptir engu máli hvort einhverjar stofnanir séu inni eða úti.  Sé það mikil ógæfa yfir þessarri þjóð að hún treystir landráðafólki sem vill kosta öllu til að fá að vera með í klúbbi kvalara okkar þá á þessi þjóð enga von.  Hún mun aldrei rísa undir þessum skuldbindingum nema hér verði komið á búsetuþrældómi í anda Norður Kóreu eða Rúmeníu á sínum tíma.  

Ein von þessar þjóðar er að standa á rétti sínum og segja Nei, við viljum að farið sér eftir stjórnarskrá okkar og alþjóðalögum og við munum borga okkar reikninga en ekki annarra manna og annarra skattgreiðenda reikninga.  Það verður orrahríð en margt getur komið útúr þeirri orrahrið annað en gjaldþrot.  Allavega þá yrði sá ósigur eftir baráttu og tilraunir til að bjarga framtíð barna okkar en ekki eftir meðvirkni okkar með vanhæfum stjórnmálamönnum.  

Teljum við það virkilega að við eigum ekki að borga og börnin okkar eigi von, þá skiptir engu hvað er inní þessum ICEsaepakka.  Innihald hans er annarra en okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2008 kl. 23:59

12 identicon

Ha! Ég? Gerðist eitthvað? Nú?

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:16

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nefnd til að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar

Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd til að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999. Gert er ráð fyrir að nefndin kanni m.a. hvort tryggingarvernd innstæðueigenda sé of víðtæk samkvæmt gildandi lögum og hvort að umfang og fjárhæðir greiðslna í og úr tryggingasjóðnum séu sambærilegar við þau lönd þar sem íslensk fjármálafyrirtæki eru með starfsemi og sem almennt er miðað við við reglusetningu hér á landi. Skal athugun ná til beggja deilda sjóðsins. Jafnframt verður nefndinni falið að kanna hvort ástæða sé til að gera tillögur til breytinga á lögunum með tilliti til tilskipunar Evrópusambandsins um tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 97/9/EC.

Í nefndinni eru:

Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, formaður,

Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands, samkvæmt tilnefningu Seðlabanka Íslands,

Gunnar Viðar, lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu SFF, varamaður Margrét Sveinsdóttir, lögfræðingur,

Árný Guðmundsdóttir, lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu Fjármálaeftirlitsins, varamaður Guðbjörg Bjarnadóttir, lögfræðingur,

Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur, samkvæmt tilnefningu Samtaka fjárfesta.

Jónas Þórðarson, framkvæmdastj. TIF, er starfsmaður nefndarinnar.

Formaður mun kalla nefndina saman til síns fyrsta fundar bráðlega en miðað er við að nefndin ljúki störfum um miðjan september næstkomandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.12.2008 kl. 16:28

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Og Geir Haarde sagði "þarna var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki".

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.12.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband