Ríkisbankarnir gefa bræðrum milljarða

Egill Helgason gerir grein fyrir hvað fyrirgreiðslur Milestone hjá Glitni þýða. Hann bendir á að flækjustig fréttarinnar sé mjög hátt og varla skiljanlegt fyrir almenning. Síðan spyr hann hvað felst í svona "endurskipulagningu".

"Skuldirnar eru sagðar vera upp á 115 milljarða. Þetta eru fjárhæðir eins og maður er að sjá í þessum fjárfestingarfélögum: 120 milljarðar hjá Samson, 260 milljarðar hjá Stoðum, Exista 255 milljarðar.

Það er verið að afskrifa stórar fjárhæðir á þetta félag sem hefur steypt sér í skelfilegar skuldir. Eins og kemur fram í fréttinni eiga Karl og Steingrímur Wernerssynir ekkert í félaginu miðað við núverandi skuldastöðu.

Það er passað upp á að eigendurnir haldi félaginu þrátt fyrir skuldasúpuna. Þeir fá hlutafé í félaginu og ríflega kauprétti.

Í raun er verið að afskrifa tugi milljarða af lánum á bræðurna – sem eru í hópi fyrri eigenda Glitnis.

Bankans sem nú er ríkisbanki – í almannaeigu.

!nni í þessu er Sjóvá, tryggingafélag. Hver ætli sé staðan á bótasjóðnum í því félagi?

Er í lagi að ríkisbanki sem er búinn að tapa tugum milljarða á slíkum fjárfestum – áhættufíklum – haldi áfram að veðja á þá og afhenda þeim fjármuni?

Þessi gjörningur gæti verið mjög fordæmisgefandi fyrir hina skuldugu fjárfestingarfélögin. Þau horfa til svona gjörnings – við skulum ekki ímynda okkur annað en að þau séu að hamast í að redda sínum málum. Líkt og Exista sem ætlaði að taka fáránlega ósvífinn snúning á Nýja Kaupþingi.

Geta þau líka átt von á því að fá svona þjónustu?

Þurfa ekki fjölmiðlar aðeins að skoða þetta – og þá á mannamáli?

Og er það virkilega svo að enginn af óreiðumönnunum sem hafa sett Ísland á hvolf eigi að sæta neinni ábyrgð?"

Góðar spurningar hjá Agli því nú eru stjórnvöld og dátar þeirra í bönkunum að ráðgast með eigur okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína.

það er með þetta skiljanlega mannamál og "Kaupin á eyrinni" eins og einn skiftaráðandi orðaði það  í sjónvarpsfréttum ekki alls fyrir löngu.

Gott framtak hjá þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband