Seinagangur við rannsóknir!

Ég minnist þess að skömmu eftir bankahrunið kom í ljós að hundrað miljarðar höfðu verið millifærðir frá Kaupþing á Íslandi til Kaupþing í Lúxemborg um svipað leiti og bankarnir hrundu.

Hvers vegna er málið fyrst núna að lenda á borði efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra?

Hvað þýðir þessi frétt. Hverjir eru vildarviðskiptavinir og hverskonar viðskipti hafa þeir átt við Kaupþing eða stjórnendur Kaupþings?

Hvaða stjórnendur Kaupþings eiga þarna í hlut?

Um er að ræða margar millifærslur upp á samtal hundrað milljarða frá Kaupþingi hér á landi til annarra landa, aðallega Lúxemborgar. Efnahagsbrotadeild hafi beðið Fjármálaeftirlitið um nánari upplýsingar varðandi þessa samninga.

.........og hvað er fjármálaeftirlitið að gera?

þetta kemur fram á fréttavef visir.is:

Í ábendingunni kemur fram að tildrög þessara millifærslna séu samningar sem gerðir voru við stærstu viðskiptavini bankans. Í samningunum, sem voru að mestu gjaldeyrisskiptasamningar, hafi falist ákvæði sem voru til þess fallin að skila viðskiptavinunum töluverðum ávinningi.

Viðskiptavinirnir hafi því ekki getað annað en hagnast á samningunum. Efnahagsbrotadeild hefur beðið Fjármálaeftirlitið um nánari upplýsingar varðandi þessa samninga.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhver erlendur bankamaður mun hafa sagt nýlega að Íslendingar hefðu 6 mánuði til að rannsaka meint fjármálabrot í gömlu bönkunum. Eftir þann tíma væri tilgangslaust að gera neitt í þeim málum. Mín tilfinning er að ríkisstjórnin sé vel meðvituð um þetta og rannsókn verði ekki hraðað að ráði.

En til þess að gera rannsóknina og störf "skilanefndanna" trúverðuga verður séð til þess að eitthvað gruggugt komi nú upp á yfirborðið. Varla munu þau nöfn sem þar verður um að ræða þó tengjast mikið stjórnmálum eða stjórnmálamönnum. 

Árni Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Árni ég er hrædd um að sýndarleikur sé hér á ferðinni. Það er ótrúlegt að glæpamenn komist upp með að stela hundruðum milljarða frá þjóðinni og stjórnmálamenn hylma yfir vegna eigin tengsla við spillinguna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.12.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband