Ljótur áróður

Nú á að fara að nota sjóði íbúðarlánasjóðs til þess að halda upp verkefnum fyrir krana og stórvirk atvinnutæki auðmanna. Stjórnmálamenn sem fjárfest hafa í fasteignabransanum þurfa jú að bjarga sínu.

Félagsmálaráðherra kallar þetta mannfrekan iðnað. Það má benda á að heilbrigðiskerfið og menntakerfið eru mannfrek og draga ekki mikinn kostnað annan en mannahald. Það er annað en hægt er að segja um byggingariðnaðinn.untitled krani

Kannski er þetta leið ríkisstjórnarinnar til þess að halda uppi framkvæmdum við stórhýsi sem auðmenn hafa verið að reisa.

Væri ekki nær að Íbúðalánasjóður sinnti sínu hlutverki að tryggja almenningi velferð í húsnæðismálum

Valdhafarnir eru ötulir við að halda uppi blekkingavefnum


mbl.is Íbúðalánasjóður til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á kannski að redda tónlistarhúsinu á þennan hátt?

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

það er spurning. Misnota Íbúðarlánasjóð. Þeim er ekkert heilagt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

ég veit af fundi þar sem að fólk í borgarstjórn talaði um að það væri alveg agalegt að skilja eftir tónlistarhúss-bygginguna eins og svöðusár á borginni og það þyrfti bara að leita allra ráða til að halda uppi byggingarframkvæmdum þar. Er ekki hægt að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að klára alveg neðsta hluta byggingarinnar svipað og Hallgrímskirkju á sínum tíma og vera með einhvers konar starfsemi þar á meðan á ekki er forsvaranlegt fjármagn til að klára þá byggingu?

Hvað varðar aðrar ókláraðar byggingarframkvæmdir, þá gegna þær nú hlutverki vindflauta í verstu veðrum og eru því ákveðin hljóðvirki um tíma.

 Kristinn minn, þarftu ekki bara að líta til læknis?

Anna Karlsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ætla að bæta því við að ég hef ekki skoðað nánar aðgerðaáætlun íbúðalánasjóðs, svo ég ætla ekki að kommentera á það fyrr en ég hef skoðað það nánar.

Anna Karlsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki ætla ég að draga í efa að hálfkláraðar byggingar eru vandamál. En að kalla þetta atvinnubótavinnu Íbúðarlánasjóðs er tvískinningur. Ég tel líka að vandi heimilanna sé meira aðkallandi en þessar byggingar. Ég tek undir það Kristinn ætti að leita sér lækninga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég veit ekki heldur hvað Íbúðarlánasjóður ætlar að fara að gera í atriðum málsins en hann er þó augljóslega að fara út fyrir það svið sem markmið hans markar honum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta getur ekki verið sleggjan, hér er einhver að gera at.

En ég tek undir með Jakobínu. Ég horfi fram á lánið mitt hækka og hækka og Íbúðarlánasjóður segist ekkert geta gert, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fá einhverja úrlausn.

Á sama tíma er sjóðurinn að hlaða undir braskara sem hafa farið of geyst og ætluðu að féfletta íbúðarkaupendur.

Theódór Norðkvist, 30.12.2008 kl. 22:18

8 identicon

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig undir annarra nafni og blogga hér á mogga. Um áramót verður keyrt hér yfir með hagstofukennitölunöfnum og þá skal allt vera undir fullu nafni og kennitölu og helst mynd. Eins og í mogga-pappír þar sem enginn má hafa skoðun á neinu nema það sjáist brosandi mynd – þó greinin sé um alvarleg mál, þá skal vera brosandi andlit.

Erla Jóns (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:35

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er félagsmálaráðherra að tala um við haldsverkefni húsnæðis sem er eitt af hlutverkum sjóðsins að lána til. Þarna getur verið um að ræða ýmiskonar húsnæði sem gegnir því hlutverki að vara "þak yfir höfuðið" á fólki sem ekki býr í eigin húsnæði, eins og fatlaða aldraða og aðra sem eru af einhverjum ástæðum á leigumarkaði sem er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka/fyrirtækja um rekstur þess.

Meðan ekki eru miklar líkur á að byggt sé íbúðarhúsnæði á almenna markaðnum, er þetta góð leið til að virkja atvinnulausa og nýta fé ÍB sem ella kæmi ekki inn í hagkerfið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.12.2008 kl. 01:13

10 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já Skólastjórarnir (Guðrún og fleirri) skólarnir hér vita ekkert hvernig er hægt að bregðast við það  á að spara um heilan helling. En það má ekki koma niður á þjónustu, hvernig er þa' hægt???? spyr sú fávísa. Ef íbúðalánasjóður getur staðið við sitt tel ég það gott mál.  Gleðilegt ár Bíbí mín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:42

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skipuð verður nefnd til þess að ákveða hvaða framkvæmdir á að fara í...hverjir sitja í þessari nefn? Ég treysti ríkisstjórninni fullkomlega til þess að nota þetta tækifæri til þess að mylja undir braskara.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:27

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Trúir því einhver að þetta fjármagn eigi að fara til venjulegs viðhalds hjá einstaklingum, sprunguviðgerðir....endurnýja rafmagnið.

Trúir því eihver að almenningur fái að fylgjast með í hvað þetta fjármagn fer......í vasa auðmanna???

Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér.....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband