15% vilja enn sjálfstæðisflokk þótt þeir hafi sett þjóðina í þrot

Þetta vekur óneitanlega spurningar um það hverjir myndu kjósa þetta lið sem hefur ofurselt þjóðina hörmungum.

Sennilega starfsmenn seðlabankans........þeir sjálfir auðvitað, foringjarnir og fjölskyldur þeirra...Kannski margir af Engeyjarættinni ....og óreyðudrengirnir.

Nú vantar nokkra upp á....

......Ég er að reyna að átta mig á því hverjir séu nægilega vitlausir til þess að kjósa þetta lið....


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég ætla að kjósa flokk óákveðna þótt ég hafi ekki enn séð þeirra stefnu. En greinilegt er að þeir hafa mesta fylgið.

Offari, 3.2.2009 kl. 19:43

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þeir eru nú ekki minna vitlausari sem að horfa á heiminn gegnum smásjá og sjá ekki að hrunið á sér mun fleiri orsakir heldur en Sjálfstæðisflokkinn, bankastjóranna, Seðlabankannn og fjármálaeftirlitið. Hvað með fólkið sjálft, sem að safnaði skuldum upp fyrir rjáfur á tímum velgengni, mikillar vinnu og mikils kaupmáttar.

Þeir sem að segja Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan fyrir öllu saman, tja þeir eru vitlausastir allra.

Jóhann Pétur Pétursson, 3.2.2009 kl. 19:49

3 identicon

Mér finnst þau 15%, réttara sagt 29% þeirra sem tóku afstöðu og ætla að kjósa sjálfstæðisflokkinn, vera mjög viturt fólk. Það eykur mína bjartsýni að enn skuli þó 29% þjóðarinnar vera í lagi, nóg er af vitleysingunum samt.

haddi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:23

4 Smámynd: Offari

Jóhann Pétur Fólkið sem skuldsetti sig á tímum velgegninar trúði því að velgengnin væri ástand framtíðarinar. Sjálfur notaði ég velgehgnina til að borga mínar skuldir og safna mér í sjóð sem mun eflaust verða þess valdandi að ég mun græða þegar fasteignaverð fellur.

Greiðslibyrði heimilana hefur alltaf verið sett í botn. Ofhátt fasteignaverð er helst orsök mikilla skulda hjá heimilum ´þátímafólksins. Gengishrun verðbólga og launalækkun var ekki höfð með í reikningum. Verðfall fasteigna hjálpar þeim ekki heldur að losna úr súpuni.

Sú ósmekkvís að ætla sér að bæta skuldum útrásarvíkingana á heimilin, varð svo sprengjan sem fyllti mælirinn. Ég kenni ekki sjálfstæðisflokknum alfarið um þetta óstand því það sáu ekki allir í gegnum þennan blekkingarleik bankana sem í raun er meginorsök hrunsins.

Offari, 3.2.2009 kl. 20:25

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þeir kjósa hund ef hann væri í boði þeir kjósa menn sem hafa brotið afsér í opinberu starfi og hlotið dóm fyrir. Þeir treysta öllum ef þeir eru með XD við nafnið sitt.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.2.2009 kl. 20:33

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhann Pétur: Er þá ekki tekist á um stefnur þegar stjórnmálamenn deila?

Í hversu mörg ár báru forystumenn sjálfstæðisflokksins lof á sjálfa sig fyrir þá stjórnvisku sem þeir boðuðu með "viðhöfumaldreihaftþaðsvonagott" -söngnum. Þeir sem þorðu að muldra eitthvað sem flokka mátti undir tortryggni voru hafðir að skotspónum frjálshyggjunnar sem sagði að þessar úrtöluraddir væru hjáróma öfundarnagg kommúnistanna sem tryðu á höft, forræðishyggju og ríkisrekstur.

Nú er ég ekki að sneiða neitt að raunhyggjumönnum eins og þér Jóhann Pétur. Ég þykist sjá það gegn um athugasemd þína að þú hafir aldrei trúað þessu bulli í sjálfstæðismönnum og að þú hafir varað þjóðina við því að trúa áramótaraupi og sautjánda júní sjálfshóli Davíðs og Geirs sem sögðu íslenska útrásarvíkinga hafa leyst þessa þjóð úr álögum og gert verslun og verðbréfaviðskipti að megin atvinnuvegi okkar. Og ég veit að aldrei trúðir þú þeim orðum Seðlabankastjórans að hann mætti vera stoltur af þeim verkum sínum að hafa leyst gömlu ríkisbankana úr viðjum spilltra pólitíkusa og gefið þeim í staðinn óskorað veiðileyfi á heimsku íslensku þjóðarinnar.

Ég játa hinsvegar á mig að vera í hópnum þar sem vitlausastir allra eru saman komnir. Mikið öfunda ég þig af gáfum þínum og hlutlausu raunsæi. 

Árni Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 20:49

7 Smámynd: Smjerjarmur

Smjerjarmur hefur það rosalega gott.  Þökk sé frjálshyggjunni.  Jú við töpuðum pening, en nú á að fara að veiða hval og við munum örugglega ekki svelta.  Af hverju er þetta fólk á vinstri vængnum svona uppvægt fyrir því að peningar tapist. 

Smjerjarmur, 3.2.2009 kl. 21:21

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég hitti nokkra einstaklinga í gær og í dag sem sögðu að nú fyrst færi allt til andskotans fyrst vinstri menn væru komnir með völdin. Þessir einstaklingar voru afar svekktir yfir þvi að sjálfstæðismenn hefðu misst völdin og urðu afar reiðir þegar ég andmælti þeim. Afar reiðir.

Arinbjörn Kúld, 3.2.2009 kl. 23:04

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vonandi hefur þú ekki verið einn á móti mörgum Ari. Það er ágætt að sjálfsstæðismenn sleiki nú sár sín og gerið það sem lengst og helst ekkert annað sem lengst.

Sofandi er sjálfstæðismaðurinn bestur, kannski í lagi að þeir grilli svolítið en síðan þurfa þeir helst að fara beint aftur að sofa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.2.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband