Barist fyrir vonlausu hugarfari

Málsvarar nýfrjálshyggjunar hafa nú gerst sérfræðingar í hvað sé mikið og hvað sé lítið þegar reglur um fjármálastarfsemi eru annars vegar.

Það er ljóst að mikið hefur orðið meira undanfarið og jafnvel svo mikið að mannlegur hugur ræður ekki við að átta sig á þýðingu stærða. Hvað þýðir t.d. 11.000.000.000.000 kr. í erlendar skuldir.

Ég held þó að flestir skilji að ein blaðsíða af reglugerðum er minna en 11.000.000.000.000 og kannski hefði verið í lagi ef reglugerðir hefðu fyllt nokkrar blaðsíður og erlendar skuldir mældar í fjárhæðum sem mannlegur hugur skilur.

Sagt er frá því í dag að nýfrjálshyggjufylgjendur sem ábyrgir eru fyrir hörmungum þjóðarinnar hafa hafið áróður og reyna að telja fólki trú um að hér hafi ekki ríkt nýfrjálshyggja.

Frjálshyggjumenn sem standa á vak við vefritið Vefþjóðviljann birta í dag heilsíðuauglýsingar í dagblöðunum undir fyrirsögninni „Hér voru engar reglur“, þar sem með upptalningu á hundruð lagafyrirmæla og reglugerða er reynt að hrekja þá kenningu að rætur bankahrunsins megi rekja til skorts á reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Illa gerðar reglur og hér vantaði reglur sem hefðu gert gagn.

Það er ekki nóg að vera með ónýtar reglur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.2.2009 kl. 19:59

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mig  langar að vísa hér í blogg Vilhjálms Þorsteinssonar þar sem hann tala um miklar ýkjusögur sem nú gangi um netheima og víðar um skuldir þjóðarinnar hér.

Skora á alla sem eru með þær hugmyndir sem líkjast því sem hér er haldið fram, að skoða færslur Vilhjálms.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 20:21

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það þyrmdi yfir mig í morgun er Atli Gíslason þingmaður sagði í morgunútvarpinu hjá Heimi og Kollu að það væri búið að hnýta þá hnúta sem kveða á um greiðslur á innlánsreikningunum í Bretlandi Hollandi og trúlega Þýskalandi það eina sem eftir er er að semja um vexti af þessum greiðslum, þetta er brjálæði þetta eru Landráð hvenær fóru þessir samningar fyrir þingið eins og önnur útgjöld ríkisins aldrei.

Þetta eru Landráð og ekki af gáleysi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.2.2009 kl. 21:10

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Dauðakippir frjálshyggjunar.

Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 21:15

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og kveðja frá Kópaskerinu.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.2.2009 kl. 23:18

6 Smámynd: Offari

Það hefur allt sitt upphaf og endir. Nú er tímabili frjáshyggjunar að ljúka og því bara tímaspursmál hvenær nýtt upphaf byrjar. Ég held að þær tilaunir sem gerðar verði til að endurlífga þetti kerfi muni einungis skaða okkur meir.

Því fyrr sem nýtt upphaf byrja því betra.

Offari, 6.2.2009 kl. 09:18

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Vissulega voru til reglur, sumar meiri segja óskráðar eins og t.d um klæðaburð starfsmanna, þykktina á bindishnútnum og síddina á drögtum.  Allt góðar og gildar reglur en flestar snerust um aðferðafræðina og framkvæmd fjármálastarfseminnar.  Regluverkið sjálft um hvað mætti var hinsvegar orðið í skötulíki.  Munar þar mestu um þegar Wall Street fékk Bandaríska þingið til að afnema skorður á afleiðuviðskiptum eða skuldatryggingarálögum, árið 2000.  Sú græðgisvæðing var upphaf hrunsins, því þessi viðskipti urðu fljótt stjórnlaus.  Talið er að 50 trilljónir dollara séu skuldbundnir á þessum markaði og trilljónir af þeim urðu munaðarlausir eftir að þessi viðskipti felldu stóru fjárfestingarbankanna.  Enginn veit hver á að borga eða hvernig.  Eina sem er vitað, þessir samningar hafa þegar verið gerðir.  Innspýting fjármagns uppá einhverja hundruðir milljarða dollara eru bara eins og dropi í hafi.  Þess vegna er Wall Street gjaldþrota og þar með allt hið vestræna fjármálakerfi.  Ekkert getur stoppað það og á meðan fá hin venjulegu fyrirtæki ekki lán.  

Þess vegna er það hámark óskhyggjunnar að krefjast erlendrar eignaraðildar bankanna til að tryggja "eðlilega" fjármögnun eins og þeir Gylfi og Vilhjálmur kalla það.  Þessir bankar eru ekki að lána heima hjá sér og munu örugglega ekki láta Íslendinga njóta forgangs eða af hverju ættu þeir að gera það?  Hafa þeir svo góða reynslu?  Grátlegt að innviðir þjóðfélagsins séu lagðir í rúst vegna þeirrar tilraunar að endurreisa gamla tíma fjármagnsviðskipta, gengis og spákaupmennsku. viðskipta sem komu okkur á hausinn upphaflega.  Hlálegast af öllu er, endalok þeirra er talinn í mánuðum en ekki árum. Til hvers er þá leikurinn gerður?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2009 kl. 10:10

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Oft gott að deila í hausatölu og þá fær maður betri sýn á himinháar tölur sem ekki er hægt að setja í samhengi hjá venjulegu fólki. Alla vega á ég erfitt með að setja svona  stjarnfræðilegar upphægðir í samhengi við þær fjárhæðir sem maður handleikur í venjulegu lífi Gunnu litlu.

En svo þetta með regluverkið, það er eins með það og aðrar reglur og lög, alltaf spurning um hvort menn noti sér göt og sprungur. Við þurfum ekki að brjóta slíkar reglur og lög, þó við getum það. Og hana nú. 

Rut Sumarliðadóttir, 6.2.2009 kl. 11:57

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Reglum var ekki framfylgt eða þær ekki til, því fór sem fór. Fjármálaeftirlit, ráðherrar og forsetinn dönsuðu í kring og mærðu gullkálfinn. Seðlabankinn kom ekki aðvörunum sínum á framfæri svo eftir væri tekið.

Þegar frjalshyggja fær að leika svo lausum hala án þess að ramminn um hana sé skýr eða reglur sér virtar (eða fyrir hendi) þá er ekki á öðru von en við fengum.

Vandinn er bara sá að við hinn almeni þjóðfélagsþegn héldum að allt væri "í orden"!!

Vilborg Traustadóttir, 6.2.2009 kl. 12:42

10 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta eru Ellefu trilljónir - eða 11 milljónir milljarða og ef því er deilt á t.d íslendinga sem skráðir eru í þjóðskrá (og þá er ekki gert ráð fyrir fólksfækkun/verulegum búferlaflutningum eða mannsföllum)þá eru það um 35 og hálf milljónir um það bil sem hvert mannsbarn myndi skulda - miðað við þessa upphæð.

Það er talsvert!

Anna Karlsdóttir, 6.2.2009 kl. 16:33

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já hvað er mikið og hvað er lítið. þetta virðist vera eitthvað á reiki hjá frjálshyggjunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:26

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innlitin og Ómar þú er skeleggur að vanda með þína góðu pistla. Leikurinn er gerður til þess að koma þjóðinni á hausinn svo að útlendingar geti hirt auðlindir okkar.

Það er komin tími til þess að fólk fari að gera sér grein fyrir því að verið er að gera okkur að leiguþýi í okkar eigin landi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:31

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Takk fyrir. 

Ég hef verið að reyna síðustu 3 daga að skrifa grein á nýopnað blogg mitt, sem á að heita "Guð blessi Ísland".  Það tókst ekki nógu vel þannig að ekki er hún kominn.  Ég fékk ritstíflu, og ég reyndi ákaft að losa um hana á föstudaginn.  Ég byrjaði hjá þér, fór síðan á Silfrið, þar sem ég fann þráð hjá Agli um Frjálshyggjuna, og þar stríddi ég drengjunum ákaft. Það er mjög gaman þegar þeir hafa ekki döngun til að svara fyrir sig.  Loks endaði ég hjá Birni Inga og átti hjá honum langt innslag um kreppuna ( Skjaldborg um heimilin ) og fáráð þess að lúta illráðum IFM.  Innslag mitt var nokkuð langt, eins og venjulega bréf til Björns Inga, en innihaldið var stanslaust níð um Vilhjálm Egilsson og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 

Þetta losaði um stífuna og ég held að ég hafi fókusað á helstu andsvör þess að njóta náðargjafa IFM.  Þú mættir alveg kíkja á þetta ef það kæmi að gagni sem "rökbanki" gegn þeim ósköpum sem yfir okkur dynja.  Ég tek það fram að svona innslög fylgja alltaf vissum þræði og áreitið er alltaf sett fram til að vekja andsvör. En þannig séð hef ég ekki lesið neitt betra á netinu, þó ég vonast til að margt betra hafi verið skrifað, þó ég þekki það ekki.  En pointið er hjá mér, að við söfnum röksemdunum saman svo hægt sé að samhæfa árásarnar.  Ef okkur tekst ekki að gera IFM að kosningamáli í næstu kosningum, þá getum við afskrifað þessa þjóð.

Innslag mitt til Björns Inga er mitt framlag í þessa baráttu og ég vona að það komi að einhverju gagni.  Allt má orða betur, enda skrifaði ég í belg og biðu til að reyna á ritfærnina, og fyrir öllu má færa dýpri rök en ég held að ég hafi komið inná flest aðalatriðin.  Andstaðan þarf að vinna úr þessu því annars er allt búið í sumarlok.  Helstefna IFM er það svæsin, að eitrið þarf ekki lengra tíma til að drepa allt hagkerfið.  

Vandinn er að stuðningsfólk Samfylkingarinnar og VinstriGrænna stinga höfðinu í sandinn og horfast ekki í augun á alvörunni.  Undanfarnar þrjár vikur hef ég verið því sem næst algjört eyland á Silfrinu og Markaðnum í gagnrýni minni gegn helstefnu IFM.  Eins og ég sé eini maðurinn sem á afkvæmi á þessu landi.  Þetta eru mest lesnu vefirnir í dag og fólk þarf að andhæfa illskunni.  

Ekkert gott gerist hér á landi, sama hvað góðviljinn er annars mikill, fyrr en IFM fer útí hafsauga og bjargráðin taka við.  Ég hef lagt mig fram um það að hnýta IFM inní alla þræði mína, sama hvert upphaflega umræðuefnið er.  T.d var Egill á föstudaginn að tala um "Frjálshyggja í kreppu" og fyrir utan málefnalegt innlegg um þráðinn (hlýtur að vera því Egill kom með innlegg á móti),þá skaut ég grimmt á IFM stefnu Samfylkingarinnar og reyndar líka hæddi frjálshyggjudrengina.  Hvort einhverjir fleiri lesa svona, fyrir utan Egill veit ég ekki, en hitt veit ég,  að ef enginn reynir að hamla gegn dauðastefnu IFM, þá drepst hagkerfið og líklegast þjóðin með.  Og þar með verður önnur barátta gagnslaus.

Ég er því aðeins að vekja máls á þessu að fleira fólk taki undir andstöðuna, þeir Þorsteinn Pálsson, Auður Arnósson og  Ólafur Stephensen ásamt þeim Vilhjálmi og Gylfa forseta, eiga ekki að komast upp með að stýra umræðunni og segja að svart sé hvítt.  Það hlustar enginn á hrópandann í eyðimörkinni, þegar hann er einn og yfirgefinn, fjarri alfaraleið.  

Blogg þitt er frábært Jakobína, og allt það fólk sem les það og verður fyrir áhrifum af því, verður að fara að láta í sér heyra á opinberum vettvangi.  Silfrið er dóminterað af þremur hópum.  Í fyrsta lagi eru það fortíðarpésar, sem hafa engan áhuga á því sem er verið að gera í dag, hvort sem það er til góðs eða ills.  Þeir væla sífellt um það sem var, en sjá ekki samhengi þess að ekkert breytist ef við látum það ekki breytast.  Annar hópurinn er þjóðníðingar, sem hafa fátt annað að segja hvað við erum vitlaus og hvað við eigum allt þetta slæma skilið.  Börnin okkar, hundarnir og kindurnar, allt á að farast vegna synda auðkýfinganna.  Þriðji hópurinn, sem getur ekki náð nefi sínu uppúr skítnum og skítalyktinni, er alltaf að kenna "hinum" um.

Og á meðan brennur Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer hér með öll völd.  Og þau eru notuð til ills.

Þess vegna er ég að vekja máls á þessu.  Það var ekki nóg að lemja pottur og pönnur til að fá sömu stjórn með sömu stefnu en nýjum flokki.  IfM þarf að fylgja á eftir fortíðinni í glatkistur sögunnar.  En það vantar fleiri raddir.  Ef hundrað manns skrifuðu jafn mörg innslög og ég gegn IFM, síðustu 14 daga, þá þyrði að minnsta kosti enginn stuðningsmaður gjaldþrota og skuldaáþjánar að auglýsa sig opinberlega sem landráðamann.  Sem þetta fólk er að gera í dag, því það dóminterar umræðuna.

Vona að við náum til að breyta þessu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.2.2009 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband