Loksins einhver sem talar af viti um vandann

Mér hefur stundum liðið eins og einmanna veru í eyðimörkinni í þeirri umræðu sem hefur verið uppi á borðinu undanfarið.

Elías Pétursson kemur fram í Silfri Egils og talar um staðreyndir sem mér hafa verið ljósar um hríð. Umræðunni hefur sífellt verið beint af stjórnvöldum frá þeim alvarlega vanda sem leynist í hagtölunum og inn á svið sem snerta ekki kjarna vandans sem er hvernig ætlum við að tryggja allri þjóðinni brýnustu nauðsynjar á næstu árum.

Stjórnmálamenn vilja ekki að almenningur fatti alvöru málsins fyrr en eftir kosningar. Hvers konar fólk er það eiginlega sem vill að almenningur gangi í blindni til kosninga.

Það er grundvallaratrið í þeim erfiðleikum sem fram undan eru að almenningur eða þeir sem fara verst út úr kreppunni finnist ekki í ofan álag að þeir hafi verið sviknir og blekktir.

Sýnið almenningi lágmarks virðingu ágætu stjórnmálamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krafan á stjórnmálamenn og embættismenn núna er sú að þeir komi fram af heiðarleika og einlægni og einbeiti sér að því sem skiptir máli fyrir heimilin í landinu.

Úrlausnum.

Sleppi sjónhverfingum og eiginhagsmunapati.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vel mælt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég veit þú hefur verið að tala um þessa hluti Jakobína og ég hef verið nokkuð meðvituð um vandann þótt ég sé ekkert séní í hagtölum....en nú var ég að enda við að hlusta á Elías í Kastljósinu og ég húrraði niður í svartsýni

Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það eru margir sem gera sér grein fyrir vandanum en koma að tómum kofanum þegar yfirvöld eru annars vegar og það veldur óöryggi. Það er í raun ótrúlegt ábyrgðarleysi af yfirvöldum að hunsa almenning. það eru fjórir mánuðir frá hruninu og þögnin verið ráðandi þennan tíma.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:59

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já það var blátt áfram hryggilegt að hlusta á Jóhönnu forsætisráðherra tala um að tryggja hag heimilanna og byggja upp traust atvinnulíf!

Mann átti víst að skiljast að þetta væri bara spurning um að bretta upp ermar og koma sér að verki. Hverskonar aular heldur blessuð manneskjan að við séum?

Miklu nær hefði verið að heita okkur því að ríkisstjórnin væri ákveðin í að leita allra leiða til að draga sem mest úr þeim alvarlegu þrengingum sem við þjóðinni blasa um ófyrirséða framtíð. Og að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að hindra ört vaxxandi atvinnuleysi með því m.a. að hefja björgunaraðgerðir til varnar fyrirtækjum sem nú væru að komast í þrot.

Ríkisstjórnin mun ekki á næstu dögum né vikum tryggja hag allra þeirra heimila sem stefna í nauðungaruppboð á húsnæði og draga fram lífið á atvinnuleysisbótum.

Skilvirkasta aðgerðin til bráðaúrræðis væri auðvitað að gefa atvinnulausum fjölskyldum leyfi til að sameinast um trilluútgerð svo fólk gæti þó bjargað sér með fisk í soðið þegar vel viðraði. Það er nefnilega komið að sjálfsþurftarúrræðum eins og á mínum æskudögum.

Það sannast núna gamla máltækið að "skjótt skipast veður í lofti!"

Árni Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband