Valkostir við auðvaldskúgun

Ég fékk þessa ágætu greiningu frá honum Óskari bloggvini:

Hann bendir á hvaða valkosti þjóðin hefur:

1) Að berjast (og taka séns á tapi)

2) Að flýja (og skilja elítuna eftir eina með alla draumórana)

3) Að gefast upp (og halda áfram að fjármagna ruglið af veikum mætti)

Óskar hvetur okkur til þess að taka afstöðu til þessara valkosta

Ég set inn skoðanakönnun og bið fólk að velja einn af ofangreindum kostum.


mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

1.

hilmar jónsson, 13.2.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

1) að berjast með búsáhöldum.

Margrét Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er því miður það svartsýnn þessa daganna að ég er farin að íhuga nr. 2 Umræðan ef búin að vera þannig undanfarið að vonin minnkar stöðugt.

Arinbjörn Kúld, 13.2.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Númer 1...MUN BERJAST FRAM Á SÍÐASTA SKAFTPOTT!!! Við höfum alls engu að tapa héðan af.

En ef gamla gengið og úrelta hugmyndafræðin verður áfram við völd held ég að ég fái mér bara kofa á grikklandi og máli minningar mínar og martraðir frá eyjunni fögru í norðri og yrki ljóð um það sem hefði getað orðið hefðum við unnið

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þegar við ákveðum að slíta af okkur fjötrana þá hafa eigendur þeirra ekki lengur stjórn á okkur.  Fjötrarnir eru sem spilaborg.  Þeir falla þegar við yfirgefum stöðu okkar því það erum við sem höldum spilaborginni uppi.  

Það er ekki svo að þeir sem telja sig eiga fjötrana hafi byggt þessa spilaborg heldur hafa þeir ráðskast með okkur í þeim tilgangi.  Um leið og við segjum takk fyrir við höfum fengið nóg og höldum áfram með líf okkar í þá átt sem við sjálf viljum eru völd þeirra yfir okkur að engu orðin.

Þetta þarf ekki að kosta baráttu, flótta né uppgjöf.  Þetta gerist í okkar eigin huga.  Vald kúgarana hverfur.  

Magnús Sigurðsson, 13.2.2009 kl. 22:09

6 Smámynd: Heidi Strand

Ég kaus 2 vegna þess að það er það sem ég helst hef viljað en neyðist til  að sættast við það fyrsta.

Ef ég væri frjáls, var ég löngu farin frá þetta vonleysi. 30 % af íslendingum vilja að Flokkurinn fær að halda áfram frá því sem horfið var.
Ekki hefur Flokkurinn viðurkennt neinum mistök né skipt um skoðun og stefnu.

Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 22:10

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því miður á ég víst enga valkosti. En ég mun halda áfram að berjast með þeim vopnum sem hef yfir að ráða, en þau eru bundin við þetta lyklaborð. Ekki á ég nú von á miklum árangri en sjálfum líður mér ögn skár á meðan ég held því áfram.

Árni Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 22:22

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Árangur næst vissulega Árni ef við látum heyra frá okkur.

Keep up the good work..

hilmar jónsson, 13.2.2009 kl. 22:40

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

1. Lýðveldisbylting!

Fundurðu "Raddir fólksins" með Geir einhvern tímann?

Eru þetta kannski bara raddir "sums" fólksins?

Þ.e. vinstra fólksins?

Þá er ég farin.......

Vilborg Traustadóttir, 13.2.2009 kl. 22:51

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ef númer 1. inniheldur að "Ganga af Gamla Íslandi dauðu" þá styð ég það.

Annars má brenna allt til kaldra kola fyrir mér. Fyrir mér eru flokkarnir eru dauðir, bankarnir eru dauðir, peningakerfið er dautt og allur viðbjóðurinn sem við vissum alla tíð að væri að leyna til að halda þessu öllu gangandi er kominn upp á yfirborðið.

Vek athygli á því að mun fleira tapaðist en peningarnir sem allir telja fram. Þjóðin þarf að TAKA aftur það sem frá henni var stolið með góðu (helst) eða illu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.2.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og Vilborg - Ef þú ert sá andskotans sauður að skipta landinu enn í hægri og vinstri, þá ertu hluti vandamálsins og ættir að taka þér góðan umhugsunarfrest og líta í kringum þig áður en þú endurmetur stöðuna.

Hvað gerði "hægra" fólkið okkur síðastliðin 18 ár? "Vinstra" fólkið á hliðarlínunum allan tímann... VG sérstaklega vöruðu við hverri einustu aðgerð og lagaómynd sem síðan ollu hruninu. Og þú ert SAMT að skipta þessu í hægri og vinstri og taka afstöðu á MÓTI þeim sem alltaf höfðu rétt fyrir sér.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um fólk sem þannig haga sér.

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.2.2009 kl. 23:38

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

!. Ég kýs alltaf númer 1!

Ég legg til að við berjumst af eldmóði! Við þurfum að virkja fólkið með okkur!

Vilborg. Í þessu er fólk komið nánast úr öllum flokkum. Ég var tildæmis einu sinni í Samfyklingunni.

 Ég segi einfaldlega. Aldrei hefur verið eins mikið tækifæri að fá fólkið í landinu með okkur að fá flokkana burt!

Nýtum það í baráttuna. Stærsta Lýðræðisbarátta Íslandssögunnar er að hefjast!

Guðni Karl Harðarson, 13.2.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband