Hráskinnaleikur og ógeðið heldur áfram

Í mbl er haft eftir ASÍ "að ekki sé boðlegt að á meðan hriktir í grunnstoðum samfélagsins og fjölskyldum og fyrirtækjum blæðir, horfi þjóðin upp á karp og hráskinnaleik á Alþingi sem engu máli skipti og engu skili. „Slík lítilsvirðing við þjóðina er ekki líkleg til að auka tiltrú hennar á stjórnmálamönnum,"

Þetta er tekið af vald.org:

Þegar hagkerfi þjóðar hrynur þá býður eftirleikurinn venjulega aðeins upp á tvo möguleika. Annað 0258605hvort batnar ástandið þegar kerfið er stokkað upp, eins og stjórn Roosevelt gerði í kreppunni miklu, eða ástandið snarversnar vegna þess að einhverjir ribbaldar komast í lykilstöður og leggja hagkerfið mikið til undir sig. Þýskaland fasismans er ágætt dæmi.

Með hverjum deginum sem líður virðist líklegra að Ísland rísi ekki úr öskunni sem betra land. Glæpsamleg verðtrygging lána og okurvextir sjá til þess að fólkið í landinu—og þá sérstaklega yngri kynslóðirnar—verða rassskelltar duglega á meðan gömlu kerfiskarlarnir og kerlingarnar hreiðra um sig við kjötkatlana og sjá til þess að bilderaunveruleg verðmæti leiti á gamlar slóðir.


mbl.is Þingmenn sýna þjóðinni lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þeir eru ósammála um allt nema eitt. Þeir eru sammála um að styrkja einkavini með ríkisframlögum. Lúxusbílar af dýrustu gerðum sem uppáhaldskrakkar bankanna léku sér á í "góðærinu" voru seldir fyrir smáaura og eigendunum gefnar tvær milljónir með stykkinu! Aurar sem hefðu komið að góðum notum hjá Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálpinni. 50 milljónir í styrk handa einni bílasölu!

Teldumst við með réttu ráði ef við byðum þessu fólki að stjórna í umboði okkar fjögur ár í viðbót?

Er ekki mál að rumska - er ekki komið glas? 

Árni Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 00:05

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þögn er sama og samþykki. Höfum hátt.

Margrét Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 00:25

3 identicon

Varðandi bílana sem Árni minnist á!

Bankinn sem átti bílana undir flottræflana er núna ríkisbanki. Þess vegna spyr ég: Af hverju voru þeir ekki seldir í gegnum Ríkiskaup?

Bílaflotinn var skv. fréttum seldur fyrir 1/4 af matsverði þeirra. Það er tap hins opinbera (eiganda bankans). Þar til viðbótar greiddi ríkið með hverjum bíl! Eigandi bílanna (ríkið) fær þess vegna ekki eina krónu fyrir bílana, heldur borgaði með þeim.

Hafi bankanum verið heimilt að selja bílana fram hjá Ríkiskaupum þá stendur eftir spurningin: Eru bankanir ríkisbankar annan daginn og einkabankar hinn daginn? Og eftir hverju fer þessi hentistefna? Ef bankarnir mega njóta eigna bankanna hvers vegna mega þeir þá ekki líka njóta skulda bankanna? 

Helga (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 00:30

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Segi bara kvitt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 19.2.2009 kl. 00:50

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er eins og vanalega ekki til í að taka undir þá bölsýni sem þú ert stöðugt að klifa á. Ég er bjartsýn fyrir okkar hönd hér á Íslandi og tel að okkur hafi bara ekki veitt af að fá aðeins stuð til að hrökkva í gang. Tiltektin er hafin og við erum að vinna að svo mörgum málum í grasrótinni sem munu gera þjóðfélagið okkar mun betra.

Hrikalegar lýsingar á ástandinu eru að mörgu leyti verulega ýktar. Það er beinlínis ábyrgðarhluti að halda röngum og villandi upplýsingum að fólki, eins og að skuldabyrgði ríkisins séu svo og svo mörg þúsund milljarðar íslenskrar króna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 00:53

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður þú ættir að benda þessum 14.000 sem hafa misst atvinnuna á þetta.

Þú gætir líka kannski bent fólki sem yfirvöld hafa reiknað á 20 milljóna skuldir á þetta.

Yfirvöld hafa rústað lífi einstaklinga í samfélaginu og nú má bara ekki vera að tala um það.

Fyrirgefðu en mín samúð er með fjölskyldunum í landinu en ekki leynimakki yfirvalda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.2.2009 kl. 01:03

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Geisp - vaknaði um 6 leitið, hefur eitthvað breyst síðan í september? Held ekki. Þá er þetta allt á réttri leið. Verðtryggingin á sínum stað, verðbólgan enn bólgnari, skuldirnar hækka, ræningjarnir ennþá frjálsir, verkefni stjórnmálamanna er ennþá að karpa um DO og stjórn landsins í höndum AGS. Þetta er allt á uppleið og stöðugleikinn blífur sem aldrei fyrr.

Arinbjörn Kúld, 19.2.2009 kl. 08:41

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég og margir fleiri getum ekki beðið eftir því að vextir lækki til að verðbótunum verði aflétt. Margir hafa ekki 80 daga.

Rut Sumarliðadóttir, 19.2.2009 kl. 13:19

9 identicon

Fyrst minnst hefur verið á bílasölu Kaupþings (ef þig vantar betri bíl, farðu þá á bílasölu Kaupþings - væri hægt að raula), þá fékk bankinn 100 milljónir króna, en hefði getað fengið 1-2 milljónir evra.

En Finnur var kannski að veðja á að krónan ætti eftir að styrkjast á næstuni, og þá fengi bankinn fleirri evrur fyrir krónurnar. Maður ætti kannski að selja gjaldeyrinn sinn strax 

Toni (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband