Ummm það vantar Björn Bjarnason í þessa frétt....

....Kannski verður nú farið inn á áður óþekktar slóðir við að mata íslendinga á falsupplýsingum en í frétt RUV segir:

Tveir erlendir fjárfestar hafa gert tilboð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, telur ljóst að fleiri tilboð séu á leiðinni.

Fjárfestarnir heita Steve Cosser, sem er ástralskur og hefur fjárfest mikið í fjölmiðlum þar í landi, og Everhard Visser sem er hollenskur fjárfestir. Þeir ráku eitt sinn saman námufyrirtæki sem þeir hafa nú selt. Morgunblaðið hefur eftir Cosser að Árvakur sé ein margra fjárfestinga sem þeir hafi áhuga á að leggja í á Íslandi.

Samkvæmt Vísi er Jón Ásgeri viðriðin málið en Cosser þessi mun vera nokkuð harður í horn að taka en í Viðskiptablaðinu segir að:

hann hafi lent í hörðum átökum við stjórnvöld á miðjum tíunda áratug síðustu aldar vegna leyfismála og fór í auglýsingaherferð í blöðum gegn Bob Collins, ráðherra fjarskiptamála. Ráðherrann hótaði meiðyrðamálum í framhaldinu.

og einnig segir:

Aðkoma Cossers að Árvakri er í félagi við Everhard Visser sem er hollenskur fjárgfestir. Þeir ráku eitt sinn saman námufyrirtæki sem þeir hafa nú selt. Morgunblaðið hefur eftir Cosser að Árvakur sé ein margra fjárfestinga sem þeir hafi áhuga á að leggja í á Íslandi.


Ég held að mig langi ekki að fá þennan mann til landsins. Við eigum nóg af svona peyjum.


mbl.is Cosser ræðir við Fréttablaðsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mér finnst vanta í þetta er fyrir hvern er þessi Ástrali að kaupa Moggan?

Það skal enginn segja mér að maður komi hálfa leið yfir hnöttinn til að kaupa blað sem ekkert er hægt að gæða á. 

Ásta B (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað eru þarna pólitískir- auðvaldshagsmunir að baki

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón Ásgeir og Jón Sigurðsson forstjóri Stoða voru víst líka á fundinum og einhver hollendingur, Everhard Visser,  með þeim.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Útrásardjöflarnir eru að ná tökum á öllum fyrirtækjum landsins smátt og smátt - aftur!

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband