Andskotans þrælslund?

Hvers vegna er Indriði Þorláksson að þessu bulli? Þótt AGS sé haldið einhverri trúvillu og séu að draga þjóðina í skítinn er óþarfi að embættismenn séu að taka undir þetta bull.

Indriði var spurður hvort rætt hafi verið um hvort tilefni væri til að lækka stýrivexti (á fundi með AGS), sem nú eru 18 prósent, sagði Indriði: „Það þarf að fara vandalega yfir stöðu mála áður en ákvarðanir eru teknar um að lækka vexti, því það getur verið mjög skaðlegt ef lækkunarferlið er hafið of snemma.“ Skaðlegt fyrir hvað? Fyrir AGS? Fyrir Breta? Fyrir Hollendinga?

Stýrivaxtastefna sem AGS uppáleggur ríkisvaldinu er að draga síðasta þróttinn úr atvinnulífinu. Þegar það hefur verið gert koma auðmennirnir (t.d. Cosser) til þess að þvinga auðlindirnar af Íslendingum.

Það á að berja íslendinga til hlýðni og ráðamenn taka þátt í leiknum. Andskotans þrælslund!


mbl.is Afla upplýsinga um stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hann mætti alveg útskýra fyrir okkur hinum af hverju það gæti verið skaðlegt að borga minni vexti og þá skaðlegt fyrir hvern?

Arinbjörn Kúld, 26.2.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband