Hvers vegna var blogginu mínu lokað?

Blogginu mínu var lokað eftir miðnætti. Ég velti fyrir mér hvers vegna blogginu mínu var lokað. Það var opnað aftur eftir að ég sendi Webmaster póst.k0337539 Þetta var mjög skrítin tilfinning svipað og að vera í gestaboði og vera hent út á sokkaleystunum án þess að vita hverju sætti.

Er bloggið mitt ekki nógu fræðandi?

Eru of margar stafsetningavillur í því?

Geri ég of margar heimskulegar athugsemdir?

Er ég of tjáningarík?

Skrifa ég af of miklum eldmóði?

Kæru vinir hvers vegna er ég óverðug í augum þessa ágæta fjölmiðils?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggið var bilað í morgun.... er það ekki bara málið

DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það voru öll blogg lokuð eftir miðnætti....líklega einhver bilun. Sé ekki að það þurfi að loka bloggi eins og þínu..þó það sé kraftmikið og orði hlutina á rammíslensku

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2009 kl. 13:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bloggið var ekki bilað hjá öllum því ég sá að pistlar runnu inn áfram. Kannski var mitt blogg bara bilað

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 13:10

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Pistlar komust inn hjá öllum Jakobína, það komst bara enginn inn á pistlana til að lesa þá fyrr en undir hádegi í dag.

Bilun í blog kerfinu

Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 13:21

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Baldvin þetta var hálfgerð skömm. Kannski nýjir eigendur að testa viðbrögð við lokun. Það eru jú að koma kosningar og mikill talað fyrir því á blogginu að fólk vill tryggja auðlindir í eigu þjóðarinnar. Eru þetta ekki hard core kvótakarlar sem eiga moggan núna?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 13:30

6 Smámynd: Offari

Ég tel að aðalorsök fyrir því að þínu bloggi var lokað hafi verið að þú talaðir ekki nógu vel um sjálfstæðisflokkinn. En hinsvegar hef ég stundum tekið eftir uppsílonvillum hjá þér sem líka verður sögð opinbera ástæðan fyri lokunini á bloggi þínu.

Offari, 27.2.2009 kl. 13:32

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jubb, það eru harðsvíraðir kvótakóngar sem fengu auðlindina gefins sem eiga moggann í dag. Blóðpeningar. Við megum í kjölfarið búast við alls kyns bilunum.

Arinbjörn Kúld, 27.2.2009 kl. 13:53

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta með uppsílonin er hálfgerð skömm.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 14:23

9 identicon

Sæl Jakobína.

Mínu líka ,held ég,..... alla vega komst ég inn á allt annað í morgunn nema Bloggið mitt.

Og ég sendi líka póst.

Kannski mistök,en ég kom inn aftur í morgunn.

Gangi þér vel. Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband