Gaf hann aröbum vatnsréttin í Hafnarfirði: Hver græddi á þessu?

Fréttir eru af því á Vísi að Lúðvík Geirsson ætli í framboð fyrir samfylkingu. Kannski ætlar hann að reyna að selja aröbum restina af Íslandi. Mér skils að fjármál Hafnafjarðabæjar séu í rústum. Varla verður sagt að ferskir vindar blási um samfylkingu í kjördæminu.

Lúðvík Geirsson hefur staðið í samningaviðræðum við auðkýfinga um að gefa þeim aðgang að auðlindum þjóðarinnar. Af vinsemd (veit ekki hvort, einni saman) var hann í samningaviðræðum við fjárfesta og framkvæmdaraðila frá Sádí-Arabíu.

Lúðvík talaði um samninga um vatnskaup en bætir svo við tekjur af starfseminni fyrir Hafnarfjörð verða fyrst og fremst afleiddar, s.s. þar sem um útflutning verður að ræða frá höfninni og eins að í verksmiðjunni munu starfa um fimmtíu manns. Hvert fara þá tekjurnar af vatsnkaupunum?

Hverjir borga fyrir þetta framtak? Fjármögnun á pípum að verksmiðjunni, slit á vegum eftir tankbíla? Skattgreiðendur?

Gaman væri að sjá arðsemisútreikninga að baki þessum samningum.

„Ef allt gengur eftir verða þeir hér með átöppunarverksmiðju og einnig töluverðan vatnsútflutning, bæði með gámum og tankskipum. Hugmyndin er að þeir leiði vatn frá vatnsbólum Hafnarfjarðar í pípu að verksmiðjunni og flytji síðan vatn út frá höfninni.“

Í frétt á mbl.is segir:

Fyrirtækið Glacier World var stofnað af fjárfestum og framkvæmdaraðilum frá Sádí-Arabíu. Um nokkurn tíma hafa stjórnendur þess skoðað möguleika á útflutningi íslensks vatns og hófu þeir að kynna sér aðstæður í Hafnarfirði í fyrrahaust. „Síðan tóku þeir þá ákvörðun að láta reyna á samninga við bæinn og koma hér upp starfsemi,“ segir Lúðvík. „Ef allt gengur eftir verða þeir hér með átöppunarverksmiðju og einnig töluverðan vatnsútflutning, bæði með gámum og tankskipum. Hugmyndin er að þeir leiði vatn frá vatnsbólum Hafnarfjarðar í pípu að verksmiðjunni og flytji síðan vatn út frá höfninni.“

Hverjir standa að baki Glacier World?

Það er hvergi nefnt?

Er það leyndó í anda frjálshyggjunnar?


mbl.is Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Hefði ekki verið nær fyrir hann að semja um vöruskipti? Fá olíu í staðin fyrir vatnið í stað þess að gefa það!

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 27.2.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Sæl Jakobína,

Ég veit ekki hvaðan þú hefur þær heimildir sem ég ætla að vona að þú hafir aflað þér áður en þú skrifaðir þennan pistil en þær eru í öllu falli í meginatriðum rangar.

Hafnarfjarðarbær hefur ekki gert neina gjafasamninga um vatn, hvorki við auðkýfinga eða aðra. Vatnsveita bæjarins hefur hins vegar gert samning um sölu á vatni til vatnsútflytjenda og mun selja þessum aðilum vatn með svipuðum hætti og hún selur fjölda annarra vatnsnotenda vatn. 

Tekjur bæjarins af þessum tiltekna samningi koma því í gegnum sölu Vatnsveitunnar á vatni og eins og þú bendir réttilega á er í þessu tilfelli eins og reyndar almennt þegar um atvinnurekstur er að ræða, gert ráð fyrir afleiddum tekjum af rekstrinum, s.s. í formi tekna Hafnarfjarðarhafnar. 

Hvað nákvæmlega er í þessu dæmi sem þér þykir óeðlilegt?

Kær kveðja

Gunnar Axel

Gunnar Axel Axelsson, 27.2.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er byggt á fréttum á Vísi.is

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 18:02

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fyrirgefðu það segir frá þessu í mbl í júní á sl. ári.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.2.2009 kl. 18:05

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sádi Arabía á nóg af olíu sem þeir selja okkur dýrum dómum. Af hverju eigum við að vera að gefa þeim vatn. Ætlum við gerum það nokkuð? Er ekki einhver milliliður þarna sem hirðir gróðan. HVER ER ÞAÐ?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband