Stjórnmálamenn og business menn!

Lúðvík Geirsson hefur verið bæjarstjóri í Hafnarfirði um nokkurt skeið. Það heyrist að Hafnafjarðarbær sé í alvarlegum kröggum. Lúðvík sækist eftir að komast á þing en heyrst hefur Gunnar Svavarsson sækist eftir bæjarstjórastólnum. Varla verður sagt að ferskir vindar blási um samfylkingu í kjördæminu.

Lúðvík Geirsson hefur samið við við fjárfesta og framkvæmdaraðila frá Sádí-Arabíu um vatnsverksmiðju í Hafnarfirði.

Í frétt á mbl segir:

Fyrirtækið Glacier World var stofnað af fjárfestum og framkvæmdaraðilum frá Sádí-Arabíu. Um nokkurn tíma hafa stjórnendur þess skoðað möguleika á útflutningi íslensks vatns og hófu þeir að kynna sér aðstæður í Hafnarfirði í fyrrahaust. „Síðan tóku þeir þá ákvörðun að láta reyna á samninga við bæinn og koma hér upp starfsemi,“ segir Lúðvík. „Ef allt gengur eftir verða þeir hér með átöppunarverksmiðju og einnig töluverðan vatnsútflutning, bæði með gámum og tankskipum. Hugmyndin er að þeir leiði vatn frá vatnsbólum Hafnarfjarðar í pípu að verksmiðjunni og flytji síðan vatn út frá höfninni.“

Hverjir standa að baki Glacier World?

(nafnið minnir svolítið á Gayser Green, ekki satt?)

Það er hvergi nefnt?

Er það leyndó í anda frjálshyggjunnar?

Lúðvík talaði um samninga um vatnskaup en bætir svo við tekjur af starfseminni fyrir Hafnarfjörð verða fyrst og fremst afleiddar, s.s. þar sem um útflutning verður að ræða frá höfninni og eins að í verksmiðjunni munu starfa um fimmtíu manns. Hvert fara þá tekjurnar af vatsnkaupunum?

Hverjir borga fyrir þetta framtak? Fjármögnun á pípum að verksmiðjunni, slit á vegum eftir tankbíla og gámatrukka? Skattgreiðendur?

Gaman væri að sjá arðsemisútreikninga að baki þessum samningum.

„Ef allt gengur eftir verða þeir hér með átöppunarverksmiðju og einnig töluverðan vatnsútflutning, bæði með gámum og tankskipum. Hugmyndin er að þeir leiði vatn frá vatnsbólum Hafnarfjarðar í pípu að verksmiðjunni og flytji síðan vatn út frá höfninni.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú stendur vaktina Jakóbína. Frábært.

Málið er ekki flókið; það þarf að gyrða fyrir frekari óreiðu í sölu auðlinda héðan.

Það þarf nú bæði "belti og axlabönd" í framhaldi af því sem hefur skeð hér.

Sjálfsagt að við nýtum okkur auðlindir s.s. vatnsauðlindir en það þarf að vera gert á yfirvegaðan hátt og með fullkomnu öryggi um að það sé ekki verið að ganga á þær.

Ég hef ekki enn séð neina slíka útreikninga varðandi  nýtingu vatnbóla Hafnfirðinga.


Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef ekkert á móti nýtingu auðlinda en það þurfa að vera nokkur skilyrði:

Að ekki sé gengið á höfuðstólinn

Að það sé arðbært fyrir þjóðarbúið

Að einstaklingar sem eru með puttana í öllu steli ekki arðseminni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

380 kr per lítran mun verðið hjá þeim þjóðum Litlu-Asíu þar sem  vatnsskortur er til finnilegastur.  80 kr fyrir ferskvatn mun vera  viðmiðunin þar sem fjallendi er og nóg rigning.  Íslenska ríkið hefði átt að semja um skipti á vatni olíu að mínu mati. Ferð fram olía og til baka vatn. 380.000 tonnið út úr búð. 2,5 kr. tonnið fyrir fyrirtæki í Hafnarfirði?

Ég er nefnilega búinn að ræða við nokkra vini mín frá þessum heimshluta. Tel þetta ekki vera spurningu um misferli á kostnað Íslenska samfélagsins.

Júlíus Björnsson, 28.2.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: TARA

Frábær grein hjá þér Jakobína..þú ert vel að þér í þessum málum..mér finnst ég vera frekar fáfróð þegar ég les pistlana þína.

TARA, 28.2.2009 kl. 00:55

5 identicon

Vatn er matvæli eins og fiskur

Sjáum við hér tankskip leggjast að bryggju og dæla fiski í tankana - þar sem tekjur af starfseminni verða fyrst og fremst afleiddar ? 

Nei.

Það er töluvert í land að þeir sem haldi hér um stjórnvölinn átti sig á þessu.

Neysluvatn er ekki óþrjótandi hér á landi - frekar en sjávarfangið - og stjórnvöldum ber nú að huga að varðveislu þess og að það sé nýtt á þann hátt að ekki gangi á höfuðstólinn hér, eins og þú nefnir það.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 01:08

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þeir hljóta að þurfa borga fyrir vatnið andskotin hafi það

Arinbjörn Kúld, 28.2.2009 kl. 01:21

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stóra spurningin er, HVER Á Glacier World?

Hverjir eru að græða?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 04:06

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vatn hvað er það á Alþjóðamælikvarða? H2O ? klórhreinsað? Hvernig er það á litinn? Hvað er steinefnainnihaldið? Hvert er bakteríustigið, á mörgum stöðum daglegt frétta efni?

Áslenskan einstakan mæli kvarða  munu tvær aðal tegundir tegundir:

Gvendarbrunnsvatn: Sem er einstakt og búið að liggja lengi neðanjarðar og pressast þá þannig að það mun ekki innihalda mikið að lofti. Mitt uppáhald það eina sem stóð Reykvíkingum til boða hér áður fyrr.

Svo er yfirborðsgrunnsvatn sem bragðast eins og bergvatnsvatn í lækjum landsins. Þetta mun vera það sem kemur úr krananum mínum í dag.

Viðmiðunar verðin sem voru rædd í haust ef ég man rétt voru glæpsamlega lá.

Ég tel að ef rétt er haldið á málum megi græða vel á því að selja þess sérstöðu Íslensks takmarkaðs drykkja vatns sér í lagi aðals Gvendarbrunnavatnið. 

Júlíus Björnsson, 28.2.2009 kl. 14:28

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Júlíus. Hvert fer þá Gvendarbrunnsvatnið?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:33

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það getur vel að bragðskynið hafi breyst hjá mér? Ég trú í ljósi reynslunnar hér að meiri lýkur séu á slæmum skýringum en góðum hvað varðar ákvörðunartöku valdhafa. Þegar spurningar vakna.

Júlíus Björnsson, 28.2.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband