Renegade economists

Ég var að horfa á spjall á YouTube. Tvo þætti annar heitir Renegade Economists en hinn er spáfréttaþáttur Max Keiser en hann les í samtíman og reyndir að spá fyrir um atburði út frá því sem er að gerast í samtímanum. Gagnrýnin umræða um stjórnmál og efnahagsmál.

Sérfræðingar á sviði hagfræði og fjármála hafa eftirfarandi að segja um björgunaraðgerðir í kreppunni.

Ríkisstjórnir eru ekki að bjarga efnahagskerfinu. Þær eru að bjarga lánadrottnunum.

Eina leiðin til þess að bjarga efnahagskerfinu er að afskrifa skuldir niður að greiðsluþoli skuldara.

Ríkisstjórnir eru að bjarga fjármálastofnunum vegna þess að frá þeim fá þær hæstu styrkina. Meðan þessu fer fram mun efnahagur þjóða ekki lagast.

Michael Hudson segir að ríkisstjórnir hagi sér ekki lýðræðislega heldur líkir hegðun þeirra við það sem hann kallar annars vegar oligarcy sem er fámenningstjórn og hinsvegar það sem hann kallar kleptocracy en þetta orð er skýrt á wikipetia sem:

is a term applied to a government that extends the personal wealth and political power of government officials and the ruling class (collectively, kleptocrats) at the expense of the population.

Sem sagt Kleptokratar eru kratar sem byggja undir persónulegan auð og pólitísk völd ríkisstarfsmanna og ríkjandi stétta á kostnað almennings.

Allir stjórnmálaflokkarnir fjórir fylgja kleptókratískri hugmyndafræði í stjórnarháttum en auðvitað á almenningur betra skilið.

Michael Hudson sem er amersískur prófessor og meðlimur í Gang8 ásamt Gunnari Tómassyni hagfræðingi fjallar um þetta í viðtali.

Ég skráði mig í þennan klúbb Gang8 á netinu og fæ nú fréttir af því reglulega þegar þessir, að mínu mati frábæru, hagfræðingar gagnrýna viðbrögð ríkisstjórna við kreppunni.

Hudson starfaði lengi á Wall Street og þekkir vel fjármálaheiminn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég er sammál það er ekkert verið að gera ég trúi ekki öðru en Framsóknarmenn komi með tilögur að niðurfærslu skulda eins og þeirra tillögur  seigja til um Jóhanna skaut þær út af borðinu en kom ekki með neitt í staðin þá er bara að keyra á tillögurnar og rökræða þær það verður að ýta stjórninni áfram annars gerist ekkert.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.2.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tillaga framsóknarflokksins er arfavitlaus og setur allt á hausinn. Þeir eru að reyna að múta almenningi til þess að kjósa þá og er slétt sama þótt þeir setji þjóðfélagið á hausinn.

Tillaga Hudsons er hinsvegar góð því hún þjónar virkilega umbótum í hagkerfi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 21:33

3 identicon

Jóhanna hefur verið með greiðsluaðlögunarfrumvarp sem gæluverkefni síðan 1996.
Það hefur ekki fengist lögfest. Mér finnst mjög líklegt að hún sé að pæla í þessu.
Á þessum vef er tenging í Spegilinn þar sem lögfræðingur ASÍ var að lýsa þessu.

 http://okurvextir.blogspot.com

Rósa (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Greiðsluaðlögun er annað en það sem Hudson talar um. Mér líkar ekki greiðsluaðlögun vegna þess að höfustólinn hækkar, þ.e. skuldir aukast en greiðslubyrði minnkar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 23:34

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að besta lausnin felist í því að koma skuldum í það horf að flestir geti haldið áfram að borga og líka að það borgi sig fyrir þá að borga.

Flatur niðurskurður er ekki skilvirkasta leiðin til þess að koma efnahagnum í lag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.2.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Það varí fréttum nú í kvöld að Fjármagnssjóðir dæla nú fjármagni inn til Austur-Evrópu fyrir utan lán frá IMF, til að koma í veg fyrir kollsteypu þeirra.

Það er augljóst að þetta ástand - bóla - sem bólgnaði meira en nokkru sinni, var ekki raunveruleg og því ekki til fjármagn til að halda öllu gangandi eins og það var.

Það verður víst alltaf ,,pólitík" sem stýrir því hvert fjármagnið fer, en ekki vilji almennings - því t.a.m. hér á landi, þá getur þú aldrei gengið að því vísu þótt þú kjósir ákveðna stefnu - og framkvæmdastefnu - þá breytir ráðherraræðið því bara eftir því sem vindurinn blæs.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 1.3.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband